Innlent

Minnast mesta sjóslyss Íslandssögunnar

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Minnisskjöldurinn í Stigahlíð á Bolungarvík. Skjaldaroddurinn vísar á þann stað þar sem harm- leikurinn varð árið 1942. Lengi á eftir var börnum bannað að fara til fjöru en þar fundust lík unnvörpum.
Minnisskjöldurinn í Stigahlíð á Bolungarvík. Skjaldaroddurinn vísar á þann stað þar sem harm- leikurinn varð árið 1942. Lengi á eftir var börnum bannað að fara til fjöru en þar fundust lík unnvörpum.
Á laugardaginn verður mesta sjóslyss Íslandssögunnar minnst á Bolungarvík. Það gerðist þann 5. júlí árið 1942 en þá sigldi skipalestin QP-13 inn í belti tundurdufla sem Bretar höfðu sett niður norður af Aðalvík á Vestfjörðum.

Í skipalestinni voru fjögur bandarísk, eitt breskt og eitt rússneskt skip og fórust um 240 manns en 250 var bjargað við erfiðar aðstæður. Áhöfn á litlu frönsku herskipi bjargaði 180 manns og má það teljast eitt mesta björgunarafrek Íslandssögunnar.

Jónas Guðmundsson
Á laugardaginn verður minnismerki um þennan harmleik afhjúpað við formlega athöfn.

Forgöngumaður um minnismerkið og athöfnina, Jónas Guðmundsson, segir undarlegt hversu hulinn þessi harmleikur sé þjóðarsálinni. „Það er ekki minnst á þetta í Öldinni okkar,“ segir hann. „Og ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en ég ætlaði að fara að tala um Bismarck og svona slys í karlaklúbbi nokkrum og gróf þetta þá upp.“

Minnismerkið er í Stigahlíð í Bolungarvík en þaðan eru um fimmtíu kílómetrar á slysstað. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, mun halda tölu við þetta tækifæri, varðskipið Þór mun skjóta úr fallbyssu sinni og fleira stendur til við þessa athöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×