Eldheimar opnaðir í Eyjum Freyr Bjarnason skrifar 24. maí 2014 07:00 Skærin týndust við athöfnina í gær og því var borðinn einfaldlega tekinn í burtu. Frá vinstri: Illugi Gunnarsson, Gerður Sigurðardóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Elliði Vignisson. Mynd/Óskar Friðriksson „Ég er gríðarlega ánægður með hversu vel hefur tekist til,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Gosminjasafnið Eldheimar var opnað í Eyjum í gær við hátíðlega athöfn. Mörg hundruð manns voru á meðal gesta, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra auk Gerðu Sigurðardóttur, fyrrverandi íbúa á Gerðisbraut 10, sem safnið var byggt yfir. Elliði segir að um sérstakan tíma sé að ræða fyrir Eyjamenn. „Þetta er í raun í fyrsta skiptið sem samfélagið getur sagt þessa sögu svo henni sé sómi sýndur. Eftir því sem tíminn líður verður stærra og stærra það hlutfall Eyjamanna sem ekki upplifði eldgosið á eigin skinni. Það er einmitt tilgangurinn með Eldheimum. Þetta er samstarfsverkefni ríkisins og sveitarfélagsins og hugmyndin er að segja þessa einstöku sögu sem tengist eldgosinu í Vestmannaeyjum.“ Að sögn Elliða eru það hliðaráhrif Eldheima að margir ferðamenn eiga eftir að sjá safnið. „Þetta er kannski svipað og Þjóðhátíðin. Hún er eign Vestmannaeyinga og okkar hátíð en við bjóðum að sjálfsögðu öllum að taka þátt á okkar forsendum. Það er svipað með Eldheima. Þeir eru byggðir fyrir heimamenn til minningar um þau stórkostlegu afrek sem hér voru unnin en um leið er að sjálfsögðu öllum boðin full þátttaka í því að kynna sér sögu okkar og menningu og þennan einstaka viðburð.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður með hversu vel hefur tekist til,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Gosminjasafnið Eldheimar var opnað í Eyjum í gær við hátíðlega athöfn. Mörg hundruð manns voru á meðal gesta, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra auk Gerðu Sigurðardóttur, fyrrverandi íbúa á Gerðisbraut 10, sem safnið var byggt yfir. Elliði segir að um sérstakan tíma sé að ræða fyrir Eyjamenn. „Þetta er í raun í fyrsta skiptið sem samfélagið getur sagt þessa sögu svo henni sé sómi sýndur. Eftir því sem tíminn líður verður stærra og stærra það hlutfall Eyjamanna sem ekki upplifði eldgosið á eigin skinni. Það er einmitt tilgangurinn með Eldheimum. Þetta er samstarfsverkefni ríkisins og sveitarfélagsins og hugmyndin er að segja þessa einstöku sögu sem tengist eldgosinu í Vestmannaeyjum.“ Að sögn Elliða eru það hliðaráhrif Eldheima að margir ferðamenn eiga eftir að sjá safnið. „Þetta er kannski svipað og Þjóðhátíðin. Hún er eign Vestmannaeyinga og okkar hátíð en við bjóðum að sjálfsögðu öllum að taka þátt á okkar forsendum. Það er svipað með Eldheima. Þeir eru byggðir fyrir heimamenn til minningar um þau stórkostlegu afrek sem hér voru unnin en um leið er að sjálfsögðu öllum boðin full þátttaka í því að kynna sér sögu okkar og menningu og þennan einstaka viðburð.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira