Innlent

Sérfræðingar deila þekkingu

Ráðstefnan fer fram í Hörpu.
Ráðstefnan fer fram í Hörpu. Vísir/GVA
Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir alþjóðlegu ráðstefnunni Björgun sem fram fer um helgina í Hörpu.

Hún er haldin annað hvert ár og á henni eru fluttir hátt í sextíu fyrirlestrar sem tengjast leit, björgun og störfum viðbragðsaðila.

Innlendir sem erlendir sérfræðingar ætla þar að deila þekkingu sinni og reynslu. Landsbjörg hefur fengið til landsins suma af helstu erlendu sérfræðingunum á þessu sviði. Búist er við að ríflega 800 manns, frá innlendum sem erlendum viðbragðsaðilum, muni sitja ráðstefnuna og er hún þar með orðin ein sú stærsta í þessum geira í heiminum.

Setning ráðstefnunnar og opnunarfyrirlestur fór fram í Norðurljósasal Hörpu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×