Innlent

Vetrardagskrá íþróttafélaganna að hefjast

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Harðar í horn að taka á fimleikaæfingu hjá Ármanni í gær.
Harðar í horn að taka á fimleikaæfingu hjá Ármanni í gær. Vísir/Vilhelm
Þessar níu og tíu ára stúlkur blésu ekki úr nös á fyrstu fimleikaæfingu haustsins hjá Glímufélaginu Ármanni í gær. Þær voru í miðri styrktaræfingu þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði en létu hann þó ekki trufla sig og héngu áfram, einbeittar á svip. Þjálfarar stelpnanna eru þau Jón Róbert Nelson og Laufey Ársælsdóttir.

Skráning á æfingar hjá flestum fimleikafélögum á landinu stendur nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×