Vopnahlé verði notað til viðræðna Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. ágúst 2014 06:00 Mahmúd AbbasPalestínuforseti skýrði frá samkomulagi um vopnahlé í stuttu sjónvarpsávarpi síðdegis í gær. Vísir/AP Mahmúd Abbas Palestínuforseti ætlar að byrja á því að kynna félögum sínum í stjórn Palestínu hugmyndir sínar um lausn á deilunum við Ísrael, og hyggst í framhaldi af því halda áfram viðræðum við alþjóðasamfélagið. Þetta fullyrti hann í stuttu sjónvarpsávarpi í gær þar sem hann skýrði frá því að Ísrael og Palestínumenn hafi fallist á ótímabundið vopnahlé á Gasa. Vopnahléið eigi að nota til viðræðna, en Ísraelar muni létta að hluta einangrun af Gasasvæðinu, meðal annars auðvelda innflutning á hjálpargögnum og byggingarvörum. Þá verði fiskveiðisvæði Gasabúa stækkað úr þremur sjómílum í sex út frá strönd Gasa. Hamas-samtökin, sem fara með stjórn á Gasasvæðinu, fengu þó ekki framgengt kröfum sínum um að starfhæf höfn og flugvöllur verði á ný opnaður á Gasa. Ísraelum varð heldur ekki að þeirri ósk sinni, að Hamas-samtökin afvopnist og tryggt verði að þau vopnist ekki á ný. Þessar kröfur verða á meðal þeirra, sem til stendur að ræða um. Abbas tók þó fram að Palestínumenn ætli ekki að sætta sig við að viðræðurnar snúist um óljós markmið, heldur ætli hann að koma með skýrar hugmyndir á borðið. „Gasa hefur mátt þola þrjú stríð. Eigum við að búast við enn einu stríðinu eftir eitt ár eða tvö? Hve lengi verður þetta mál án lausnar?“ spurði hann. Árásir Ísraela héldu áfram allt fram á síðustu stundu áður en vopnahléið tók gildi síðdegis í gær, klukkan sjö að staðartíma en fjögur að íslenskum tíma. Palestínumenn á Gasa héldu sömuleiðis áfram að skjóta sprengjuflaugum yfir landamærin til Ísraels fram á síðustu stundu. Átökin hafa nú staðið yfir í sjö vikur og kostað meira en 2.140 Palestínumenn lífið. Meira en 11 þúsund hafa hlotið misalvarleg meiðsli. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru þrír af hverjum fjórum Palestínumönnum sem létu lífið almennir borgarar. Ísraelar hafa misst 69 menn, þar af fimm almenna borgara. Ísraelar hafa gert um það bil fimm þúsund loftárásir á Gasa, en Palestínumenn hafa skotið um það bil fjögur þúsund sprengjuflaugum frá Gasa yfir landamærin til Ísraels. Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Mahmúd Abbas Palestínuforseti ætlar að byrja á því að kynna félögum sínum í stjórn Palestínu hugmyndir sínar um lausn á deilunum við Ísrael, og hyggst í framhaldi af því halda áfram viðræðum við alþjóðasamfélagið. Þetta fullyrti hann í stuttu sjónvarpsávarpi í gær þar sem hann skýrði frá því að Ísrael og Palestínumenn hafi fallist á ótímabundið vopnahlé á Gasa. Vopnahléið eigi að nota til viðræðna, en Ísraelar muni létta að hluta einangrun af Gasasvæðinu, meðal annars auðvelda innflutning á hjálpargögnum og byggingarvörum. Þá verði fiskveiðisvæði Gasabúa stækkað úr þremur sjómílum í sex út frá strönd Gasa. Hamas-samtökin, sem fara með stjórn á Gasasvæðinu, fengu þó ekki framgengt kröfum sínum um að starfhæf höfn og flugvöllur verði á ný opnaður á Gasa. Ísraelum varð heldur ekki að þeirri ósk sinni, að Hamas-samtökin afvopnist og tryggt verði að þau vopnist ekki á ný. Þessar kröfur verða á meðal þeirra, sem til stendur að ræða um. Abbas tók þó fram að Palestínumenn ætli ekki að sætta sig við að viðræðurnar snúist um óljós markmið, heldur ætli hann að koma með skýrar hugmyndir á borðið. „Gasa hefur mátt þola þrjú stríð. Eigum við að búast við enn einu stríðinu eftir eitt ár eða tvö? Hve lengi verður þetta mál án lausnar?“ spurði hann. Árásir Ísraela héldu áfram allt fram á síðustu stundu áður en vopnahléið tók gildi síðdegis í gær, klukkan sjö að staðartíma en fjögur að íslenskum tíma. Palestínumenn á Gasa héldu sömuleiðis áfram að skjóta sprengjuflaugum yfir landamærin til Ísraels fram á síðustu stundu. Átökin hafa nú staðið yfir í sjö vikur og kostað meira en 2.140 Palestínumenn lífið. Meira en 11 þúsund hafa hlotið misalvarleg meiðsli. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru þrír af hverjum fjórum Palestínumönnum sem létu lífið almennir borgarar. Ísraelar hafa misst 69 menn, þar af fimm almenna borgara. Ísraelar hafa gert um það bil fimm þúsund loftárásir á Gasa, en Palestínumenn hafa skotið um það bil fjögur þúsund sprengjuflaugum frá Gasa yfir landamærin til Ísraels.
Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira