Margfaldur verðmunur á innkaupalistum skóla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 00:01 Kostnaður vegna námsgagna, ritfanga og fylgihluta getur hlaupið á tugþúsundum. Í könnun fréttastofu var kostnaður vegna skólataska, pennaveskja og annars skólabúnaðs ekki tekinn með í dæmið. vísir/valli Í þessari viku hefjast flestir grunnskólar landsins og lítur út fyrir að skólabyrjun kosti barnafjölskyldur skildinginn. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins á innkaupalistum grunnskóla landsins kostar að meðaltali tæpar átta þúsund krónur að kaupa inn fyrir barn í 1. bekk og tæpar 16 þúsund krónur fyrir barn í 8. bekk. Þá er ekki tekinn með kostnaður við skólatösku, pennaveski, íþróttaföt og annað sem fylgir skólagöngunni. En það er misjafnlega dýrt fyrir foreldra að kaupa inn skólavörur eftir því hvaða skóla barnið fer í. Samkvæmt sölusíðunni Heimkaup, þar sem innkaupalistar allra skóla sem gera slíkan lista eru aðgengilegir, er gífurlegur munur á listunum. Námsgögn fyrir barn í 1. bekk kosta allt frá rúmum þrjú þúsund krónum upp í tæpar fjórtán þúsund krónur. Sumir skólar bjóða upp á magnkaup fyrir foreldra yngstu bekkjanna og þá bætist sá kostnaður við þessa tölu. Í 8. bekk er ríflega fjórfaldur munur á ódýrasta listanum og þeim dýrasta. Ódýrast er fyrir börn í Grunnskólanum á Þingeyri að kaupa inn fyrir skólann, eða einungis 6.945 krónur. Skólastjórinn þar í bæ, Stefanía Ásmundsdóttir, segir sveitarfélagið veita börnunum styrk til að kaupa námsgögn og því þurfi þau lítið að borga sjálf. Samkvæmt Heimkaupum er dýrast að kaupa inn fyrir nám í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, eða tæpar þrjátíu þúsund krónur. Hrund Hlöðversdóttir, skólastjóri þar, segir innkaupalistann á Heimkaupum gefa upp of mikið magn af hverri vöru, í einhverjum tilfellum hreinlega rangar vörur eða óþarflega dýrar útgáfur af vörunum. Ef eingöngu grunnskólar í Reykjavík eru bornir saman kemur í ljós að ríflega helmings munur er á verði innkaupalistanna. Ódýrast er að hefja nám í 8. bekk í Austurbæjarskóla, eða rúmar tíu þúsund krónur, en um 22 þúsund í Ingunnarskóla.Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs ReykjavíkurborgarRagnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir afar erfitt fyrir sveitarfélagið að staðla námsgögn fyrir sveitarfélagið. „Skólarnir vinna að sama markmiði en nota mismunandi leiðir til þess. Sumir skólar nota námsgögnin sem keypt eru að hausti allan veturinn, aðrir aðeins hálfan vetur. Við höfum ekki farið út í að staðla þetta kerfi en biðjum skólastjóra að reyna að stilla þessu í hóf og hvetja foreldra til að nýta gömul gögn frá fyrri vetrum.“ Ragnar bætir við að gagnrýna megi að listarnir séu kallaðir innkaupalistar enda þurfi ekki endilega að kaupa allt á þeim. „Þetta er listi yfir námsgögn sem þurfa að vera til staðar. Með því að nota orðið innkaupalisti er hætta á að fólk kaupi hluti sem það þarf ekki. Þegar það kemur að viðskiptum við fyrirtæki sem selja vörurnar, sem við höfum enga stjórn á, kemur ekki á óvart að allt á listunum sé sett í pakkann. En foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir þessu og fara í gegnum gamla dótið áður en það kaupir allt nýtt.“Verð á innkaupalistum 8. bekkjar á landsvísuskv. innkaupalistum skólanna á sölusíðunni Heimkaup og verðum sem þar eru gefin uppGrunnskólinn á Þingeyri6.945Grunnskóli Fjallabyggðar - Ólafsfirði9.587Naustaskóli9.766Grunnskólinn á Ísafirði10.198Austurbæjarskóli 10.410Brúarásskóli10.565Norðlingaskóli 10.753Grunnskóli Djúpavogs10.885Egilsstaðaskóli11.433Grunnskóli Hornafjarðar11.553Hólabrekkuskóli 11.756Seyðisfjarðarskóli12.048Grunnskóli Húnaþings vestra 12.182Grunnskóli Reyðarfjarðar12.351Suðurhlíðarskóli 12.582Setbergsskóli12.600Nesskóli12.611Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar12.830Hagaskóli12.890Háteigsskóli12.971Vatnsendaskóli13.043Hallormsstaðaskóli13.138Flúðaskóli13.357álftanesskóli13.385Hvaleyrarskóli13.517Kelduskóli Hamravík 1013.560Vogaskóli 13.576Húnavallaskóli13.746Flóaskóli 13.746Álfhólsskóli13.754Landakotsskóli13.805Sjálandsskóli 13.824Reykhólaskóli13.878Hvolsskóli13.884Borgarhólsskóli13.966Klébergsskóli 13.995Salaskóli14.088Fellaskóli14.144Grunnskólinn í Stykkishólmi 14.509Hörðuvallaskóli14.604Húsaskóli14.644Áslandsskóli14.704Grunnskólinn á Hólmavík14.765Smáraskóli14.781Sæmundarskóli14.811Grunnskóli Vestmannaeyja14.841Hamarskóli, Vestmannaeyjar14.841Laugalækjarskóli14.885Tjarnarskóli 14.901Heiðarskóli, Reykjanesbæ14.910Grunnskólinn á Eskifirði14.936Lækjarskóli14.996Auðarskóli 15.074Grunnskóli Snæfellsbæjar 15.083Hraunvallaskóli15.170Varmárskóli15.180Foldaskóli 15.182Vallaskóli15.343Varmahlíðarskóli15.553Engidalsskóli15.602Víðistaðaskóli-Engidal15.602Víðistaðaskóli-Víðistaðatún15.602Árbæjarskóli15.706Rimaskóli15.791Barnaskólinn á Eyrabakka og Stokkseyri15.935háaleitisskóli álftamýri16.031háaleitisskóli stóragerði 16.031réttarholtsskóli 16.138Grunnskóli Fjallabyggðar - Siglufirði16.203Njarðvíkurskóli v/Brekkustíg 16.233Grunnskólinn í Borgarnesi16.274Brekkubæjarskóli16.281Grunnskóli Önundarfjarðar16.330Sunnulækjarskóli 16.569Vættaskóli Borgir16.616Vættaskóli Engi16.616Reykjahlíðarskóli16.655Giljaskóli16.771Lágafellsskóli16.788Kársnesskóli17.072Brekkuskóli17.092Lindaskóli17.508Lundarskóli17.561Síðuskóli17.776Oddeyrarskóli 17.867Grunnskóli Vesturbyggðar - Bíldudalsskóli17.941Myllubakkaskóli18.053Glerárskóli18.102Kópavogsskóli18.169Grunnskóli Grindavíkur 18.257Grunnskólinn Þorlákshöfn 18.312Öldutúnsskóli18.365Garðaskóli18.465Grunnskóli Grundarfjarðar18.465Breiðholtsskóli 18.488Stóru-Vogaskóli18.516Hlíðarskóli Akureyri18.561Snælandsskóli18.608Akurskóli18.624Langholtsskóli18.800Grundaskóli 19.120Þelamerkurskóli19.252Grunnskóli Seltjarnarness19.741Dalskóli19.774Valsársskóli19.775Ölduselskóli19.913Grunnskólinn í Sandgerði 20.397Dalvíkurskóli20.629Seljaskóli21.107Ingunnarskóli 22.000Holtaskóli22.456Hrafnagilsskóli29.095Verðsamanburður á grunnskólum í ReykjavíkAusturbæjarskóli 10410Norðlingaskóli 10.753Hólabrekkuskóli 11.756suðurhlíðarskóli 12582Hagaskóli12890Háteigsskóli12971Kelduskóli Hamravík 1013560Vogaskóli 13576Landakotsskóli13805Fellaskóli14.144Húsaskóli14644Sæmundarskóli14.811Laugalækjarskóli14885Tjarnarskóli 14901Foldaskóli 15182Árbæjarskóli15.706Rimaskóli15791háaleitisskóli álftamýri16031háaleitisskóli stóragerði 16031réttarholtsskóli 16138Vættaskóli Borgir16616Vættaskóli Engi16616Breiðholtsskóli 18.488Langholtsskóli18800Dalskóli19.774ölduselskóli19.913Seljaskóli21.107Ingunnarskóli 22.000 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Í þessari viku hefjast flestir grunnskólar landsins og lítur út fyrir að skólabyrjun kosti barnafjölskyldur skildinginn. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins á innkaupalistum grunnskóla landsins kostar að meðaltali tæpar átta þúsund krónur að kaupa inn fyrir barn í 1. bekk og tæpar 16 þúsund krónur fyrir barn í 8. bekk. Þá er ekki tekinn með kostnaður við skólatösku, pennaveski, íþróttaföt og annað sem fylgir skólagöngunni. En það er misjafnlega dýrt fyrir foreldra að kaupa inn skólavörur eftir því hvaða skóla barnið fer í. Samkvæmt sölusíðunni Heimkaup, þar sem innkaupalistar allra skóla sem gera slíkan lista eru aðgengilegir, er gífurlegur munur á listunum. Námsgögn fyrir barn í 1. bekk kosta allt frá rúmum þrjú þúsund krónum upp í tæpar fjórtán þúsund krónur. Sumir skólar bjóða upp á magnkaup fyrir foreldra yngstu bekkjanna og þá bætist sá kostnaður við þessa tölu. Í 8. bekk er ríflega fjórfaldur munur á ódýrasta listanum og þeim dýrasta. Ódýrast er fyrir börn í Grunnskólanum á Þingeyri að kaupa inn fyrir skólann, eða einungis 6.945 krónur. Skólastjórinn þar í bæ, Stefanía Ásmundsdóttir, segir sveitarfélagið veita börnunum styrk til að kaupa námsgögn og því þurfi þau lítið að borga sjálf. Samkvæmt Heimkaupum er dýrast að kaupa inn fyrir nám í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, eða tæpar þrjátíu þúsund krónur. Hrund Hlöðversdóttir, skólastjóri þar, segir innkaupalistann á Heimkaupum gefa upp of mikið magn af hverri vöru, í einhverjum tilfellum hreinlega rangar vörur eða óþarflega dýrar útgáfur af vörunum. Ef eingöngu grunnskólar í Reykjavík eru bornir saman kemur í ljós að ríflega helmings munur er á verði innkaupalistanna. Ódýrast er að hefja nám í 8. bekk í Austurbæjarskóla, eða rúmar tíu þúsund krónur, en um 22 þúsund í Ingunnarskóla.Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs ReykjavíkurborgarRagnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir afar erfitt fyrir sveitarfélagið að staðla námsgögn fyrir sveitarfélagið. „Skólarnir vinna að sama markmiði en nota mismunandi leiðir til þess. Sumir skólar nota námsgögnin sem keypt eru að hausti allan veturinn, aðrir aðeins hálfan vetur. Við höfum ekki farið út í að staðla þetta kerfi en biðjum skólastjóra að reyna að stilla þessu í hóf og hvetja foreldra til að nýta gömul gögn frá fyrri vetrum.“ Ragnar bætir við að gagnrýna megi að listarnir séu kallaðir innkaupalistar enda þurfi ekki endilega að kaupa allt á þeim. „Þetta er listi yfir námsgögn sem þurfa að vera til staðar. Með því að nota orðið innkaupalisti er hætta á að fólk kaupi hluti sem það þarf ekki. Þegar það kemur að viðskiptum við fyrirtæki sem selja vörurnar, sem við höfum enga stjórn á, kemur ekki á óvart að allt á listunum sé sett í pakkann. En foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir þessu og fara í gegnum gamla dótið áður en það kaupir allt nýtt.“Verð á innkaupalistum 8. bekkjar á landsvísuskv. innkaupalistum skólanna á sölusíðunni Heimkaup og verðum sem þar eru gefin uppGrunnskólinn á Þingeyri6.945Grunnskóli Fjallabyggðar - Ólafsfirði9.587Naustaskóli9.766Grunnskólinn á Ísafirði10.198Austurbæjarskóli 10.410Brúarásskóli10.565Norðlingaskóli 10.753Grunnskóli Djúpavogs10.885Egilsstaðaskóli11.433Grunnskóli Hornafjarðar11.553Hólabrekkuskóli 11.756Seyðisfjarðarskóli12.048Grunnskóli Húnaþings vestra 12.182Grunnskóli Reyðarfjarðar12.351Suðurhlíðarskóli 12.582Setbergsskóli12.600Nesskóli12.611Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar12.830Hagaskóli12.890Háteigsskóli12.971Vatnsendaskóli13.043Hallormsstaðaskóli13.138Flúðaskóli13.357álftanesskóli13.385Hvaleyrarskóli13.517Kelduskóli Hamravík 1013.560Vogaskóli 13.576Húnavallaskóli13.746Flóaskóli 13.746Álfhólsskóli13.754Landakotsskóli13.805Sjálandsskóli 13.824Reykhólaskóli13.878Hvolsskóli13.884Borgarhólsskóli13.966Klébergsskóli 13.995Salaskóli14.088Fellaskóli14.144Grunnskólinn í Stykkishólmi 14.509Hörðuvallaskóli14.604Húsaskóli14.644Áslandsskóli14.704Grunnskólinn á Hólmavík14.765Smáraskóli14.781Sæmundarskóli14.811Grunnskóli Vestmannaeyja14.841Hamarskóli, Vestmannaeyjar14.841Laugalækjarskóli14.885Tjarnarskóli 14.901Heiðarskóli, Reykjanesbæ14.910Grunnskólinn á Eskifirði14.936Lækjarskóli14.996Auðarskóli 15.074Grunnskóli Snæfellsbæjar 15.083Hraunvallaskóli15.170Varmárskóli15.180Foldaskóli 15.182Vallaskóli15.343Varmahlíðarskóli15.553Engidalsskóli15.602Víðistaðaskóli-Engidal15.602Víðistaðaskóli-Víðistaðatún15.602Árbæjarskóli15.706Rimaskóli15.791Barnaskólinn á Eyrabakka og Stokkseyri15.935háaleitisskóli álftamýri16.031háaleitisskóli stóragerði 16.031réttarholtsskóli 16.138Grunnskóli Fjallabyggðar - Siglufirði16.203Njarðvíkurskóli v/Brekkustíg 16.233Grunnskólinn í Borgarnesi16.274Brekkubæjarskóli16.281Grunnskóli Önundarfjarðar16.330Sunnulækjarskóli 16.569Vættaskóli Borgir16.616Vættaskóli Engi16.616Reykjahlíðarskóli16.655Giljaskóli16.771Lágafellsskóli16.788Kársnesskóli17.072Brekkuskóli17.092Lindaskóli17.508Lundarskóli17.561Síðuskóli17.776Oddeyrarskóli 17.867Grunnskóli Vesturbyggðar - Bíldudalsskóli17.941Myllubakkaskóli18.053Glerárskóli18.102Kópavogsskóli18.169Grunnskóli Grindavíkur 18.257Grunnskólinn Þorlákshöfn 18.312Öldutúnsskóli18.365Garðaskóli18.465Grunnskóli Grundarfjarðar18.465Breiðholtsskóli 18.488Stóru-Vogaskóli18.516Hlíðarskóli Akureyri18.561Snælandsskóli18.608Akurskóli18.624Langholtsskóli18.800Grundaskóli 19.120Þelamerkurskóli19.252Grunnskóli Seltjarnarness19.741Dalskóli19.774Valsársskóli19.775Ölduselskóli19.913Grunnskólinn í Sandgerði 20.397Dalvíkurskóli20.629Seljaskóli21.107Ingunnarskóli 22.000Holtaskóli22.456Hrafnagilsskóli29.095Verðsamanburður á grunnskólum í ReykjavíkAusturbæjarskóli 10410Norðlingaskóli 10.753Hólabrekkuskóli 11.756suðurhlíðarskóli 12582Hagaskóli12890Háteigsskóli12971Kelduskóli Hamravík 1013560Vogaskóli 13576Landakotsskóli13805Fellaskóli14.144Húsaskóli14644Sæmundarskóli14.811Laugalækjarskóli14885Tjarnarskóli 14901Foldaskóli 15182Árbæjarskóli15.706Rimaskóli15791háaleitisskóli álftamýri16031háaleitisskóli stóragerði 16031réttarholtsskóli 16138Vættaskóli Borgir16616Vættaskóli Engi16616Breiðholtsskóli 18.488Langholtsskóli18800Dalskóli19.774ölduselskóli19.913Seljaskóli21.107Ingunnarskóli 22.000
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira