Innlent

Gengur betur að ráða í grunnskóla og á frístundaheimili

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Vonir standa til að búið verði að manna lausar stöður á frístundaheimilum í næsta mánuði.
Vonir standa til að búið verði að manna lausar stöður á frístundaheimilum í næsta mánuði. Vísir/Rósa
Betur hefur gengið að manna lausar stöður í grunnskólum og á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar en undanfarin ár. Fyrir tæpri viku voru um hundrað slík störf laus og þeim fækkar með hverjum deginum.

Valgerður Janusdóttir, mannauðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, segir líklegt að kjarasamningar síðastliðið vor hafi þau áhrif að betur gangi að manna stöðurnar.

Valgerður segir að það aukast að ungmenni ákveði að gera hlé á námi eftir stúdentspróf og vinni í eitt til tvö ár áður en þau hefji háskólanám. Margt af þessu fólki vill starfa með börnum og unglingum.

„Undanfarin ár hefur það dregist fram í september að manna frístundaheimilin. Ástæðan er sú að margir háskólanemar starfa á frístundaheimilunum og þeir ráða sig ekki til starfa fyrr en þeir hafa fengið stundatöflur sínar í hendur,“ segir Valgerður og það sama sé uppi á teningnum nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×