Íhuga málsókn gegn Vodafone vegna leka Svavar Hávarðsson skrifar 3. janúar 2014 09:12 Fréttablaðið/Daníel Hópur viðskiptavina fjarskiptafyrirtækisins Vodafone íhugar að leita réttar síns vegna leka á persónuupplýsingum þeirra á netið eftir árás tölvuhakkara á heimasíðu fyrirtækisins í nóvember. Hluti þeirra viðskiptavina hefur leitað fulltingis lögmannsstofunnar Réttar til að annast málin fyrir sína hönd. Þeir viðskiptavinir Vodafone sem um ræðir telja sig hafa orðið fyrir fjárhagslegum skaða og eða tilfinningalegum miska vegna þess að persónuleg gögn þeirra voru birt á netinu í kjölfar árásarinnar. Þessar upplýsingar staðfestir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá Rétti. Hún segir jafnframt að í athugun sé hvernig farið verði með einstök mál, og það muni liggja fyrir innan skamms. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að nokkrar beiðnir um viðræður hafi borist fyrirtækinu varðandi skaðabætur vegna lekans. Þau mál séu til skoðunar hjá lögmönnum fyrirtækisins. „Beiðnirnar eru þó ekki margar og flestir óska einfaldlega eftir skýringum og upplýsingum,“ segir Hrannar. Spurður um afstöðu fyrirtækisins til þess hóps viðskiptavina fyrirtækisins sem hefur leitað til Réttar, segir Hrannar skiljanlegt að einhverjir vilji kanna réttarlega stöðu sína. Þeim hafi verið bent á lögmannsstofu sem tekur við slíkum erindum fyrir hönd Vodafone. „Það á eftir að koma í ljós hvort skaðabótaskylda sé til staðar. Ekki er heldur hægt að taka afstöðu til mögulegra krafna fyrr en eðli þeirra liggur að fullu fyrir,“ segir Hrannar spurður um hugsanlega skaðabótaskyldu fyrirtækisins. Vodafone hefur kært innbrotið á heimasíðu fyrirtækisins til lögreglu og kannað grundvöll þess að stefna þeim sem birtu og dreifðu gögnunum sem var stolið. Hrannar telur ólíklegt að sá málarekstur leiði til málaferla. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Hópur viðskiptavina fjarskiptafyrirtækisins Vodafone íhugar að leita réttar síns vegna leka á persónuupplýsingum þeirra á netið eftir árás tölvuhakkara á heimasíðu fyrirtækisins í nóvember. Hluti þeirra viðskiptavina hefur leitað fulltingis lögmannsstofunnar Réttar til að annast málin fyrir sína hönd. Þeir viðskiptavinir Vodafone sem um ræðir telja sig hafa orðið fyrir fjárhagslegum skaða og eða tilfinningalegum miska vegna þess að persónuleg gögn þeirra voru birt á netinu í kjölfar árásarinnar. Þessar upplýsingar staðfestir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá Rétti. Hún segir jafnframt að í athugun sé hvernig farið verði með einstök mál, og það muni liggja fyrir innan skamms. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að nokkrar beiðnir um viðræður hafi borist fyrirtækinu varðandi skaðabætur vegna lekans. Þau mál séu til skoðunar hjá lögmönnum fyrirtækisins. „Beiðnirnar eru þó ekki margar og flestir óska einfaldlega eftir skýringum og upplýsingum,“ segir Hrannar. Spurður um afstöðu fyrirtækisins til þess hóps viðskiptavina fyrirtækisins sem hefur leitað til Réttar, segir Hrannar skiljanlegt að einhverjir vilji kanna réttarlega stöðu sína. Þeim hafi verið bent á lögmannsstofu sem tekur við slíkum erindum fyrir hönd Vodafone. „Það á eftir að koma í ljós hvort skaðabótaskylda sé til staðar. Ekki er heldur hægt að taka afstöðu til mögulegra krafna fyrr en eðli þeirra liggur að fullu fyrir,“ segir Hrannar spurður um hugsanlega skaðabótaskyldu fyrirtækisins. Vodafone hefur kært innbrotið á heimasíðu fyrirtækisins til lögreglu og kannað grundvöll þess að stefna þeim sem birtu og dreifðu gögnunum sem var stolið. Hrannar telur ólíklegt að sá málarekstur leiði til málaferla.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira