Innlent

Lítil hækkun barnabóta

Oddný G Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Oddný G Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Það sem mér finnst vera sárgrætilegt þegar þetta svigrúm myndast þegar hagur ríkisins vænkast er að það sé allt saman nýtt í þágu þeirra sem standa mjög vel fyrir,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra. „Eðlilegt hefði verið, þegar fólkið í landinu er búið að leggja svo mikið á sig til að ná sér upp úr hruninu, að þá fengju allir að njóta svigrúmsins. Ekki bara þeir allra ríkustu.“

Oddný segir að auki að hún hefði viljað sjá meiri mótvægisaðgerðir til þess að vega á móti hækkun neðra þreps í virðisaukaskattskerfinu. „Ég hefði viljað sjá mótvægisaðgerðir sem skiptu almenning máli og myndu duga til jöfnunar í samfélaginu. Til dæmis ef þeir hefðu hækkað skattleysismörkin myndarlega þá hefði verið hægt að kalla það alvöru mótvægisaðgerðir,“ segir hún.

Hún segir að hækkun barnabóta sem kveðið er á um í frumvarpinu sé mjög lítil og hún búist við því að frumvarpið muni taka breytingum í meðferð þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×