Sjálfstæðisflokkurinn yfir þrjátíu prósenta múrinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. september 2014 07:00 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Flestir kjósendur, eða tæplega 31 prósent, myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þessar niðurstöður miðast aðeins við svör þeirra sem taka afstöðu til flokkanna. Samkvæmt sömu niðurstöðum er Samfylkingin næststærsti flokkurinn með 20 prósent fylgi, Björt framtíð kemur þar á eftir með 14,1 prósent. Framsóknarflokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð eru álíka stór með tæp tólf prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Mjög margir eða 23 prósent sögðust vera óákveðnir, 15% sögðu að þeir myndu ekki kjósa eða skila auðu og 13 prósent kusu að svara ekki spurningunni. Þegar tekið er tillit óákveðinna eru einungis 15% sem segja að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 10% sem segja að þeir myndu kjósa Samfylkinguna, 6% segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og VG en 5% myndu kjósa Pírata. „Ég er ánægður með þetta, en tek tölunum með ró. Ég held að fólk sé farið að finna fyrir stöðugleika og kaupmáttaraukningu,“ segir Bjarni Benediktsson.„Ég man bara ekki hvenær Sjálfstæðisflokkurinn mældist síðast yfir þrjátíu prósentum og það vekur athygli að flokkurinn bæti við sig eins og umræðan hefur verið. Varðandi stjórnarandstöðuflokkana þá er það þekkt að þeir missi fylgi meðan þingið starfar ekki, þar sem þeir eru þá ekki eins sýnilegir og annars. Í næsta mánuði reynir verulega á Framsóknarflokkinn. Nái þeir sér ekki á flug þegar skuldaleiðréttingarnar verða ljósar, gæti orðið erfitt fyrir þá að ná fylgi á ný,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þjóðarpúls Gallup, sem RÚV birti í gær, sýndi svipað fylgi og kemur fram í könnun Fréttablaðsins. Ítarlegri greining verður á skoðanakönnuninni í Fréttablaðinu á morgun. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.875 manns þar til náðist í 1200 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28 ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarshlutfall var 64,0% Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Flestir kjósendur, eða tæplega 31 prósent, myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þessar niðurstöður miðast aðeins við svör þeirra sem taka afstöðu til flokkanna. Samkvæmt sömu niðurstöðum er Samfylkingin næststærsti flokkurinn með 20 prósent fylgi, Björt framtíð kemur þar á eftir með 14,1 prósent. Framsóknarflokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð eru álíka stór með tæp tólf prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Mjög margir eða 23 prósent sögðust vera óákveðnir, 15% sögðu að þeir myndu ekki kjósa eða skila auðu og 13 prósent kusu að svara ekki spurningunni. Þegar tekið er tillit óákveðinna eru einungis 15% sem segja að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 10% sem segja að þeir myndu kjósa Samfylkinguna, 6% segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og VG en 5% myndu kjósa Pírata. „Ég er ánægður með þetta, en tek tölunum með ró. Ég held að fólk sé farið að finna fyrir stöðugleika og kaupmáttaraukningu,“ segir Bjarni Benediktsson.„Ég man bara ekki hvenær Sjálfstæðisflokkurinn mældist síðast yfir þrjátíu prósentum og það vekur athygli að flokkurinn bæti við sig eins og umræðan hefur verið. Varðandi stjórnarandstöðuflokkana þá er það þekkt að þeir missi fylgi meðan þingið starfar ekki, þar sem þeir eru þá ekki eins sýnilegir og annars. Í næsta mánuði reynir verulega á Framsóknarflokkinn. Nái þeir sér ekki á flug þegar skuldaleiðréttingarnar verða ljósar, gæti orðið erfitt fyrir þá að ná fylgi á ný,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þjóðarpúls Gallup, sem RÚV birti í gær, sýndi svipað fylgi og kemur fram í könnun Fréttablaðsins. Ítarlegri greining verður á skoðanakönnuninni í Fréttablaðinu á morgun. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.875 manns þar til náðist í 1200 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28 ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarshlutfall var 64,0% Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira