Innlent

Enn hægt að senda inn umsagnir

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Markmið breytinganna er að tryggja öfluga þjónustu fyrir íbúa. Hanna Birna, innanríkisráðherra, lagði frumvarpið fyrir þingið í vor.
Markmið breytinganna er að tryggja öfluga þjónustu fyrir íbúa. Hanna Birna, innanríkisráðherra, lagði frumvarpið fyrir þingið í vor. Fréttablaðið/Stefán
Margar umsagnir og ábendingar vegna nýrra embætta sýslumanna og lögreglustjóra hafa borist innanríkisráðuneytinu og hefur því verið ákveðið að framlengja frestinn til 14. júlí.

Á vorþingi var samþykkt, eins og kunnugt er, að fækka embættum sýslumanna úr 24 í níu og lögregluumdæmum úr 15 í níu.

Umræðuskjöl um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra embætta voru birt 4. júní en þau fela ekki í sér endanlega ákvörðun ráðherra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×