„Ég þurfti aðeins að vinna fyrir kaupinu í dag enda var þetta þvílíkur iðnaðarleikur,“ segir Brynjar Gauti Guðjónsson en hann átti frábæran leik í vörn Íslands gegn Dönum í Álaborg í gær.
Hann og Sverrir Ingi Ingason stönguðu óteljandi bolta frá íslenska markinu í gær og blaðamaður væri ekki hissa ef þeir hefðu verið með hausverk eftir leikinn.
„Fyrir mig sem varnarmann þá eru þetta skemmtilegustu leikirnir. Maður vill að sjálfsögðu hafa hasar í þessu og ég fékk þann hasar í dag. Við vorum að spila við gríðarlega sterkt danskt lið og náðum að halda vel aftur af því. Við erum heldur betur inni í þessu einvígi og það getur allt gerst.“
Það var smá hroki í Dönunum fyrir leikinn og þeir ætluðu sér að klára einvígið í þessum leik.
„Það pumpaði okkur upp að sjá að þeir héldu að það þyrfti ekkert að hafa fyrir hlutunum. Við fórum með það að markmiði í leikinn að berja aðeins á þeim og ná þeim niður á jörðina. Þetta eru gríðarlega góð úrslit. Við gætum mætt þeim í 20 metrum á sekúndu og snjókomu á heimavelli og þá getur allt gerst.“
Vildi hasar og ég fékk hasar
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti




De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn
