Innlent

Uppgötvuðu kannabisræktun í Akralandi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Íbúðin mun hafa verið í útleigu og var eigendum hennar gert viðvart í gær.
Íbúðin mun hafa verið í útleigu og var eigendum hennar gert viðvart í gær. Vísir/Daníel
Mikið magn af kannabisplöntum var haldlagt í Akralandi í Fossvoginum í Reykjavík í gær.

Lögreglu var tilkynnt um ræktunina eftir að tekið var eftir að ekki var búið í íbúðinni og hún aðeins nýtt í kannabisræktun.

Fréttablaðið ræddi við nokkra íbúa í húsinu en enginn þeirra hafði orðið var við ræktunina. Íbúðin mun hafa verið í útleigu og var eigendum hennar gert viðvart í gær. 

Þeir vildu ekki tjá sig við blaðið að öðru leyti en að þeir tengdust málinu ekki neitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×