Lífeyrissjóðir telja ekki rétt að stefna matsfyrirtækjunum Brjánn Jónasson skrifar 2. júlí 2014 09:00 Lífeyrissjóður verslunarmanna er einn stærsti lífeyrissjóður landsins. Forsvarsmenn hans hafa skoðað möguleikann á málaferlum á hendur matsfyrirtækjum. Fréttablaðið/Anton Hópur sérfræðinga sem Landssamtök lífeyrissjóða fengu til að skoða möguleika á málsókn á hendur erlendum matsfyrirtækjum fyrir að ofmeta stöðu fyrirtækja sem fjárfest var í fyrir hrun telur að slík málsókn sé ekki líkleg til árangurs. Sérfræðingar samtakanna fengu meðal annars álit tveggja íslenskra lögmanna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum vegna fréttar Fréttablaðsins í gær.Þórey S. ÞórðardóttirÞar var vitnað í grein Sigurðar Arnar Ágústssonar, framkvæmdastjóra og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur reynt að koma á samstarfi með lífeyrissjóðunum og bandarískri málflutningsstofu um að kanna grundvöll málshöfðunar. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að forsvarsmenn hvers lífeyrissjóðs verði að taka ákvörðun um hvort farið verði í mál eða ekki. Hún hafnaði ósk Fréttablaðsins um afrit af minnisblaðinu. Hún bendir á að þar séu reifuð rök með og á móti málshöfðun sem ekki sé gott að gera opinber til að veikja ekki málstað lífeyrissjóðanna komi á annað borð til málaferla.Ásta Rut JónasdóttirErfitt að sanna sök „Þetta var rætt á stjórnarfundi og stjórnin var sammála um að þetta svaraði ekki kostnaði,“ segir Ásta Rut Jónasdóttir, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. „Það væri mjög erfitt að færa sönnur á að matsfyrirtækin hafi metið þessi fyrirtæki rangt.“ Kostnaðurinn við að kanna grundvöll fyrir málaferlum stóð í stjórninni. Sigurður sagði kostnaðinn nema um 23 milljónum króna en Ásta segist hafa heyrt nokkru hærri upphæð. Það var þóknunin sem bandarísk málflutningsstofa vildi fá fyrir að kanna málið, en Sigurður hefur haft milligöngu fyrir stofuna. „Við litum þannig á að þeir væru að fiska,“ segir Ásta um boð málflutningsstofunnar um að kanna grundvöll fyrir málaferlum. Hún segir dómskerfið í Bandaríkjunum flókið og erfitt að meta hvernig mál komi til með að ganga. „Okkar mat var að þetta væri allt of langsótt og myndi kosta allt of mikið með mjög litlum líkindum á að málið myndi vinnast.“ Lífeyrissjóðurinn leitaði ekki til sérfræðinga í bandarískum lögum, né kynnti sér niðurstöður dómstóla í Bandaríkjunum í málum annarra fyrirtækja sem Sigurður sagði í grein sinni að hefðu ýmist unnið mál gegn matsfyrirtækjunum eða samið við þau um bætur áður en til réttarhalda kom.Haukur HafsteinssonLSR aðhefst ekki frekar Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) barst hvorki erindi frá bandarísku málflutningsstofunni né tengilið hennar hér á landi, og því hefur sjóðurinn ekki tekið formlega afstöðu til möguleika á málshöfðun, segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR. Hann segir að þrátt fyrir það hafi lögfræðingur sjóðsins tekið þátt í vinnu hóps á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða þar sem lagt hafi verið mat á þessa hugmynd. „Niðurstaða þessa hóps var að þetta væri ekki vænlegt til árangurs,“ segir Haukur. Hann segir að stjórn sjóðsins hafi fengið kynningu á þessari niðurstöðu landssamtakanna, en ekki verði aðhafst frekar í málinu miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Hópur sérfræðinga sem Landssamtök lífeyrissjóða fengu til að skoða möguleika á málsókn á hendur erlendum matsfyrirtækjum fyrir að ofmeta stöðu fyrirtækja sem fjárfest var í fyrir hrun telur að slík málsókn sé ekki líkleg til árangurs. Sérfræðingar samtakanna fengu meðal annars álit tveggja íslenskra lögmanna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum vegna fréttar Fréttablaðsins í gær.Þórey S. ÞórðardóttirÞar var vitnað í grein Sigurðar Arnar Ágústssonar, framkvæmdastjóra og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur reynt að koma á samstarfi með lífeyrissjóðunum og bandarískri málflutningsstofu um að kanna grundvöll málshöfðunar. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að forsvarsmenn hvers lífeyrissjóðs verði að taka ákvörðun um hvort farið verði í mál eða ekki. Hún hafnaði ósk Fréttablaðsins um afrit af minnisblaðinu. Hún bendir á að þar séu reifuð rök með og á móti málshöfðun sem ekki sé gott að gera opinber til að veikja ekki málstað lífeyrissjóðanna komi á annað borð til málaferla.Ásta Rut JónasdóttirErfitt að sanna sök „Þetta var rætt á stjórnarfundi og stjórnin var sammála um að þetta svaraði ekki kostnaði,“ segir Ásta Rut Jónasdóttir, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. „Það væri mjög erfitt að færa sönnur á að matsfyrirtækin hafi metið þessi fyrirtæki rangt.“ Kostnaðurinn við að kanna grundvöll fyrir málaferlum stóð í stjórninni. Sigurður sagði kostnaðinn nema um 23 milljónum króna en Ásta segist hafa heyrt nokkru hærri upphæð. Það var þóknunin sem bandarísk málflutningsstofa vildi fá fyrir að kanna málið, en Sigurður hefur haft milligöngu fyrir stofuna. „Við litum þannig á að þeir væru að fiska,“ segir Ásta um boð málflutningsstofunnar um að kanna grundvöll fyrir málaferlum. Hún segir dómskerfið í Bandaríkjunum flókið og erfitt að meta hvernig mál komi til með að ganga. „Okkar mat var að þetta væri allt of langsótt og myndi kosta allt of mikið með mjög litlum líkindum á að málið myndi vinnast.“ Lífeyrissjóðurinn leitaði ekki til sérfræðinga í bandarískum lögum, né kynnti sér niðurstöður dómstóla í Bandaríkjunum í málum annarra fyrirtækja sem Sigurður sagði í grein sinni að hefðu ýmist unnið mál gegn matsfyrirtækjunum eða samið við þau um bætur áður en til réttarhalda kom.Haukur HafsteinssonLSR aðhefst ekki frekar Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) barst hvorki erindi frá bandarísku málflutningsstofunni né tengilið hennar hér á landi, og því hefur sjóðurinn ekki tekið formlega afstöðu til möguleika á málshöfðun, segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR. Hann segir að þrátt fyrir það hafi lögfræðingur sjóðsins tekið þátt í vinnu hóps á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða þar sem lagt hafi verið mat á þessa hugmynd. „Niðurstaða þessa hóps var að þetta væri ekki vænlegt til árangurs,“ segir Haukur. Hann segir að stjórn sjóðsins hafi fengið kynningu á þessari niðurstöðu landssamtakanna, en ekki verði aðhafst frekar í málinu miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira