Árásargjarn Evrópuhumar í Sandgerði Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Þessum evrópska humar í Sandgerði á aldeilis eftir að vaxa fiskur um hrygg en uppvaxtarskeið humars er langt. Meiningin er að ala hann upp í 300 gramma þyngd hér á landi en hann getur náð allt að sex kílóa þyngd. Mynd/Halldór p. Halldórsson Hafin er rannsókn á því hvort unnt sé að rækta evrópskan humar hér á landi. Í apríl síðastliðnum voru nokkur hundruð slíkir humrar fluttir hingað til lands sem svamla nú í upphituðum sjó í rannsóknarstöðinni í Sandgerði. Heimkynni humarsins eru hins vegar við strendur Bretlands, Frakklands og Spánar í Atlantshafi, í Miðjarðarhafi og einnig er hann finnanlegur í Svartahafi. Við kjöraðstæður getur hann orðið sextíu sentímetrar og orðið sex kílóa þungur en hugmyndin er að ala hann í 300 gramma þyngd hér á landi. Það gæti tekið tvö ár en annars á þessi humar um sjö til níu ára uppvaxtarskeið.Ragnheiður I. ÞórarinsdóttirAfar árásargjarn humar Það er Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra fyrirtækisins Svinna, sem hefur umsjón með rannsókninni en hún er gerð í samvinnu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands og Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði, auk tveggja erlendra fyrirtækja. Rannsóknin er einnig hluti af mastersverkefni Soffíu Magnúsdóttur líffræðinema við HÍ. „Þetta er allt á byrjunarstigi og það er mjög mörgum spurningum ósvarað enn,“ segir Ragnheiður. Hluti af vandanum sem vinna þarf á er að evrópski humarinn er afar árásargjarn svo ekki er unnt að hafa tvo saman í búri. „En við höfum verið í samstarfi við Norwegian Lobster Farm og þar hafa menn fundið svör við þessu,“ segir hún.Humarinn er árásargjarn og tekur félagsskapnum illa. Hver og einn er því út af fyrir sig.Mynd/halldór P. HalldórssonEftirspurn á Íslandi Svinna er einnig í samvinnu við The National Lobster Hatchery á Englandi en þar eru ræktaðar humarlirfur sem síðan er sleppt. Þar er einnig hægt að ættleiða evrópskan humar en sú leið er ekki fýsileg í tilfelli Íslendinganna þar sem endalok hans verða á veisludiski. Hún segir að eftirspurnin sé til staðar hér á landi enda er um hið dýrasta sjávarfang að ræða. Eflaust hafa margir Íslendingar séð þennan humar með samanbundnar klær í búrum á tignarlegum veitingastöðum víða um Evrópu. Svinna er ekki við eina fjölina felld því þar er einnig unnið í rannsóknum sem snúa að því að stunda grænmetisræktun samhliða eldi á tilapíu eða beitarfiski, eins og hann er kallaður á íslensku. Þá er til dæmis affallsvatn úr eldinu notað til vökvunar. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira
Hafin er rannsókn á því hvort unnt sé að rækta evrópskan humar hér á landi. Í apríl síðastliðnum voru nokkur hundruð slíkir humrar fluttir hingað til lands sem svamla nú í upphituðum sjó í rannsóknarstöðinni í Sandgerði. Heimkynni humarsins eru hins vegar við strendur Bretlands, Frakklands og Spánar í Atlantshafi, í Miðjarðarhafi og einnig er hann finnanlegur í Svartahafi. Við kjöraðstæður getur hann orðið sextíu sentímetrar og orðið sex kílóa þungur en hugmyndin er að ala hann í 300 gramma þyngd hér á landi. Það gæti tekið tvö ár en annars á þessi humar um sjö til níu ára uppvaxtarskeið.Ragnheiður I. ÞórarinsdóttirAfar árásargjarn humar Það er Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra fyrirtækisins Svinna, sem hefur umsjón með rannsókninni en hún er gerð í samvinnu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands og Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði, auk tveggja erlendra fyrirtækja. Rannsóknin er einnig hluti af mastersverkefni Soffíu Magnúsdóttur líffræðinema við HÍ. „Þetta er allt á byrjunarstigi og það er mjög mörgum spurningum ósvarað enn,“ segir Ragnheiður. Hluti af vandanum sem vinna þarf á er að evrópski humarinn er afar árásargjarn svo ekki er unnt að hafa tvo saman í búri. „En við höfum verið í samstarfi við Norwegian Lobster Farm og þar hafa menn fundið svör við þessu,“ segir hún.Humarinn er árásargjarn og tekur félagsskapnum illa. Hver og einn er því út af fyrir sig.Mynd/halldór P. HalldórssonEftirspurn á Íslandi Svinna er einnig í samvinnu við The National Lobster Hatchery á Englandi en þar eru ræktaðar humarlirfur sem síðan er sleppt. Þar er einnig hægt að ættleiða evrópskan humar en sú leið er ekki fýsileg í tilfelli Íslendinganna þar sem endalok hans verða á veisludiski. Hún segir að eftirspurnin sé til staðar hér á landi enda er um hið dýrasta sjávarfang að ræða. Eflaust hafa margir Íslendingar séð þennan humar með samanbundnar klær í búrum á tignarlegum veitingastöðum víða um Evrópu. Svinna er ekki við eina fjölina felld því þar er einnig unnið í rannsóknum sem snúa að því að stunda grænmetisræktun samhliða eldi á tilapíu eða beitarfiski, eins og hann er kallaður á íslensku. Þá er til dæmis affallsvatn úr eldinu notað til vökvunar.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira