Biður um leyfi fyrir farþegalest í Reykjavíkurhöfn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. maí 2014 00:01 Lestin þjónaði um stutt skeið í Viðey og gengur kannski í endurnýjun lífdaga í landi. Mynd/Eysteinn Þ. Yngvason Stjórn Faxaflóahafna segist jákvæð gagnvart tilraunarekstri á fimmtíu manna farþegalest við gömlu höfnina í Reykjavík. „Telja má mjög líklegt að lestin myndi skapa skemmtilega stemningu á svæðinu enda hentar hún fyrir alla aldurshópa. Jafnframt gæti hún stóraukið aðsókn að sjóminjasafninu Víkinni og ýmsum öðrum þjónustufyrirtækjum á Grandagarði,“ segir í leyfisumsókn Eysteins Þ. Yngvasonar. Að sögn Eysteins keypti hann lestina á sínum tíma þegar hann var með Viðeyjarferjuna sem hann rak til ársins 2008. „Lestin fékk gríðarlega góðar viðtökur og aðsóknin í bátinn jókst stórum, sérstaklega frá fjölskyldum og eldra fólki sem átti erfitt með gang og fannst frábært að fá svona ferð um eyjuna. En ég var ekki búinn að nota lestina nema nokkrar helgar þegar þetta var boðið út og annar tók við ferjurekstrinum svo ég tók lestina bara og setti í geymslu,“ segir Eysteinn. Í umsókn Eysteins kemur fram að aka eigi nánast á gönguhraða um Suðurbugt, upp Ægisgarð, gegn um slippsvæðið, niður Hlésgötu, út Rastargötu og stoppað við sjóminjasafnið. „Ég er búinn að finna fína leið. Við erum að fara að hittast, við hafnarstjóri, til að athuga hvort það séu einhver ljón í veginum fyrir því að hægt sé að koma þessu gang,“ segir Eysteinn sem kveðst munu geta hafið lestarferðirnar innan tveggja vikna frá því leyfi er veitt. Gert er ráð fyrir að ekið verði á klukkustundar fresti frá Miðbakka að Grandagarði eða jafnvel oftar gefist það betur að sögn Eysteins. „Þetta gæti verið skemmtileg viðbót á hafnarsvæðinu. Fólk gæti tekið lestina út á Granda og gengið til baka eða bara farið báðar leiðir með apparatinu,“ segir lestarstjórinn tilvonandi sem er þessa dagana að leggja lokahönd á standsetningu lestarinnar og vonast til að hún verði farin að líða eftir hafnarbakkanum um næstu mánaðamót. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Stjórn Faxaflóahafna segist jákvæð gagnvart tilraunarekstri á fimmtíu manna farþegalest við gömlu höfnina í Reykjavík. „Telja má mjög líklegt að lestin myndi skapa skemmtilega stemningu á svæðinu enda hentar hún fyrir alla aldurshópa. Jafnframt gæti hún stóraukið aðsókn að sjóminjasafninu Víkinni og ýmsum öðrum þjónustufyrirtækjum á Grandagarði,“ segir í leyfisumsókn Eysteins Þ. Yngvasonar. Að sögn Eysteins keypti hann lestina á sínum tíma þegar hann var með Viðeyjarferjuna sem hann rak til ársins 2008. „Lestin fékk gríðarlega góðar viðtökur og aðsóknin í bátinn jókst stórum, sérstaklega frá fjölskyldum og eldra fólki sem átti erfitt með gang og fannst frábært að fá svona ferð um eyjuna. En ég var ekki búinn að nota lestina nema nokkrar helgar þegar þetta var boðið út og annar tók við ferjurekstrinum svo ég tók lestina bara og setti í geymslu,“ segir Eysteinn. Í umsókn Eysteins kemur fram að aka eigi nánast á gönguhraða um Suðurbugt, upp Ægisgarð, gegn um slippsvæðið, niður Hlésgötu, út Rastargötu og stoppað við sjóminjasafnið. „Ég er búinn að finna fína leið. Við erum að fara að hittast, við hafnarstjóri, til að athuga hvort það séu einhver ljón í veginum fyrir því að hægt sé að koma þessu gang,“ segir Eysteinn sem kveðst munu geta hafið lestarferðirnar innan tveggja vikna frá því leyfi er veitt. Gert er ráð fyrir að ekið verði á klukkustundar fresti frá Miðbakka að Grandagarði eða jafnvel oftar gefist það betur að sögn Eysteins. „Þetta gæti verið skemmtileg viðbót á hafnarsvæðinu. Fólk gæti tekið lestina út á Granda og gengið til baka eða bara farið báðar leiðir með apparatinu,“ segir lestarstjórinn tilvonandi sem er þessa dagana að leggja lokahönd á standsetningu lestarinnar og vonast til að hún verði farin að líða eftir hafnarbakkanum um næstu mánaðamót.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira