Íhuga málsókn gegn Vodafone vegna leka Svavar Hávarðsson skrifar 3. janúar 2014 09:12 Fréttablaðið/Daníel Hópur viðskiptavina fjarskiptafyrirtækisins Vodafone íhugar að leita réttar síns vegna leka á persónuupplýsingum þeirra á netið eftir árás tölvuhakkara á heimasíðu fyrirtækisins í nóvember. Hluti þeirra viðskiptavina hefur leitað fulltingis lögmannsstofunnar Réttar til að annast málin fyrir sína hönd. Þeir viðskiptavinir Vodafone sem um ræðir telja sig hafa orðið fyrir fjárhagslegum skaða og eða tilfinningalegum miska vegna þess að persónuleg gögn þeirra voru birt á netinu í kjölfar árásarinnar. Þessar upplýsingar staðfestir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá Rétti. Hún segir jafnframt að í athugun sé hvernig farið verði með einstök mál, og það muni liggja fyrir innan skamms. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að nokkrar beiðnir um viðræður hafi borist fyrirtækinu varðandi skaðabætur vegna lekans. Þau mál séu til skoðunar hjá lögmönnum fyrirtækisins. „Beiðnirnar eru þó ekki margar og flestir óska einfaldlega eftir skýringum og upplýsingum,“ segir Hrannar. Spurður um afstöðu fyrirtækisins til þess hóps viðskiptavina fyrirtækisins sem hefur leitað til Réttar, segir Hrannar skiljanlegt að einhverjir vilji kanna réttarlega stöðu sína. Þeim hafi verið bent á lögmannsstofu sem tekur við slíkum erindum fyrir hönd Vodafone. „Það á eftir að koma í ljós hvort skaðabótaskylda sé til staðar. Ekki er heldur hægt að taka afstöðu til mögulegra krafna fyrr en eðli þeirra liggur að fullu fyrir,“ segir Hrannar spurður um hugsanlega skaðabótaskyldu fyrirtækisins. Vodafone hefur kært innbrotið á heimasíðu fyrirtækisins til lögreglu og kannað grundvöll þess að stefna þeim sem birtu og dreifðu gögnunum sem var stolið. Hrannar telur ólíklegt að sá málarekstur leiði til málaferla. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Hópur viðskiptavina fjarskiptafyrirtækisins Vodafone íhugar að leita réttar síns vegna leka á persónuupplýsingum þeirra á netið eftir árás tölvuhakkara á heimasíðu fyrirtækisins í nóvember. Hluti þeirra viðskiptavina hefur leitað fulltingis lögmannsstofunnar Réttar til að annast málin fyrir sína hönd. Þeir viðskiptavinir Vodafone sem um ræðir telja sig hafa orðið fyrir fjárhagslegum skaða og eða tilfinningalegum miska vegna þess að persónuleg gögn þeirra voru birt á netinu í kjölfar árásarinnar. Þessar upplýsingar staðfestir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá Rétti. Hún segir jafnframt að í athugun sé hvernig farið verði með einstök mál, og það muni liggja fyrir innan skamms. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að nokkrar beiðnir um viðræður hafi borist fyrirtækinu varðandi skaðabætur vegna lekans. Þau mál séu til skoðunar hjá lögmönnum fyrirtækisins. „Beiðnirnar eru þó ekki margar og flestir óska einfaldlega eftir skýringum og upplýsingum,“ segir Hrannar. Spurður um afstöðu fyrirtækisins til þess hóps viðskiptavina fyrirtækisins sem hefur leitað til Réttar, segir Hrannar skiljanlegt að einhverjir vilji kanna réttarlega stöðu sína. Þeim hafi verið bent á lögmannsstofu sem tekur við slíkum erindum fyrir hönd Vodafone. „Það á eftir að koma í ljós hvort skaðabótaskylda sé til staðar. Ekki er heldur hægt að taka afstöðu til mögulegra krafna fyrr en eðli þeirra liggur að fullu fyrir,“ segir Hrannar spurður um hugsanlega skaðabótaskyldu fyrirtækisins. Vodafone hefur kært innbrotið á heimasíðu fyrirtækisins til lögreglu og kannað grundvöll þess að stefna þeim sem birtu og dreifðu gögnunum sem var stolið. Hrannar telur ólíklegt að sá málarekstur leiði til málaferla.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira