Innlent

Vilja semja við Sprett og Fák

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Landsmótið 2016 verður ekki haldið á Vindheimamelum í Skagafirði.
Landsmótið 2016 verður ekki haldið á Vindheimamelum í Skagafirði.
Landsmót hestamanna 2016 verður ekki haldið á Vindheimamelum í Skagafirði samkvæmt tilkynningu frá Landssambandi hestamannafélaga. Þar segir að stjórn félaganna hafi komist að þeirri niðurstöðu á fundi sínum 7. október að forsendur fyrir því að Landsmótið yrði haldið þar væru ekki fyrir hendi og væri búið að tilkynna forsvarsmönnum Skagfirðinga það.

Ákveðið hefur verið að ganga til viðræðna við hestamannafélagið Sprett varðandi það að halda Landsmótið 2016 og við hestamannafélagið Fák um að halda Landsmót 2018. Bæði félögin eru á höfuðborgarsvæðinu. Segir einnig í tilkynningunni að sambandið vonist til þess að það muni ríkja sátt um þetta meðal áhugamanna um íslenska hestinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×