Innlent

Sérsveit á nýjum bát

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sveitin fór á bátinn í gær þegar hann barst þeim.
Sveitin fór á bátinn í gær þegar hann barst þeim. Mynd/Lögregla
Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur fengið nýjan bát til notkunar sem mun leysa af hólmi tólf ára gamlan bát sveitarinnar.

Segir í tilkynningu frá lögreglu að báturinn muni nýtast vel í lögregluverkefni á landsvísu og koma sér vel fyrir kafara sérsveitarinnar við æfingar og verkefni.

Báturinn er af gerðinni Humber og er frá Bretlandi.

Hann er vel tækjum búinn, harðbotna slöngubátur og því mun betri en sá eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×