Djúp niðursveifla í netaveiði í Þjórsá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. júlí 2014 07:00 Bjart var yfir laxveiðinni hjá Einar H. Haraldssyni á Urriðafossi þegar Fréttablaðið heimsótti hann um miðjan júlí í fyrra. Fréttablaðið/GVA „Þetta er með allra lélegasta móti,“ segir Einar H. Haraldsson, bóndi á Urriðafossi, um netaveiðina á laxi í Þjórsá það sem af er sumri. Að sögn Einars er fjöldi veiddra laxa nú aðeins um þriðjungur þess sem hann var á sama tíma í fyrra. „Á móti kemur reyndar að þetta er talsvert af vænum fiski,“ segir hann. Í fyrra var meðalvigt Þjórsárlaxanna á Urriðafossi tæplega fimm pund. Nú segir Einar að meðalþyngdin sé nær sjö eða jafnvel átta pundum. „Ég er að fá þó nokkuð af boltafiski upp í fimmtán, sextán pund,“ segir hann. Lax sem kominn er yfir tíu pund hefur yfirleitt verið tvö ár í sjó. Fiskur sem verið hefur eitt ár í sjó, smálaxinn, skilar sér oft síðar. Margfalt minna hefur verið af honum nú en í fyrra. „En það er lax að koma á hverjum degi,“ segir Einar sem útlokar ekki að eitthvað rætist úr sumarveiðinni áður en upp er staðið. Einar reyndi fyrir sér í fyrra með útflutning á ferskum Þjórsárlaxi með flugi til Englands. Hann segir það ekki hafa gengið nógu vel. „Það er ekki nægjanlega hátt verð ytra miðað við fyrirhöfnina og kostnaðinn. Og einmitt þegar það er svo mikil eftirspurn hér innanlands eins og er í dag er fráleitt að það borgi sig,“ segir Einar sem aðspurður kveðst engar skýringar hafa á þessari niðursveiflu. „Það eru bara sveiflur upp og niður eins og í öðru. Það hefur enginn skýringar á misjöfnu árferði í laxinum. Ef ég hefði þær væri ég ríkur því þá væri ég búinn að selja þær skýringar út um allan heim.“ En það eru ekki bara dræmar laxagöngur sem eru að stríða bændum við Þjórsá. Einar segir heyskapartíðina á Suðvesturlandi hafa verið gríðarlega erfiða, menn hafi náð litlum heyjum enn sem komið er og tún séu við það að verða úr sér sprottin. „Það er eiginlega það sem maður er sárastur yfir. Það eru bara sífelldar rigningar.“ Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Þetta er með allra lélegasta móti,“ segir Einar H. Haraldsson, bóndi á Urriðafossi, um netaveiðina á laxi í Þjórsá það sem af er sumri. Að sögn Einars er fjöldi veiddra laxa nú aðeins um þriðjungur þess sem hann var á sama tíma í fyrra. „Á móti kemur reyndar að þetta er talsvert af vænum fiski,“ segir hann. Í fyrra var meðalvigt Þjórsárlaxanna á Urriðafossi tæplega fimm pund. Nú segir Einar að meðalþyngdin sé nær sjö eða jafnvel átta pundum. „Ég er að fá þó nokkuð af boltafiski upp í fimmtán, sextán pund,“ segir hann. Lax sem kominn er yfir tíu pund hefur yfirleitt verið tvö ár í sjó. Fiskur sem verið hefur eitt ár í sjó, smálaxinn, skilar sér oft síðar. Margfalt minna hefur verið af honum nú en í fyrra. „En það er lax að koma á hverjum degi,“ segir Einar sem útlokar ekki að eitthvað rætist úr sumarveiðinni áður en upp er staðið. Einar reyndi fyrir sér í fyrra með útflutning á ferskum Þjórsárlaxi með flugi til Englands. Hann segir það ekki hafa gengið nógu vel. „Það er ekki nægjanlega hátt verð ytra miðað við fyrirhöfnina og kostnaðinn. Og einmitt þegar það er svo mikil eftirspurn hér innanlands eins og er í dag er fráleitt að það borgi sig,“ segir Einar sem aðspurður kveðst engar skýringar hafa á þessari niðursveiflu. „Það eru bara sveiflur upp og niður eins og í öðru. Það hefur enginn skýringar á misjöfnu árferði í laxinum. Ef ég hefði þær væri ég ríkur því þá væri ég búinn að selja þær skýringar út um allan heim.“ En það eru ekki bara dræmar laxagöngur sem eru að stríða bændum við Þjórsá. Einar segir heyskapartíðina á Suðvesturlandi hafa verið gríðarlega erfiða, menn hafi náð litlum heyjum enn sem komið er og tún séu við það að verða úr sér sprottin. „Það er eiginlega það sem maður er sárastur yfir. Það eru bara sífelldar rigningar.“
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira