Öryggismyndband í anda Into The Wild Kristjana Arnarsdóttir skrifar 2. júní 2014 00:01 „Þessi öryggismyndbönd eru oft og tíðum frekar einsleit og tíðindalítil. Við vildum reyna að nálgast þetta á ferskan hátt,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson sem fenginn var til að leikstýra nýju myndbandi um öryggi flugfarþega fyrir Icelandair. Myndbandið verður sýnt fyrir allar ferðir flugfélagsins og því má reikna með að um 2,4 milljónir manna sjái það árlega. Rúnar segir myndbandið gert í anda kvikmyndarinnar Into The Wild. „Myndbandið sýnir erlendan ferðamann ferðast um íslenska náttúru og öryggisatriðin birtast svo á frumlegan hátt í náttúrunni. Norðurljósin við Fjallsárlón teikna til að mynda neyðarljós þegar ferðamaðurinn er að tjalda tjaldi sínu,“ segir Rúnar og bætir við að helstu náttúruperlur Suðurlandsins fái að njóta sín í myndbandinu. Rúnar hefur starfað sem leikstjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus frá árinu 2011 en nýverið hóf hann störf fyrir eitt fremsta framleiðslufyrirtæki á Norðurlöndum, Camp David í Stokkhólmi. „Ég flutti út með unnustu minni sem er að læra lögfræði hér í Stokkhólmi og fékk í kjölfarið tilboð frá helstu kvikmyndaframleiðslufyrirtækjum Svía en það var ekki aftur snúið eftir að Camp David opnaði dyrnar enda eru þar á mála bestu auglýsingaleikstjórar Skandinavíu og víðar.“Helstu náttúruperlur Suðurlands fá að njóta sín í öryggismyndbandi Icelandair.Rúnar hefur leikstýrt fjölda auglýsinga hér á landi, meðal annars fyrir Nike, Prince Polo, Arion banka og Egils Gull. Auglýsing sem hann gerði fyrir Lottó í desember vakti töluverða athygli og fékk meðal annars umfjöllun hjá virtum fagtímaritum ytra. „Sú auglýsing opnaði nýjar dyr fyrir mér vestan hafs og í kjölfarið hélt ég utan til að skoða þau tilboð sem mér bárust. Ég fór meðal annars á fund hjá framleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum sem heitir Green Dot Films og skrifaði svo undir samning þar um daginn. Samningurinn veitir mér atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og gerir mér því kleift að leikstýra auglýsingum þar í landi. Það er virkilega gaman. Svo er ég líka fæddur 4. júlí,“ segir Rúnar hress að lokum. Mest lesið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Litlu munaði að þyrlan hrapaði Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan hrapaði „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira
„Þessi öryggismyndbönd eru oft og tíðum frekar einsleit og tíðindalítil. Við vildum reyna að nálgast þetta á ferskan hátt,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson sem fenginn var til að leikstýra nýju myndbandi um öryggi flugfarþega fyrir Icelandair. Myndbandið verður sýnt fyrir allar ferðir flugfélagsins og því má reikna með að um 2,4 milljónir manna sjái það árlega. Rúnar segir myndbandið gert í anda kvikmyndarinnar Into The Wild. „Myndbandið sýnir erlendan ferðamann ferðast um íslenska náttúru og öryggisatriðin birtast svo á frumlegan hátt í náttúrunni. Norðurljósin við Fjallsárlón teikna til að mynda neyðarljós þegar ferðamaðurinn er að tjalda tjaldi sínu,“ segir Rúnar og bætir við að helstu náttúruperlur Suðurlandsins fái að njóta sín í myndbandinu. Rúnar hefur starfað sem leikstjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus frá árinu 2011 en nýverið hóf hann störf fyrir eitt fremsta framleiðslufyrirtæki á Norðurlöndum, Camp David í Stokkhólmi. „Ég flutti út með unnustu minni sem er að læra lögfræði hér í Stokkhólmi og fékk í kjölfarið tilboð frá helstu kvikmyndaframleiðslufyrirtækjum Svía en það var ekki aftur snúið eftir að Camp David opnaði dyrnar enda eru þar á mála bestu auglýsingaleikstjórar Skandinavíu og víðar.“Helstu náttúruperlur Suðurlands fá að njóta sín í öryggismyndbandi Icelandair.Rúnar hefur leikstýrt fjölda auglýsinga hér á landi, meðal annars fyrir Nike, Prince Polo, Arion banka og Egils Gull. Auglýsing sem hann gerði fyrir Lottó í desember vakti töluverða athygli og fékk meðal annars umfjöllun hjá virtum fagtímaritum ytra. „Sú auglýsing opnaði nýjar dyr fyrir mér vestan hafs og í kjölfarið hélt ég utan til að skoða þau tilboð sem mér bárust. Ég fór meðal annars á fund hjá framleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum sem heitir Green Dot Films og skrifaði svo undir samning þar um daginn. Samningurinn veitir mér atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og gerir mér því kleift að leikstýra auglýsingum þar í landi. Það er virkilega gaman. Svo er ég líka fæddur 4. júlí,“ segir Rúnar hress að lokum.
Mest lesið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Litlu munaði að þyrlan hrapaði Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan hrapaði „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira