Styrkur að koma úr ólíkum áttum Freyr Bjarnason skrifar 12. júní 2014 07:00 Það var S. Björn Blöndal sem tilkynnti Dag B. Eggertsson sem næsta borgarstjóra í Reykjavík. Sóley Tómasdóttir og Halldór Auðar Svansson standa sitthvorum megin við þá. Fréttablaðið/Vilhelm Samstarfssáttmáli nýs meirihluta borgarstjórnar sem er myndaður af Samfylkingunni, Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum var kynntur í miklu blíðviðri í Elliðaárdal í gær. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Dagur B. Eggertsson, sem verður nýr borgarstjóri Reykjavíkur. „Ég held að það sé styrkur að þessi hópur kemur úr ólíkum áttum og þannig er borgin svolítið líka. Við ætlum að spila svolítið á breiddinni.“ Spurður út í staðsetningu fundarins í Elliðaárdal segir hann að dalurinn sé einn sá fallegasti í Reykjavík. „Ég held að við eigum öll okkar tengingar við Elliðaárdalinn. Ég er svolítið alinn hér upp og þetta er einn af mínum leynistöðum. Það er erfitt að velja stað í Reykjavík sem sameinar alla en Elliðaárdalurinn er einn af þeim.“ Í sáttmálanum segir að virðing fyrir öllu fólki, komandi kynslóðum og náttúrunni verði sett í öndvegi. Borgin mun beita sér fyrir því að 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir fari í uppbyggingu í Reykjavík á næstu þremur til fimm árum. Gagnsæi og aukið íbúalýðræði er eitt af meginverkefnum kjörtímabilsins. S. Björn Blöndal úr Bjartri framtíð verður formaður borgarráðs, Sóley Tómasdóttir úr Vinstri grænum forseti borgarstjórnar og Píratinn Halldór Auðar Svansson, formaður nýrrar stjórnkerfis- og lýðræðisnefndar. Björn segir að meirihlutaviðræðurnar hafi gengið mjög vel. „Það hafa alls kyns ágreiningsmál komið upp en okkur hefur gengið mjög vel að komast að sameinlegri niðurstöðu. Við vorum mjög hreinskilin allan tímann og byrjuðum á að taka á erfiðustu málunum.“ Sóley er sátt við nýja sáttmálann og líst vel á samstarfið. „Ég held að við eigum eftir að bæta hvert annað upp. Við höfum tiltölulega ólíkar áherslur en eins og segir í innganginum að málefnasáttmála okkar þá er markmið okkar að við verðum stærri en summan af pörtunum okkar.“ Píratar eru í fyrsta sinn í borgarstjórn og sömuleiðis í meirihlutasamstarfi. Halldór er ánægður með hversu mikið af málum Pírata eru inni í sáttmálanum. „Lykilatriðið í svona samstarfi er að fólk nái vel saman og líki hverju við annað. Það hefur ekki verið vandamál hingað til.“ Ný borgarstjórn tekur við á borgarstjórnarfundi sem verður haldinn næstkomandi mánudag. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Samstarfssáttmáli nýs meirihluta borgarstjórnar sem er myndaður af Samfylkingunni, Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum var kynntur í miklu blíðviðri í Elliðaárdal í gær. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Dagur B. Eggertsson, sem verður nýr borgarstjóri Reykjavíkur. „Ég held að það sé styrkur að þessi hópur kemur úr ólíkum áttum og þannig er borgin svolítið líka. Við ætlum að spila svolítið á breiddinni.“ Spurður út í staðsetningu fundarins í Elliðaárdal segir hann að dalurinn sé einn sá fallegasti í Reykjavík. „Ég held að við eigum öll okkar tengingar við Elliðaárdalinn. Ég er svolítið alinn hér upp og þetta er einn af mínum leynistöðum. Það er erfitt að velja stað í Reykjavík sem sameinar alla en Elliðaárdalurinn er einn af þeim.“ Í sáttmálanum segir að virðing fyrir öllu fólki, komandi kynslóðum og náttúrunni verði sett í öndvegi. Borgin mun beita sér fyrir því að 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir fari í uppbyggingu í Reykjavík á næstu þremur til fimm árum. Gagnsæi og aukið íbúalýðræði er eitt af meginverkefnum kjörtímabilsins. S. Björn Blöndal úr Bjartri framtíð verður formaður borgarráðs, Sóley Tómasdóttir úr Vinstri grænum forseti borgarstjórnar og Píratinn Halldór Auðar Svansson, formaður nýrrar stjórnkerfis- og lýðræðisnefndar. Björn segir að meirihlutaviðræðurnar hafi gengið mjög vel. „Það hafa alls kyns ágreiningsmál komið upp en okkur hefur gengið mjög vel að komast að sameinlegri niðurstöðu. Við vorum mjög hreinskilin allan tímann og byrjuðum á að taka á erfiðustu málunum.“ Sóley er sátt við nýja sáttmálann og líst vel á samstarfið. „Ég held að við eigum eftir að bæta hvert annað upp. Við höfum tiltölulega ólíkar áherslur en eins og segir í innganginum að málefnasáttmála okkar þá er markmið okkar að við verðum stærri en summan af pörtunum okkar.“ Píratar eru í fyrsta sinn í borgarstjórn og sömuleiðis í meirihlutasamstarfi. Halldór er ánægður með hversu mikið af málum Pírata eru inni í sáttmálanum. „Lykilatriðið í svona samstarfi er að fólk nái vel saman og líki hverju við annað. Það hefur ekki verið vandamál hingað til.“ Ný borgarstjórn tekur við á borgarstjórnarfundi sem verður haldinn næstkomandi mánudag.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira