Erlent

Átök halda áfram í Úkraínu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Sjálfboðaliði afhendir kartöflupoka frá Rauða krossinum.
Sjálfboðaliði afhendir kartöflupoka frá Rauða krossinum. nordicphotos/AFP
Átök hafa brotist út í austanverðri Úkraínu daglega frá því á laugardag, þrátt fyrir að samkomulag um vopnahlé hafi tekist á föstudaginn.

Að mestu hafa þó bæði stjórnarher Úkraínu og uppreisnarsveitir hliðhollar Rússum staðið við vopnahléð og reynt að gæta þess að það yrði ekki rofið.

Petro Porosjenkó Úkraínuforseti hélt til borgarinnar Mariupol í gær, og sagði þar ekki koma til greina að Rússar nái borginni á sitt vald.

Evrópusambandið bjó sig í gær undir að samþykkja viðbótarrefsiaðgerðir á hendur Rússum, þrátt fyrir að rússnesk stjórnvöld hafi hótað gagnaðgerðum á borð við að loka á allt flug í rússneskri lofthelgi, sem gæti reynst afdrifaríkt fyrir evrópsk flugfélög.

Stefnt var á að refsiaðgerðir Evrópusambandsins tækju gildi strax í dag, en talsmaður ESB tók fram að þær ættu að vera afturkallanlegar með stuttum fyrirvar fari svo að ástandið í Úkraínu breytist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×