Árásargjarn Evrópuhumar í Sandgerði Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Þessum evrópska humar í Sandgerði á aldeilis eftir að vaxa fiskur um hrygg en uppvaxtarskeið humars er langt. Meiningin er að ala hann upp í 300 gramma þyngd hér á landi en hann getur náð allt að sex kílóa þyngd. Mynd/Halldór p. Halldórsson Hafin er rannsókn á því hvort unnt sé að rækta evrópskan humar hér á landi. Í apríl síðastliðnum voru nokkur hundruð slíkir humrar fluttir hingað til lands sem svamla nú í upphituðum sjó í rannsóknarstöðinni í Sandgerði. Heimkynni humarsins eru hins vegar við strendur Bretlands, Frakklands og Spánar í Atlantshafi, í Miðjarðarhafi og einnig er hann finnanlegur í Svartahafi. Við kjöraðstæður getur hann orðið sextíu sentímetrar og orðið sex kílóa þungur en hugmyndin er að ala hann í 300 gramma þyngd hér á landi. Það gæti tekið tvö ár en annars á þessi humar um sjö til níu ára uppvaxtarskeið.Ragnheiður I. ÞórarinsdóttirAfar árásargjarn humar Það er Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra fyrirtækisins Svinna, sem hefur umsjón með rannsókninni en hún er gerð í samvinnu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands og Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði, auk tveggja erlendra fyrirtækja. Rannsóknin er einnig hluti af mastersverkefni Soffíu Magnúsdóttur líffræðinema við HÍ. „Þetta er allt á byrjunarstigi og það er mjög mörgum spurningum ósvarað enn,“ segir Ragnheiður. Hluti af vandanum sem vinna þarf á er að evrópski humarinn er afar árásargjarn svo ekki er unnt að hafa tvo saman í búri. „En við höfum verið í samstarfi við Norwegian Lobster Farm og þar hafa menn fundið svör við þessu,“ segir hún.Humarinn er árásargjarn og tekur félagsskapnum illa. Hver og einn er því út af fyrir sig.Mynd/halldór P. HalldórssonEftirspurn á Íslandi Svinna er einnig í samvinnu við The National Lobster Hatchery á Englandi en þar eru ræktaðar humarlirfur sem síðan er sleppt. Þar er einnig hægt að ættleiða evrópskan humar en sú leið er ekki fýsileg í tilfelli Íslendinganna þar sem endalok hans verða á veisludiski. Hún segir að eftirspurnin sé til staðar hér á landi enda er um hið dýrasta sjávarfang að ræða. Eflaust hafa margir Íslendingar séð þennan humar með samanbundnar klær í búrum á tignarlegum veitingastöðum víða um Evrópu. Svinna er ekki við eina fjölina felld því þar er einnig unnið í rannsóknum sem snúa að því að stunda grænmetisræktun samhliða eldi á tilapíu eða beitarfiski, eins og hann er kallaður á íslensku. Þá er til dæmis affallsvatn úr eldinu notað til vökvunar. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Hafin er rannsókn á því hvort unnt sé að rækta evrópskan humar hér á landi. Í apríl síðastliðnum voru nokkur hundruð slíkir humrar fluttir hingað til lands sem svamla nú í upphituðum sjó í rannsóknarstöðinni í Sandgerði. Heimkynni humarsins eru hins vegar við strendur Bretlands, Frakklands og Spánar í Atlantshafi, í Miðjarðarhafi og einnig er hann finnanlegur í Svartahafi. Við kjöraðstæður getur hann orðið sextíu sentímetrar og orðið sex kílóa þungur en hugmyndin er að ala hann í 300 gramma þyngd hér á landi. Það gæti tekið tvö ár en annars á þessi humar um sjö til níu ára uppvaxtarskeið.Ragnheiður I. ÞórarinsdóttirAfar árásargjarn humar Það er Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra fyrirtækisins Svinna, sem hefur umsjón með rannsókninni en hún er gerð í samvinnu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands og Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði, auk tveggja erlendra fyrirtækja. Rannsóknin er einnig hluti af mastersverkefni Soffíu Magnúsdóttur líffræðinema við HÍ. „Þetta er allt á byrjunarstigi og það er mjög mörgum spurningum ósvarað enn,“ segir Ragnheiður. Hluti af vandanum sem vinna þarf á er að evrópski humarinn er afar árásargjarn svo ekki er unnt að hafa tvo saman í búri. „En við höfum verið í samstarfi við Norwegian Lobster Farm og þar hafa menn fundið svör við þessu,“ segir hún.Humarinn er árásargjarn og tekur félagsskapnum illa. Hver og einn er því út af fyrir sig.Mynd/halldór P. HalldórssonEftirspurn á Íslandi Svinna er einnig í samvinnu við The National Lobster Hatchery á Englandi en þar eru ræktaðar humarlirfur sem síðan er sleppt. Þar er einnig hægt að ættleiða evrópskan humar en sú leið er ekki fýsileg í tilfelli Íslendinganna þar sem endalok hans verða á veisludiski. Hún segir að eftirspurnin sé til staðar hér á landi enda er um hið dýrasta sjávarfang að ræða. Eflaust hafa margir Íslendingar séð þennan humar með samanbundnar klær í búrum á tignarlegum veitingastöðum víða um Evrópu. Svinna er ekki við eina fjölina felld því þar er einnig unnið í rannsóknum sem snúa að því að stunda grænmetisræktun samhliða eldi á tilapíu eða beitarfiski, eins og hann er kallaður á íslensku. Þá er til dæmis affallsvatn úr eldinu notað til vökvunar.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira