Vopnahlé verði notað til viðræðna Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. ágúst 2014 06:00 Mahmúd AbbasPalestínuforseti skýrði frá samkomulagi um vopnahlé í stuttu sjónvarpsávarpi síðdegis í gær. Vísir/AP Mahmúd Abbas Palestínuforseti ætlar að byrja á því að kynna félögum sínum í stjórn Palestínu hugmyndir sínar um lausn á deilunum við Ísrael, og hyggst í framhaldi af því halda áfram viðræðum við alþjóðasamfélagið. Þetta fullyrti hann í stuttu sjónvarpsávarpi í gær þar sem hann skýrði frá því að Ísrael og Palestínumenn hafi fallist á ótímabundið vopnahlé á Gasa. Vopnahléið eigi að nota til viðræðna, en Ísraelar muni létta að hluta einangrun af Gasasvæðinu, meðal annars auðvelda innflutning á hjálpargögnum og byggingarvörum. Þá verði fiskveiðisvæði Gasabúa stækkað úr þremur sjómílum í sex út frá strönd Gasa. Hamas-samtökin, sem fara með stjórn á Gasasvæðinu, fengu þó ekki framgengt kröfum sínum um að starfhæf höfn og flugvöllur verði á ný opnaður á Gasa. Ísraelum varð heldur ekki að þeirri ósk sinni, að Hamas-samtökin afvopnist og tryggt verði að þau vopnist ekki á ný. Þessar kröfur verða á meðal þeirra, sem til stendur að ræða um. Abbas tók þó fram að Palestínumenn ætli ekki að sætta sig við að viðræðurnar snúist um óljós markmið, heldur ætli hann að koma með skýrar hugmyndir á borðið. „Gasa hefur mátt þola þrjú stríð. Eigum við að búast við enn einu stríðinu eftir eitt ár eða tvö? Hve lengi verður þetta mál án lausnar?“ spurði hann. Árásir Ísraela héldu áfram allt fram á síðustu stundu áður en vopnahléið tók gildi síðdegis í gær, klukkan sjö að staðartíma en fjögur að íslenskum tíma. Palestínumenn á Gasa héldu sömuleiðis áfram að skjóta sprengjuflaugum yfir landamærin til Ísraels fram á síðustu stundu. Átökin hafa nú staðið yfir í sjö vikur og kostað meira en 2.140 Palestínumenn lífið. Meira en 11 þúsund hafa hlotið misalvarleg meiðsli. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru þrír af hverjum fjórum Palestínumönnum sem létu lífið almennir borgarar. Ísraelar hafa misst 69 menn, þar af fimm almenna borgara. Ísraelar hafa gert um það bil fimm þúsund loftárásir á Gasa, en Palestínumenn hafa skotið um það bil fjögur þúsund sprengjuflaugum frá Gasa yfir landamærin til Ísraels. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Mahmúd Abbas Palestínuforseti ætlar að byrja á því að kynna félögum sínum í stjórn Palestínu hugmyndir sínar um lausn á deilunum við Ísrael, og hyggst í framhaldi af því halda áfram viðræðum við alþjóðasamfélagið. Þetta fullyrti hann í stuttu sjónvarpsávarpi í gær þar sem hann skýrði frá því að Ísrael og Palestínumenn hafi fallist á ótímabundið vopnahlé á Gasa. Vopnahléið eigi að nota til viðræðna, en Ísraelar muni létta að hluta einangrun af Gasasvæðinu, meðal annars auðvelda innflutning á hjálpargögnum og byggingarvörum. Þá verði fiskveiðisvæði Gasabúa stækkað úr þremur sjómílum í sex út frá strönd Gasa. Hamas-samtökin, sem fara með stjórn á Gasasvæðinu, fengu þó ekki framgengt kröfum sínum um að starfhæf höfn og flugvöllur verði á ný opnaður á Gasa. Ísraelum varð heldur ekki að þeirri ósk sinni, að Hamas-samtökin afvopnist og tryggt verði að þau vopnist ekki á ný. Þessar kröfur verða á meðal þeirra, sem til stendur að ræða um. Abbas tók þó fram að Palestínumenn ætli ekki að sætta sig við að viðræðurnar snúist um óljós markmið, heldur ætli hann að koma með skýrar hugmyndir á borðið. „Gasa hefur mátt þola þrjú stríð. Eigum við að búast við enn einu stríðinu eftir eitt ár eða tvö? Hve lengi verður þetta mál án lausnar?“ spurði hann. Árásir Ísraela héldu áfram allt fram á síðustu stundu áður en vopnahléið tók gildi síðdegis í gær, klukkan sjö að staðartíma en fjögur að íslenskum tíma. Palestínumenn á Gasa héldu sömuleiðis áfram að skjóta sprengjuflaugum yfir landamærin til Ísraels fram á síðustu stundu. Átökin hafa nú staðið yfir í sjö vikur og kostað meira en 2.140 Palestínumenn lífið. Meira en 11 þúsund hafa hlotið misalvarleg meiðsli. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru þrír af hverjum fjórum Palestínumönnum sem létu lífið almennir borgarar. Ísraelar hafa misst 69 menn, þar af fimm almenna borgara. Ísraelar hafa gert um það bil fimm þúsund loftárásir á Gasa, en Palestínumenn hafa skotið um það bil fjögur þúsund sprengjuflaugum frá Gasa yfir landamærin til Ísraels.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira