„Kaþólska kirkjan á Íslandi þarf að gera upp þessa fortíð“ Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 5. júní 2014 22:14 Fórnarlömb kynferðislegrar misbeitingar í Landakotsskóla vilja fá fulltrúa Vatíkansins til að rannsaka brot gegn þeim. Biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi telur málinu lokið af hálfu kirkjunnar. Nokkur fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis í Landakotsskóla vilja fá fulltrúa Vatíkansins til að rannsaka brot sem voru framin gegn þeim þegar þau gengu í Landakotsskóla. Erindi þar að lútandi er á leið til Páfagarðs. Fólkið telur sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð. „Þessi mál snúast ekki einungis um sanngirnisbætur heldur snúast þau fyrst og fremst um að kaþólska kirkjan viðurkenni þessi brot og biðji þolendurna opinberlega afsökunar,“ segir Guðrún Björg Birgisdóttir, lögmaður eins af fórnarlömbunum. Kaþólska kirkjan á Íslandi rak Landakotsskóla þegar brotin voru framin. Nemendur hafa lýst grófu andlegu- og kynferðislegu ofbeldi sem þau urðu fyrir af hendi skólastjórans, séra George, og kennslukonunnar Margrétar Müller frá árinu 1959 til ársins 1984. Það tók kaþólsku kirkjuna rúm þrjú ár að skoða mál þeirra 17 sem leituðu til hennar og greindu frá ofbeldi sem þau urðu fyrir. Um miðjan nóvember í fyrra sagði Fagráð kaþólsku kirkjunnar í tilkynningu að það áliti kaþólsku kirkjuna ekki bótaskylda nema í einu tilviki.Martin EyjólfssonÞrátt fyrir að kirkjan teldi sig ekki bótaskylda var ákveðið að greiða nokkrum þolendum bætur. Bæturnar sem fólk fékk voru frá 82 þúsund krónum upp í 300 þúsund. Opinber afsökunarbeiðni kaþólsku kirkjunnar fylgdi ekki. Fjöldi manns hefur gagnrýnt kirkjuna fyrir viðbrögð hennar. Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Vatíkaninu, hefur rætt við æðstu embættismenn um hvernig kaþólska kirkjan á Íslandi hefur tekið á málum einstaklinganna. Martin greindi Pétri Bürcher, kaþólska biskupnum á Íslandi, frá þessum viðræðum í febrúar en biskup telur málinu lokið af hálfu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.Ragnar Geir Brynjólfsson.Mörgum innan kaþólska safnaðarins þykir bæturnar of lágar og vilja að kirkjan endurskoði málið. Einn þeirra er Ragnar Geir Brynjólfsson sem tilheyrir kaþólska söfnuðinum á Selfossi. „Kaþólska kirkjan á Íslandi þarf að gera upp þessa fortíð,“ segir Ragnar. Bürcher biskup verði að ná sáttum við þá sem segjast hafa sætt ofbeldi. Ragnar segir sanngirnisbæturnar, sem voru boðnar, séu of lágar. Þær dygðu ekki fyrir sálfræðimeðferð sem gæti þó bætt líðan fólksins. Ragnar segir að það verði að ræða bætur fyrir miska sem fólkið telur sig hafa orðið fyrir. „Til að fjármagna bætur sem væru byggðar á einhverri sanngirni gæti kirkjan hugsanlega selt húseignir, til dæmis húseign Landakotsskóla eða einverjar aðrar fasteignir sínar,“ segir Ragnar Geir. Fréttablaðið sendi kaþólska biskupnum á Íslandi fyrirspurn um hvort það komi til greina að hækka bætur til þolendanna og jafnframt um hvort það komi til greina að selja eignir og nota andvirðið til að greiða þolendum bætur. Í svari sem barst fyrir hönd Bürchers biskups segir meðal annars að þeim sem lýstu kröfu til Fagráðs kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hafi verið sent persónulegt bréf frá biskupi þar sem hann baðst persónulega afsökunar. Þá hafi stjórn kirkjunnar ákveðið að greiða út frjáls framlög, umfram skyldu. „Hér skal áréttað að hvorki var um að ræða greiðslu miska- né sanngirnisbóta heldur var um að ræða frjáls framlög af hálfu kirkjunnar,“ segir í svarinu.Þarf lagabreytingu fyrir Landakotsbörn Fólk sem sætti illri meðferð á vistheimilum ríkisins á síðustu öld fékk frá 400 þúsund krónum og upp í 6 milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu. Bótaupphæðin sem hver og einn fékk réðst af því hversu lengi fólk hafði dvalið í umsjá ríkisins. Einstaklingar sem sættu illri meðferð í Landakotsskóla fengu miklu lægri bætur eða frá rúmum 80 þúsund krónum og upp í 300 þúsund krónur. Kaþólska kirkjan hefur ekki gefið upp hvernig bæturnar voru reiknaðar út.Gríðarlegur munur á sanngirnisbótum Fólk sem sætti illri meðferð á vistheimilum ríkisins á síðustu öld fékk frá 400 þúsund krónum og upp í 6 milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu. Bótaupphæðin sem hver og einn fékk réðst af því hversu lengi fólk hafði dvalið í umsjá ríkisins. Einstaklingar sem sættu illri meðferð í Landakotsskóla fengu miklu lægri bætur eða frá rúmum 80 þúsund krónum og upp í 300 þúsund krónur. Kaþólska kirkjan hefur ekki gefið upp hvernig bæturnar voru reiknaðar út. Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Nokkur fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis í Landakotsskóla vilja fá fulltrúa Vatíkansins til að rannsaka brot sem voru framin gegn þeim þegar þau gengu í Landakotsskóla. Erindi þar að lútandi er á leið til Páfagarðs. Fólkið telur sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð. „Þessi mál snúast ekki einungis um sanngirnisbætur heldur snúast þau fyrst og fremst um að kaþólska kirkjan viðurkenni þessi brot og biðji þolendurna opinberlega afsökunar,“ segir Guðrún Björg Birgisdóttir, lögmaður eins af fórnarlömbunum. Kaþólska kirkjan á Íslandi rak Landakotsskóla þegar brotin voru framin. Nemendur hafa lýst grófu andlegu- og kynferðislegu ofbeldi sem þau urðu fyrir af hendi skólastjórans, séra George, og kennslukonunnar Margrétar Müller frá árinu 1959 til ársins 1984. Það tók kaþólsku kirkjuna rúm þrjú ár að skoða mál þeirra 17 sem leituðu til hennar og greindu frá ofbeldi sem þau urðu fyrir. Um miðjan nóvember í fyrra sagði Fagráð kaþólsku kirkjunnar í tilkynningu að það áliti kaþólsku kirkjuna ekki bótaskylda nema í einu tilviki.Martin EyjólfssonÞrátt fyrir að kirkjan teldi sig ekki bótaskylda var ákveðið að greiða nokkrum þolendum bætur. Bæturnar sem fólk fékk voru frá 82 þúsund krónum upp í 300 þúsund. Opinber afsökunarbeiðni kaþólsku kirkjunnar fylgdi ekki. Fjöldi manns hefur gagnrýnt kirkjuna fyrir viðbrögð hennar. Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Vatíkaninu, hefur rætt við æðstu embættismenn um hvernig kaþólska kirkjan á Íslandi hefur tekið á málum einstaklinganna. Martin greindi Pétri Bürcher, kaþólska biskupnum á Íslandi, frá þessum viðræðum í febrúar en biskup telur málinu lokið af hálfu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.Ragnar Geir Brynjólfsson.Mörgum innan kaþólska safnaðarins þykir bæturnar of lágar og vilja að kirkjan endurskoði málið. Einn þeirra er Ragnar Geir Brynjólfsson sem tilheyrir kaþólska söfnuðinum á Selfossi. „Kaþólska kirkjan á Íslandi þarf að gera upp þessa fortíð,“ segir Ragnar. Bürcher biskup verði að ná sáttum við þá sem segjast hafa sætt ofbeldi. Ragnar segir sanngirnisbæturnar, sem voru boðnar, séu of lágar. Þær dygðu ekki fyrir sálfræðimeðferð sem gæti þó bætt líðan fólksins. Ragnar segir að það verði að ræða bætur fyrir miska sem fólkið telur sig hafa orðið fyrir. „Til að fjármagna bætur sem væru byggðar á einhverri sanngirni gæti kirkjan hugsanlega selt húseignir, til dæmis húseign Landakotsskóla eða einverjar aðrar fasteignir sínar,“ segir Ragnar Geir. Fréttablaðið sendi kaþólska biskupnum á Íslandi fyrirspurn um hvort það komi til greina að hækka bætur til þolendanna og jafnframt um hvort það komi til greina að selja eignir og nota andvirðið til að greiða þolendum bætur. Í svari sem barst fyrir hönd Bürchers biskups segir meðal annars að þeim sem lýstu kröfu til Fagráðs kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hafi verið sent persónulegt bréf frá biskupi þar sem hann baðst persónulega afsökunar. Þá hafi stjórn kirkjunnar ákveðið að greiða út frjáls framlög, umfram skyldu. „Hér skal áréttað að hvorki var um að ræða greiðslu miska- né sanngirnisbóta heldur var um að ræða frjáls framlög af hálfu kirkjunnar,“ segir í svarinu.Þarf lagabreytingu fyrir Landakotsbörn Fólk sem sætti illri meðferð á vistheimilum ríkisins á síðustu öld fékk frá 400 þúsund krónum og upp í 6 milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu. Bótaupphæðin sem hver og einn fékk réðst af því hversu lengi fólk hafði dvalið í umsjá ríkisins. Einstaklingar sem sættu illri meðferð í Landakotsskóla fengu miklu lægri bætur eða frá rúmum 80 þúsund krónum og upp í 300 þúsund krónur. Kaþólska kirkjan hefur ekki gefið upp hvernig bæturnar voru reiknaðar út.Gríðarlegur munur á sanngirnisbótum Fólk sem sætti illri meðferð á vistheimilum ríkisins á síðustu öld fékk frá 400 þúsund krónum og upp í 6 milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu. Bótaupphæðin sem hver og einn fékk réðst af því hversu lengi fólk hafði dvalið í umsjá ríkisins. Einstaklingar sem sættu illri meðferð í Landakotsskóla fengu miklu lægri bætur eða frá rúmum 80 þúsund krónum og upp í 300 þúsund krónur. Kaþólska kirkjan hefur ekki gefið upp hvernig bæturnar voru reiknaðar út.
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira