Vopnahlé verði notað til viðræðna Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. ágúst 2014 06:00 Mahmúd AbbasPalestínuforseti skýrði frá samkomulagi um vopnahlé í stuttu sjónvarpsávarpi síðdegis í gær. Vísir/AP Mahmúd Abbas Palestínuforseti ætlar að byrja á því að kynna félögum sínum í stjórn Palestínu hugmyndir sínar um lausn á deilunum við Ísrael, og hyggst í framhaldi af því halda áfram viðræðum við alþjóðasamfélagið. Þetta fullyrti hann í stuttu sjónvarpsávarpi í gær þar sem hann skýrði frá því að Ísrael og Palestínumenn hafi fallist á ótímabundið vopnahlé á Gasa. Vopnahléið eigi að nota til viðræðna, en Ísraelar muni létta að hluta einangrun af Gasasvæðinu, meðal annars auðvelda innflutning á hjálpargögnum og byggingarvörum. Þá verði fiskveiðisvæði Gasabúa stækkað úr þremur sjómílum í sex út frá strönd Gasa. Hamas-samtökin, sem fara með stjórn á Gasasvæðinu, fengu þó ekki framgengt kröfum sínum um að starfhæf höfn og flugvöllur verði á ný opnaður á Gasa. Ísraelum varð heldur ekki að þeirri ósk sinni, að Hamas-samtökin afvopnist og tryggt verði að þau vopnist ekki á ný. Þessar kröfur verða á meðal þeirra, sem til stendur að ræða um. Abbas tók þó fram að Palestínumenn ætli ekki að sætta sig við að viðræðurnar snúist um óljós markmið, heldur ætli hann að koma með skýrar hugmyndir á borðið. „Gasa hefur mátt þola þrjú stríð. Eigum við að búast við enn einu stríðinu eftir eitt ár eða tvö? Hve lengi verður þetta mál án lausnar?“ spurði hann. Árásir Ísraela héldu áfram allt fram á síðustu stundu áður en vopnahléið tók gildi síðdegis í gær, klukkan sjö að staðartíma en fjögur að íslenskum tíma. Palestínumenn á Gasa héldu sömuleiðis áfram að skjóta sprengjuflaugum yfir landamærin til Ísraels fram á síðustu stundu. Átökin hafa nú staðið yfir í sjö vikur og kostað meira en 2.140 Palestínumenn lífið. Meira en 11 þúsund hafa hlotið misalvarleg meiðsli. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru þrír af hverjum fjórum Palestínumönnum sem létu lífið almennir borgarar. Ísraelar hafa misst 69 menn, þar af fimm almenna borgara. Ísraelar hafa gert um það bil fimm þúsund loftárásir á Gasa, en Palestínumenn hafa skotið um það bil fjögur þúsund sprengjuflaugum frá Gasa yfir landamærin til Ísraels. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Mahmúd Abbas Palestínuforseti ætlar að byrja á því að kynna félögum sínum í stjórn Palestínu hugmyndir sínar um lausn á deilunum við Ísrael, og hyggst í framhaldi af því halda áfram viðræðum við alþjóðasamfélagið. Þetta fullyrti hann í stuttu sjónvarpsávarpi í gær þar sem hann skýrði frá því að Ísrael og Palestínumenn hafi fallist á ótímabundið vopnahlé á Gasa. Vopnahléið eigi að nota til viðræðna, en Ísraelar muni létta að hluta einangrun af Gasasvæðinu, meðal annars auðvelda innflutning á hjálpargögnum og byggingarvörum. Þá verði fiskveiðisvæði Gasabúa stækkað úr þremur sjómílum í sex út frá strönd Gasa. Hamas-samtökin, sem fara með stjórn á Gasasvæðinu, fengu þó ekki framgengt kröfum sínum um að starfhæf höfn og flugvöllur verði á ný opnaður á Gasa. Ísraelum varð heldur ekki að þeirri ósk sinni, að Hamas-samtökin afvopnist og tryggt verði að þau vopnist ekki á ný. Þessar kröfur verða á meðal þeirra, sem til stendur að ræða um. Abbas tók þó fram að Palestínumenn ætli ekki að sætta sig við að viðræðurnar snúist um óljós markmið, heldur ætli hann að koma með skýrar hugmyndir á borðið. „Gasa hefur mátt þola þrjú stríð. Eigum við að búast við enn einu stríðinu eftir eitt ár eða tvö? Hve lengi verður þetta mál án lausnar?“ spurði hann. Árásir Ísraela héldu áfram allt fram á síðustu stundu áður en vopnahléið tók gildi síðdegis í gær, klukkan sjö að staðartíma en fjögur að íslenskum tíma. Palestínumenn á Gasa héldu sömuleiðis áfram að skjóta sprengjuflaugum yfir landamærin til Ísraels fram á síðustu stundu. Átökin hafa nú staðið yfir í sjö vikur og kostað meira en 2.140 Palestínumenn lífið. Meira en 11 þúsund hafa hlotið misalvarleg meiðsli. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru þrír af hverjum fjórum Palestínumönnum sem létu lífið almennir borgarar. Ísraelar hafa misst 69 menn, þar af fimm almenna borgara. Ísraelar hafa gert um það bil fimm þúsund loftárásir á Gasa, en Palestínumenn hafa skotið um það bil fjögur þúsund sprengjuflaugum frá Gasa yfir landamærin til Ísraels.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira