Öryggismyndband í anda Into The Wild Kristjana Arnarsdóttir skrifar 2. júní 2014 00:01 „Þessi öryggismyndbönd eru oft og tíðum frekar einsleit og tíðindalítil. Við vildum reyna að nálgast þetta á ferskan hátt,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson sem fenginn var til að leikstýra nýju myndbandi um öryggi flugfarþega fyrir Icelandair. Myndbandið verður sýnt fyrir allar ferðir flugfélagsins og því má reikna með að um 2,4 milljónir manna sjái það árlega. Rúnar segir myndbandið gert í anda kvikmyndarinnar Into The Wild. „Myndbandið sýnir erlendan ferðamann ferðast um íslenska náttúru og öryggisatriðin birtast svo á frumlegan hátt í náttúrunni. Norðurljósin við Fjallsárlón teikna til að mynda neyðarljós þegar ferðamaðurinn er að tjalda tjaldi sínu,“ segir Rúnar og bætir við að helstu náttúruperlur Suðurlandsins fái að njóta sín í myndbandinu. Rúnar hefur starfað sem leikstjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus frá árinu 2011 en nýverið hóf hann störf fyrir eitt fremsta framleiðslufyrirtæki á Norðurlöndum, Camp David í Stokkhólmi. „Ég flutti út með unnustu minni sem er að læra lögfræði hér í Stokkhólmi og fékk í kjölfarið tilboð frá helstu kvikmyndaframleiðslufyrirtækjum Svía en það var ekki aftur snúið eftir að Camp David opnaði dyrnar enda eru þar á mála bestu auglýsingaleikstjórar Skandinavíu og víðar.“Helstu náttúruperlur Suðurlands fá að njóta sín í öryggismyndbandi Icelandair.Rúnar hefur leikstýrt fjölda auglýsinga hér á landi, meðal annars fyrir Nike, Prince Polo, Arion banka og Egils Gull. Auglýsing sem hann gerði fyrir Lottó í desember vakti töluverða athygli og fékk meðal annars umfjöllun hjá virtum fagtímaritum ytra. „Sú auglýsing opnaði nýjar dyr fyrir mér vestan hafs og í kjölfarið hélt ég utan til að skoða þau tilboð sem mér bárust. Ég fór meðal annars á fund hjá framleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum sem heitir Green Dot Films og skrifaði svo undir samning þar um daginn. Samningurinn veitir mér atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og gerir mér því kleift að leikstýra auglýsingum þar í landi. Það er virkilega gaman. Svo er ég líka fæddur 4. júlí,“ segir Rúnar hress að lokum. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
„Þessi öryggismyndbönd eru oft og tíðum frekar einsleit og tíðindalítil. Við vildum reyna að nálgast þetta á ferskan hátt,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson sem fenginn var til að leikstýra nýju myndbandi um öryggi flugfarþega fyrir Icelandair. Myndbandið verður sýnt fyrir allar ferðir flugfélagsins og því má reikna með að um 2,4 milljónir manna sjái það árlega. Rúnar segir myndbandið gert í anda kvikmyndarinnar Into The Wild. „Myndbandið sýnir erlendan ferðamann ferðast um íslenska náttúru og öryggisatriðin birtast svo á frumlegan hátt í náttúrunni. Norðurljósin við Fjallsárlón teikna til að mynda neyðarljós þegar ferðamaðurinn er að tjalda tjaldi sínu,“ segir Rúnar og bætir við að helstu náttúruperlur Suðurlandsins fái að njóta sín í myndbandinu. Rúnar hefur starfað sem leikstjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus frá árinu 2011 en nýverið hóf hann störf fyrir eitt fremsta framleiðslufyrirtæki á Norðurlöndum, Camp David í Stokkhólmi. „Ég flutti út með unnustu minni sem er að læra lögfræði hér í Stokkhólmi og fékk í kjölfarið tilboð frá helstu kvikmyndaframleiðslufyrirtækjum Svía en það var ekki aftur snúið eftir að Camp David opnaði dyrnar enda eru þar á mála bestu auglýsingaleikstjórar Skandinavíu og víðar.“Helstu náttúruperlur Suðurlands fá að njóta sín í öryggismyndbandi Icelandair.Rúnar hefur leikstýrt fjölda auglýsinga hér á landi, meðal annars fyrir Nike, Prince Polo, Arion banka og Egils Gull. Auglýsing sem hann gerði fyrir Lottó í desember vakti töluverða athygli og fékk meðal annars umfjöllun hjá virtum fagtímaritum ytra. „Sú auglýsing opnaði nýjar dyr fyrir mér vestan hafs og í kjölfarið hélt ég utan til að skoða þau tilboð sem mér bárust. Ég fór meðal annars á fund hjá framleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum sem heitir Green Dot Films og skrifaði svo undir samning þar um daginn. Samningurinn veitir mér atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og gerir mér því kleift að leikstýra auglýsingum þar í landi. Það er virkilega gaman. Svo er ég líka fæddur 4. júlí,“ segir Rúnar hress að lokum.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira