Sjúkratryggingar fara milljarða fram úr áætlun Sveinn Arnarsson skrifar 31. júlí 2014 07:00 Gert er ráð fyrir að útgjaldaaukning sjúkratrygginga sé mest vegna lækniskostnaðar og vegna leyfisskyldra lyfja, eða S-merktra lyfja. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar ríkisins fari allt að þremur milljörðum fram úr þeim fjárheimildum á árinu sem stofnuninni eru settar með fjárlögum. Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru Sjúkratryggingar komnar um 870 milljónum króna fram úr áætlun. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um ársáætlanir ríkisstofnana fyrir árið 2014 kemur fram að gert er ráð fyrir að útgjaldaaukning sjúkratrygginga sé mest vegna lækniskostnaðar og vegna leyfisskyldra lyfja (svokallaðra S-merktra lyfja). Þau lyf eru notuð á sjúkrahúsum landsins en greidd af Sjúkratryggingum Íslands. „Það er vissulega rétt að það stefnir ekki í góða afkomu Sjúkratrygginga í ár og þetta er alls ekki auðvelt að ná utan um,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. „Það þarf hins vegar að gera skýran mun á rekstri sjúkratrygginga og þeirra réttindaflokka sem við sinnum og heyra undir okkur. Rekstur Sjúkratrygginga sem slíkur er í afar góðum farvegi en það stefnir í að réttindaflokkarnir fari umtalsvert fram úr forsendum fjárlaga,“ segir Steingrímur Ari. „Stærsti liðurinn sem skýrir þennan umframkostnað er lækniskostnaður sem er um milljarður. Sá samningur var gerður við sérgreinalækna í lok síðasta árs.“ Að mati Ríkisendurskoðunar hefur ekki verið gripið til nægilega markvissra aðgerða til að stemma stigu við kostnaði Sjúkratrygginga þannig að tryggt sé að hann verið í samræmi við heimildir fjárlaga í lok árs. Samt sem áður hefur verið kynnt nýtt greiðsluþátttökukerfi sem minnkar þátttöku ríkisins umtalsvert í lyfjakaupum landsmanna. Fjárlaganefnd mun fara yfir máliðVigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist ekki hvika frá því markmiði að skila hallalausum fjárlögum og að stofnun eins og sjúkratryggingar verði að koma á fund fjárlaganefndar og útskýra stöðu mála. „Við sjáum á nokkrum stöðum rauð blikkandi ljós í nokkrum málaflokkum. Eftir verslunarmannahelgi fer nefndin að funda um þær stofnanir sem hafa farið fram úr í sex mánaða uppgjöri sínu. Þá munum við taka til óspilltra málanna,“ segir Vigdís. „Í þessu tilfelli sjúkratrygginga hefur einhver vanáætlun átt sér stað og áður en ég fer að tjá mig um málið þá vil ég að stofnunin fái að koma á fund nefndarinnar og fái tækifæri til að útskýra þessa vanáætlun sína." Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Líklegt þykir að Sjúkratryggingar ríkisins fari allt að þremur milljörðum fram úr þeim fjárheimildum á árinu sem stofnuninni eru settar með fjárlögum. Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru Sjúkratryggingar komnar um 870 milljónum króna fram úr áætlun. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um ársáætlanir ríkisstofnana fyrir árið 2014 kemur fram að gert er ráð fyrir að útgjaldaaukning sjúkratrygginga sé mest vegna lækniskostnaðar og vegna leyfisskyldra lyfja (svokallaðra S-merktra lyfja). Þau lyf eru notuð á sjúkrahúsum landsins en greidd af Sjúkratryggingum Íslands. „Það er vissulega rétt að það stefnir ekki í góða afkomu Sjúkratrygginga í ár og þetta er alls ekki auðvelt að ná utan um,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. „Það þarf hins vegar að gera skýran mun á rekstri sjúkratrygginga og þeirra réttindaflokka sem við sinnum og heyra undir okkur. Rekstur Sjúkratrygginga sem slíkur er í afar góðum farvegi en það stefnir í að réttindaflokkarnir fari umtalsvert fram úr forsendum fjárlaga,“ segir Steingrímur Ari. „Stærsti liðurinn sem skýrir þennan umframkostnað er lækniskostnaður sem er um milljarður. Sá samningur var gerður við sérgreinalækna í lok síðasta árs.“ Að mati Ríkisendurskoðunar hefur ekki verið gripið til nægilega markvissra aðgerða til að stemma stigu við kostnaði Sjúkratrygginga þannig að tryggt sé að hann verið í samræmi við heimildir fjárlaga í lok árs. Samt sem áður hefur verið kynnt nýtt greiðsluþátttökukerfi sem minnkar þátttöku ríkisins umtalsvert í lyfjakaupum landsmanna. Fjárlaganefnd mun fara yfir máliðVigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist ekki hvika frá því markmiði að skila hallalausum fjárlögum og að stofnun eins og sjúkratryggingar verði að koma á fund fjárlaganefndar og útskýra stöðu mála. „Við sjáum á nokkrum stöðum rauð blikkandi ljós í nokkrum málaflokkum. Eftir verslunarmannahelgi fer nefndin að funda um þær stofnanir sem hafa farið fram úr í sex mánaða uppgjöri sínu. Þá munum við taka til óspilltra málanna,“ segir Vigdís. „Í þessu tilfelli sjúkratrygginga hefur einhver vanáætlun átt sér stað og áður en ég fer að tjá mig um málið þá vil ég að stofnunin fái að koma á fund nefndarinnar og fái tækifæri til að útskýra þessa vanáætlun sína."
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda