Harpa metin 12 milljörðum lægri en fasteignamat Þjóðskrár Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. júlí 2014 08:00 Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er talið alveg einstakt og því er ekki hægt að bera það saman við aðrar byggingar. Fréttablaðið/GVA „Matsgerðin er með þeim hætti að hún styður algjörlega málatilbúnað okkar,“ segir Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Matsgerð fyrir markaðsvirði Hörpu var lagt fyrir héraðsdóm Reykjavíkur í máli Hörpu gegn Reykjavíkurborg og Þjóðskrá í vikunni. Þar er húsið metið á tíu milljarða íslenskra króna. Níu mánuðir eru síðan matsmenn voru dómkvaddir og tæplega eitt og hálft ár síðan fyrst var beðið um matsgerðina. Málið snýst eins og kunnugt er um fasteignamat Hörpu en fasteignanefnd Þjóðskrár mat Hörpu á rúmlega 22 milljarða. Eigendur hússins höfðu hins vegar gert ráð fyrir því að það yrði metið á tæpa sjö milljarða.Halldór GuðmundssonEinstakt hús sem flókið er að meta „Það munar 230 milljónum á fasteignagjöldum, hvernig þau eru í reynd og því sem við teljum rétt vera,“ sagði Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, rekstrarfélags Hörpu, við Fréttablaðið í ágúst 2012 þegar málið var fyrst til umræðu. Málið er sérstakt þar sem Harpa er einstakt hús sem á sér enga hliðstæðu. Í matsgerðinni nefna matsmenn þó „nokkrar fasteignir sem eru nýttar með sambærilegum hætti að hluta til og staðsetning sambærileg“. Byggingar á borð við Þjóðleikhúsið, Gamla bíó og Útvarpshúsið voru nefndar í þeim efnum. Litið var til þessara eigna við ákvörðun á verðmæti Hörpu þrátt fyrir að ekki sé hægt að yfirfæra verðmæti þeirra á húsið með beinum hætti. Halldór segir niðurstöðu matsgerðarinnar renna stoðum undir þær fullyrðingar að fasteignamatið hafi verið alltof hátt og ekki í tengslum við markaðsvirði hússins. „Það er engin leið að reka húsið hér með því að borga eina milljón á dag í fasteignaskatt. Með besta vilja er ekki hægt að ná rekstri hússins heim og saman við þær aðstæður.“ Hann telur niðurstöðu matsmanna skynsamlega.Margrét HauksdóttirForsvarsmenn Þjóðskrár geta ekki tjáð sig að svo stöddu Bæði Einar K. Hallvarðsson, lögmaður Þjóðskrár í málinu, og Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, eiga eftir að móta afstöðu sína gagnvart matsgerðinni og gátu því ekki tjáð sig um efni hennar. „Harpa er um 28 þúsund fermetrar að stærð. Byggingarlóðin er alls 6 hektarar (60 þúsund fermetrar). Heildarbyggingarmagn er 100 þúsund fermetrar ofanjarðar og 90 þúsund fermetrar neðanjarðar. Harpa er 43 metrar á hæð frá götu.“ Þannig er Hörpu lýst í matsgerðinni. „Aðkoman að húsinu er sérlega glæsileg meðal annars með brúm yfir tjarnirnar og annað í þeim stíl.“ Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Matsgerðin er með þeim hætti að hún styður algjörlega málatilbúnað okkar,“ segir Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Matsgerð fyrir markaðsvirði Hörpu var lagt fyrir héraðsdóm Reykjavíkur í máli Hörpu gegn Reykjavíkurborg og Þjóðskrá í vikunni. Þar er húsið metið á tíu milljarða íslenskra króna. Níu mánuðir eru síðan matsmenn voru dómkvaddir og tæplega eitt og hálft ár síðan fyrst var beðið um matsgerðina. Málið snýst eins og kunnugt er um fasteignamat Hörpu en fasteignanefnd Þjóðskrár mat Hörpu á rúmlega 22 milljarða. Eigendur hússins höfðu hins vegar gert ráð fyrir því að það yrði metið á tæpa sjö milljarða.Halldór GuðmundssonEinstakt hús sem flókið er að meta „Það munar 230 milljónum á fasteignagjöldum, hvernig þau eru í reynd og því sem við teljum rétt vera,“ sagði Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, rekstrarfélags Hörpu, við Fréttablaðið í ágúst 2012 þegar málið var fyrst til umræðu. Málið er sérstakt þar sem Harpa er einstakt hús sem á sér enga hliðstæðu. Í matsgerðinni nefna matsmenn þó „nokkrar fasteignir sem eru nýttar með sambærilegum hætti að hluta til og staðsetning sambærileg“. Byggingar á borð við Þjóðleikhúsið, Gamla bíó og Útvarpshúsið voru nefndar í þeim efnum. Litið var til þessara eigna við ákvörðun á verðmæti Hörpu þrátt fyrir að ekki sé hægt að yfirfæra verðmæti þeirra á húsið með beinum hætti. Halldór segir niðurstöðu matsgerðarinnar renna stoðum undir þær fullyrðingar að fasteignamatið hafi verið alltof hátt og ekki í tengslum við markaðsvirði hússins. „Það er engin leið að reka húsið hér með því að borga eina milljón á dag í fasteignaskatt. Með besta vilja er ekki hægt að ná rekstri hússins heim og saman við þær aðstæður.“ Hann telur niðurstöðu matsmanna skynsamlega.Margrét HauksdóttirForsvarsmenn Þjóðskrár geta ekki tjáð sig að svo stöddu Bæði Einar K. Hallvarðsson, lögmaður Þjóðskrár í málinu, og Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, eiga eftir að móta afstöðu sína gagnvart matsgerðinni og gátu því ekki tjáð sig um efni hennar. „Harpa er um 28 þúsund fermetrar að stærð. Byggingarlóðin er alls 6 hektarar (60 þúsund fermetrar). Heildarbyggingarmagn er 100 þúsund fermetrar ofanjarðar og 90 þúsund fermetrar neðanjarðar. Harpa er 43 metrar á hæð frá götu.“ Þannig er Hörpu lýst í matsgerðinni. „Aðkoman að húsinu er sérlega glæsileg meðal annars með brúm yfir tjarnirnar og annað í þeim stíl.“
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent