Stillir Dalvíkingum upp við frosinn vegg Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 31. júlí 2014 12:00 Það er bitist um að fá að rjúfa fannbreiðurnar á fjalllendi Tröllaskagans. mynd/alex fenlon Þyrluskíðafyrirtækið Viking Heliskiing krafði sveitarfélag Dalvíkurbyggðar um að ógilda samning sem það hefur gert við Bergmenn sem einnig er skíðaþyrlufyrirtæki. Dalvíkurbyggð gerði samning við Bergmenn árið 2012 sem tryggir þeim afnot af fjallasvæði sem er í eigu sveitarfélagsins. Í erindi sem Viking Heliskiing sendi sveitarfélaginu segist það hafa hug á því að nýta allt landsvæði Tröllaskagans og að samningurinn sem gerður var við Bergmenn feli meðal annars í sér brot gegn atvinnufrelsi, stjórnsýslulögum og sveitarstjórnarlögum. Enn fremur segir að ef sveitarfélagið ógildi samninginn ekki og hefji viðræður við félagið innan mánaðar, sem nú er reyndar liðinn, sé það nauðbeygt til að láta reyna á lögmæti samnings með kvörtun eða kæru til viðeigandi úrskurðaraðila eða leita atbeina dómstóla. „Þetta er aðeins stormur í vatnsglasi,“ segir Bjarni Theódór Bjarnason sveitarstjóri og bætir við að sveitarfélagið hafi svarað bréfinu til að skýra mál sitt. Hann segir að það svæði sem sveitarfélagið hafi samið um nýtingu á til handa Bergmönnum sé einungis 18 prósent af landsvæði sveitarfélagsins. Þar af sé afréttur sem ríkið hefur gert þjóðlendukröfu til. Eins og gefur að skilja er það aðeins brotabrot af Tröllaskaganum. Síðan hafi Bergmenn samið við aðra landeigendur um frekara svæði. Hann segir enn fremur að innanríkisráðuneytið hafi farið yfir samningana í fyrra og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri þörf á að aðhafast neitt vegna þeirra. Eins hafi lögfræðingar gert úttekt á þeim. Samningurinn gildir ár hvert í þrjá mánuði, frá 15. mars til 15. júní. Hann segir að einkaréttur eins og sá sem Bergmenn hafi samið um sé talinn mikilvægur vegna öryggisþátta, til dæmis svo að umferð þyrlna úr ýmsum áttum sé ekki að ögra öryggi. Eins sé ekki hægt að tryggja söluvöruna sjálfa nema með slíku leyfi. „Það sem menn eru að sækjast eftir er að skíða niður brekkur í snjó sem er eins og þegar náttúruöflin skildu við hann,“ segir hann. Eins segir hann það talið hefta uppbyggingu í þessari grein ef einn leggur í fjárfestingar sem síðan séu nýttar af þeim sem eftir koma. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Þyrluskíðafyrirtækið Viking Heliskiing krafði sveitarfélag Dalvíkurbyggðar um að ógilda samning sem það hefur gert við Bergmenn sem einnig er skíðaþyrlufyrirtæki. Dalvíkurbyggð gerði samning við Bergmenn árið 2012 sem tryggir þeim afnot af fjallasvæði sem er í eigu sveitarfélagsins. Í erindi sem Viking Heliskiing sendi sveitarfélaginu segist það hafa hug á því að nýta allt landsvæði Tröllaskagans og að samningurinn sem gerður var við Bergmenn feli meðal annars í sér brot gegn atvinnufrelsi, stjórnsýslulögum og sveitarstjórnarlögum. Enn fremur segir að ef sveitarfélagið ógildi samninginn ekki og hefji viðræður við félagið innan mánaðar, sem nú er reyndar liðinn, sé það nauðbeygt til að láta reyna á lögmæti samnings með kvörtun eða kæru til viðeigandi úrskurðaraðila eða leita atbeina dómstóla. „Þetta er aðeins stormur í vatnsglasi,“ segir Bjarni Theódór Bjarnason sveitarstjóri og bætir við að sveitarfélagið hafi svarað bréfinu til að skýra mál sitt. Hann segir að það svæði sem sveitarfélagið hafi samið um nýtingu á til handa Bergmönnum sé einungis 18 prósent af landsvæði sveitarfélagsins. Þar af sé afréttur sem ríkið hefur gert þjóðlendukröfu til. Eins og gefur að skilja er það aðeins brotabrot af Tröllaskaganum. Síðan hafi Bergmenn samið við aðra landeigendur um frekara svæði. Hann segir enn fremur að innanríkisráðuneytið hafi farið yfir samningana í fyrra og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri þörf á að aðhafast neitt vegna þeirra. Eins hafi lögfræðingar gert úttekt á þeim. Samningurinn gildir ár hvert í þrjá mánuði, frá 15. mars til 15. júní. Hann segir að einkaréttur eins og sá sem Bergmenn hafi samið um sé talinn mikilvægur vegna öryggisþátta, til dæmis svo að umferð þyrlna úr ýmsum áttum sé ekki að ögra öryggi. Eins sé ekki hægt að tryggja söluvöruna sjálfa nema með slíku leyfi. „Það sem menn eru að sækjast eftir er að skíða niður brekkur í snjó sem er eins og þegar náttúruöflin skildu við hann,“ segir hann. Eins segir hann það talið hefta uppbyggingu í þessari grein ef einn leggur í fjárfestingar sem síðan séu nýttar af þeim sem eftir koma.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira