Innlent

Vitni stíga fram vegna nauðgunar

Snærós Sindradóttir skrifar
Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar
Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar Fréttablaðið/Anton
Nokkur vitni, teljandi á fingrum annarrar handar, hafa stigið fram og boðist til að varpa ljósi á aðdraganda nauðgunarmáls sem lögreglan hefur nú til rannsóknar.

Lögreglan hefur nú þegar skoðað eftirlitsmyndavélakerfi skemmtistaðanna English Pub í Austurstræti og B5 í Bankastræti í tengslum við rannsókn málsins.

Um klukkan 5 að morgni laugardags leitaði stúlka um tvítugt sér aðstoðar í heimahúsi á Langholtsvegi en hún hafði þá reynt að vekja athygli á sér í nokkrum húsum á Hólsvegi líka. Hún greindi frá því að sér hefði verið nauðgað og var í kjölfarið farið með hana til aðhlynningar á neyðarmóttöku Landspítalans. Stúlkan hafði fyrr um nóttina verið á áðurnefndum skemmtistöðum.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, staðfestir að rannsókn hafi staðið yfir alla helgina.

„Rannsókn er á byrjunarstigi en það er búið að vinna mikið í þessu. Það er lítið hægt að segja um framvinduna að öðru leyti. Nú er verið að vinna úr ábendingum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×