Innlent

23% aukning ferðamanna hér á landi í júní

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Aldrei hafa fleiri ferðamenn heimsótt landið í júnímánuði.
Aldrei hafa fleiri ferðamenn heimsótt landið í júnímánuði. Fréttablaðið/Stefán
Tæpum fjórðungi fleiri erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní í ár en í fyrra. Þeir voru samtals um 110.600. Aldrei hafa verið fleiri ferðamenn hér á landi í júní.

Þetta kemur fram í talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Flestir voru Bandaríkjamenn eða 19,2 prósent af heildarfjölda ferðamanna í júní. Næstfjölmennastir voru Þjóðverjar sem voru 15,6 prósent af heild. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×