Erlent

Frans páfi studdi Palestínumenn

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Frans tók upp á því að klæðast svart-hvítum köflóttum höfuðkufli, sem er tákn hins palestínska málstaðar.
Frans tók upp á því að klæðast svart-hvítum köflóttum höfuðkufli, sem er tákn hins palestínska málstaðar. Vísir/AP
Frans páfi sagðist vona að friður næðist brátt í Mið-Austurlöndum í ræðu sinni í Ísrael í gær þar sem hann sýndi Palestínumönnum stuðning.

Frans sagðist hryggur yfir því að borgin heilaga, Jerúsalem, þyrfti enn að þola átakaástand. Páfi boðaði réttláta langtímalausn í málinu, svo Ísraelsmenn og Palestínumenn gætu lifað í sátt.

Hann sagði Ísrael verðskulda „öryggi og frið innan alþjóðlega samþykktra landamæra“, en sagði um leið að íbúar Palestínu hefðu „rétt á því að lifa með sæmd og ferðafrelsi“. Páfi sagði þráteflið í friðarumleitunum milli Ísraels og Palestínu „óásættanlegt“.

Einnig kom hann á fundi forseta Ísrels og Palestínu í Vatíkaninu í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×