Nemendur höfðu betur í baráttu við ráðuneytið Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 10. júní 2014 00:01 Samkvæmt áliti úrskurðarnefndar upplýsingamála á menntamálaráðuneytið að láta af hendi upplýsingar um útgefin leyfisbréf til kennara. Fréttablaðið/Valli Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála verður menntamálaráðuneytið að gefa upplýsingar um útgefin leyfisbréf til kennara frá og með 1. janúar 2012 til 21. febrúar 2014. Ráðuneytið hafði fyrr á árinu hafnað því að veita þessar upplýsingar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu telja um 100 kennarar sem luku þriggja ára kennaranámi á tímabilinu 2009 til 2012 að menntamálaráðuneytið hafi brotið gróflega á þeim við útgáfu starfsleyfa til kennara. Á sama tíma og þeim var synjað um starfsleyfi fékk hópur skólafélaga þeirra með sömu menntun og próf starfsleyfi útgefið af menntamálaráðuneytinu. Hópurinn krafðist þess að ráðuneytið veitti aðgang að upplýsingum um öll leyfisbréf kennara sem ráðuneytið hafði gefið út á grundvelli laga um menntun og ráðningu kennara frá 2008 en eins og áður sagði hafnaði ráðuneytið því. Í svari frá ráðuneytinu til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að umbeðnar upplýsingar sem óskað sé eftir liggi ekki fyrir á aðgengilegan hátt í gagnagrunnum – það verði að finna þær í skjalasafni ráðuneytisins. Í áliti úrskurðarnefndar um upplýsingamál segir að kærendur hafi lagt inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Í álitinu segir enn fremur að verði fallist á það með ráðuneytinu að heimilt sé að sé synja um aðgang að upplýsingum um útgefin leyfisbréf sé kærendum ekki gert mögulegt að staðreyna grun sinn um mismunun við útgáfu starfsleyfa. Menntamálaráðuneytið taldi að það útheimti of mikla vinnu að láta umbeðnar upplýsingar af hendi en nefndin telur að það hafi ekki verið heimilt að synja beiðni hópsins á þeim grundvelli. Þá leggur úrskurðarnefndin fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og taka efnislega afstöðu til þess hvort heimilt sé eða skylt á grundvelli annarra ákvæða upplýsingalaga að afhenda hópnum hin umbeðnu gögn. Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála verður menntamálaráðuneytið að gefa upplýsingar um útgefin leyfisbréf til kennara frá og með 1. janúar 2012 til 21. febrúar 2014. Ráðuneytið hafði fyrr á árinu hafnað því að veita þessar upplýsingar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu telja um 100 kennarar sem luku þriggja ára kennaranámi á tímabilinu 2009 til 2012 að menntamálaráðuneytið hafi brotið gróflega á þeim við útgáfu starfsleyfa til kennara. Á sama tíma og þeim var synjað um starfsleyfi fékk hópur skólafélaga þeirra með sömu menntun og próf starfsleyfi útgefið af menntamálaráðuneytinu. Hópurinn krafðist þess að ráðuneytið veitti aðgang að upplýsingum um öll leyfisbréf kennara sem ráðuneytið hafði gefið út á grundvelli laga um menntun og ráðningu kennara frá 2008 en eins og áður sagði hafnaði ráðuneytið því. Í svari frá ráðuneytinu til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að umbeðnar upplýsingar sem óskað sé eftir liggi ekki fyrir á aðgengilegan hátt í gagnagrunnum – það verði að finna þær í skjalasafni ráðuneytisins. Í áliti úrskurðarnefndar um upplýsingamál segir að kærendur hafi lagt inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Í álitinu segir enn fremur að verði fallist á það með ráðuneytinu að heimilt sé að sé synja um aðgang að upplýsingum um útgefin leyfisbréf sé kærendum ekki gert mögulegt að staðreyna grun sinn um mismunun við útgáfu starfsleyfa. Menntamálaráðuneytið taldi að það útheimti of mikla vinnu að láta umbeðnar upplýsingar af hendi en nefndin telur að það hafi ekki verið heimilt að synja beiðni hópsins á þeim grundvelli. Þá leggur úrskurðarnefndin fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og taka efnislega afstöðu til þess hvort heimilt sé eða skylt á grundvelli annarra ákvæða upplýsingalaga að afhenda hópnum hin umbeðnu gögn.
Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira