Innlent

Lóðarhafi fær tíu milljónir króna

Freyr Bjarnason skrifar
Mannlíf á Laugavegi. Reykjavíkurborg þarf að Greiða Herði Jónssyni 10,5 milljónir króna.
Mannlíf á Laugavegi. Reykjavíkurborg þarf að Greiða Herði Jónssyni 10,5 milljónir króna. Fréttablaðið/HAG
Úrskurðað hefur verið að Reykjavíkurborg þurfi að greiða Herði Jónssyni, eiganda lóðar við Laugaveg 87, 10,5 milljónir króna í eignarnámsbætur.

Hörður kvartaði yfir akandi umferð á rúmum 42 fermetrum af lóð sinni, sem er 319 fermetrar, og taldi tjón sitt hlaupa á tugum milljónum króna.

Matsnefnd eignarnámsbóta komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á Herði og dæmdi Reykjavíkurborg til að greiða honum 10,5 milljónir, auk 1,2 milljóna króna vegna kostnaðar við rekstur málsins.

Borginni var einnig gert að greiða eina milljón króna í ríkissjóð vegna kostnaðar matsnefndarinnar vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×