Hanar að gala eigandann út af lögbýlaskrá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. ágúst 2014 07:30 Kristján Ingi Jónsson segir hanamálið að hluta vera flokkspólitískt. "Ég er náttúrulega ekki sjálfstæðismaður,“ segir Kristján sem bauð sig fram fyrir Mosfellslistann. Fréttablaðið/Vilhelm „Þeir gala og gala og gala. Þeir gala alveg út í eitt,“ segir Vígmundur Pálmarsson í Mosfellsbæ sem óskar eftir því að bæjaryfirvöld beiti sér gegn tveimur landnámshönum sem nágranni hans heldur. Vígmundur býr á Reykjahvoli við Varmá. Handan árinnar býr Kristján Ingi Jónsson á Suður-Reykjum. Kristján heldur flokk landnámshænsna. Þar á meðal eru tveir hanar.Hendur bæjaryfirvalda bundnar „Þar sem um lögbýli er að ræða höfum við engin tæki eða tól til að bregðast við. Þeim sem búa á lögbýlum er frjálst að hafa hana þótt nágrönnunum finnist það ekki öllum jafn spennandi,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, formaður bæjarráðs, sem kveður málið þó ekki úr sögunni af hálfu bæjaryfirvalda. „Við erum að skoða skrá yfir lögbýli í Mosfellsbæ og erum að láta kanna hvort eðlilegt sé að óska eftir því við innanríkisráðuneytið að lögbýli innan þéttbýlis verði felld niður.“ Kristján Ingi hyggst ekki gefa eftir lögbýlisrétt sinn. „Það þarf þá að fara fyrir Alþingi,“ segir hann.Hænurnar höfuðlaus her án hana Að sögn Kristjáns Inga hefur bæði heilbrigðiseftirliti og dýraeftirlitsmanni, auk lögreglu, verið stefnt að Suður-Reykjum. „Það átti held ég að slátra þeim hérna í heimkeyrslunni en þeim varð ekki kápan úr því klæðinu,“ segir Kristján sem undirstrikar að hanarnir hafi mikilvægu hlutverki að gegna. „Þeir eru að passa upp á hænurnar mínar. Meðan hænur hafa hana þá stjórnar haninn en ef það eru eingöngu hænur þá er allt í vitleysu því þá er goggunarröðin öll í tómu tjóni.“Í hljóðeinangruðum kofa fram á miðjan morgun Fyrir nokkru var reistur hljóðeinangraður kofi yfir hænsnin á Suður-Reykjum. Kristján segir hönunum hleypt út klukkan tíu eða ellefu á morgnana. Þeir gali „nokkrum sinnum“ yfir daginn þar til þeir fari inn í kofann klukkan sjö á kvöldin. Vígmundur viðurkennir að með kofanum hafi ástandið skánað frá því áður þegar hann var vakinn af hanagali klukkan hálf fimm á morgnana. „En það eru allir hérna megin við ána búnir að fá nóg. Þeir gala á tuttugu til þrjátíu sekúndna fresti yfir allan daginn. Það er alveg fáránlegt að leyfa sér þetta.“ Alþingi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
„Þeir gala og gala og gala. Þeir gala alveg út í eitt,“ segir Vígmundur Pálmarsson í Mosfellsbæ sem óskar eftir því að bæjaryfirvöld beiti sér gegn tveimur landnámshönum sem nágranni hans heldur. Vígmundur býr á Reykjahvoli við Varmá. Handan árinnar býr Kristján Ingi Jónsson á Suður-Reykjum. Kristján heldur flokk landnámshænsna. Þar á meðal eru tveir hanar.Hendur bæjaryfirvalda bundnar „Þar sem um lögbýli er að ræða höfum við engin tæki eða tól til að bregðast við. Þeim sem búa á lögbýlum er frjálst að hafa hana þótt nágrönnunum finnist það ekki öllum jafn spennandi,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, formaður bæjarráðs, sem kveður málið þó ekki úr sögunni af hálfu bæjaryfirvalda. „Við erum að skoða skrá yfir lögbýli í Mosfellsbæ og erum að láta kanna hvort eðlilegt sé að óska eftir því við innanríkisráðuneytið að lögbýli innan þéttbýlis verði felld niður.“ Kristján Ingi hyggst ekki gefa eftir lögbýlisrétt sinn. „Það þarf þá að fara fyrir Alþingi,“ segir hann.Hænurnar höfuðlaus her án hana Að sögn Kristjáns Inga hefur bæði heilbrigðiseftirliti og dýraeftirlitsmanni, auk lögreglu, verið stefnt að Suður-Reykjum. „Það átti held ég að slátra þeim hérna í heimkeyrslunni en þeim varð ekki kápan úr því klæðinu,“ segir Kristján sem undirstrikar að hanarnir hafi mikilvægu hlutverki að gegna. „Þeir eru að passa upp á hænurnar mínar. Meðan hænur hafa hana þá stjórnar haninn en ef það eru eingöngu hænur þá er allt í vitleysu því þá er goggunarröðin öll í tómu tjóni.“Í hljóðeinangruðum kofa fram á miðjan morgun Fyrir nokkru var reistur hljóðeinangraður kofi yfir hænsnin á Suður-Reykjum. Kristján segir hönunum hleypt út klukkan tíu eða ellefu á morgnana. Þeir gali „nokkrum sinnum“ yfir daginn þar til þeir fari inn í kofann klukkan sjö á kvöldin. Vígmundur viðurkennir að með kofanum hafi ástandið skánað frá því áður þegar hann var vakinn af hanagali klukkan hálf fimm á morgnana. „En það eru allir hérna megin við ána búnir að fá nóg. Þeir gala á tuttugu til þrjátíu sekúndna fresti yfir allan daginn. Það er alveg fáránlegt að leyfa sér þetta.“
Alþingi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira