Innlent

Hættu við að sjá meðmælendur

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Umboðsmaður Sjálfstæðismanna segir óþarft að deila um meðmælendalista ef lagaákvæði eru óviss.
Umboðsmaður Sjálfstæðismanna segir óþarft að deila um meðmælendalista ef lagaákvæði eru óviss.
Umboðsmaður framboðs Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnar Kópavogsbæjar afturkallaði beiðni sína um að fá meðmælendalista allra framboða til bæjarstjórnar sem barst kjörstjórn síðustu helgi.

Bragi Michaelsson, umboðsmaður framboðslista sjálfstæðismanna í Kópavogi, segir flokkinn ekki hafa áhuga á deilum um málið.

„Við höfum engan áhuga á því að standa í deilum um þessi mál,“ segir Bragi. „Það er óþarfi að halda slíku til streitu ef lagaákvæði eru vafasöm, og þegar það er óvíst hvort Persónuvernd hefði leyft þetta.“

Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar.


Tengdar fréttir

Hafnar ásökunum um Stasi-tilburði í Kópavogi

Næst besti flokkurinn í Kópavogi gagnrýnir að umboðsmaður Sjálfstæðisflokksins, Bragi Michaelsson, óski eftir því við kjörstjórn að fá meðmælendalista annarra framboða. Það lýsi miklu vantrausti á störf kjörstjórnar. Bragi segir sér skylt að rannsaka framboðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×