Innlent

Persónuvernd segir of stuttan tíma hafa liðið

Björgunarsveitarmenn Landsbjargar hafa safnað sýnum einstaklinga sem veitt hafa samþykki sitt.
Björgunarsveitarmenn Landsbjargar hafa safnað sýnum einstaklinga sem veitt hafa samþykki sitt. Vísir/GVA
Persónuvernd telur að lengri tími hefði þurft að líða frá því Íslensk erfðagreining (ÍE) sendi gögn tengd söfnuninni „Útkall í þágu vísinda“ og þangað til söfnun lífsýna hófst.

Þetta kemur fram í bréfi sem Persónuvernd sendi ÍE og birti á heimasíðu sinni í gær.

Þar segir að söfnunin hafi ekki fengið sérstakt leyfi frá Persónuvernd, eins og segir í kynningarbæklingi ÍE.

„Enda er hún ekki háð slíku leyfi frá stofnuninni ef hún byggist á upplýstu samþykki þátttakenda,“ segir í bréfi Persónuverndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×