Vilja ákvæði um kynslóðaskipt laxeldi inn frumvarp um fiskeldi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. maí 2014 07:00 Fjarðalax hefur leyfi fyrir 1.500 tonna laxeldi í Arnarfirði og vill ekki fá fleiri eldisfyrirtæki í fjörðinn. Tvö eru hins vegar á leiðinni. Mynd/Erlendur Gíslason „Við höfum ekki náð að fá hið opinbera til að skilja mikilvægi þess að hafa fiskeldi kynslóðabundið,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðalax og formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á þriðjudag liggur nú fyrir Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi. Breytingunum er ætlað að einfalda stjórnsýslu og eftirlit með greininni. Fjarðalax hefur í umsögn til Alþingis gert athugasemd við að í frumvarpinu sé ekki mælt fyrir um svokölluð kynslóðaskipti í fiskeldi. Þá eru eldissvæði skilgreind og ekki fleiri en ein eldiseining á hverju svæði. Höskuldur segir Fjarðalax hafa samtals 4.500 tonna fiskeldisleyfi í Tálknafirði, Arnarfirði og Patreksfirði en hvíla ávallt hvern stað í sex til átta mánuði að lágmarki.Ný leyfi gefin út þvert á módelið „Þar er allt tæmt og sótthreinsað og botninn vaktaður. Þetta er afar mikilvægt, sérstaklega út af laxalúsinni. Ef hún hefur á annað borð skotið sér niður í eldinu þá finnur hún sér ekki annan hýsil þegar svæðið er hvílt. Þetta á líka við um smitsjúkdóma,“ útskýrir Höskuldur sem kveður tvö önnur fyrirtæki, Arnarlax og Dýrfisk, á leiðinni með eldi í Arnarfjörð. „Það eru gefin út leyfi sem ganga þvert á okkar eldismódel. Það þýðir að þegar við ætlum að hvíla Arnarfjörð getur annað fyrirtæki verið að byggja þar upp. Þá hafa verið búnar til kjöraðstæður fyrir óværuna – hvort sem það er lús eða sjúkdómur eða hvort tveggja.“Vísar gagnrýni Orra Vigfússonar á bug Höskuldur segir meginathugasemd Fjarðalax við áðurnefnt frumvarp snúast um að fá hið opinbera til að virða eldismódelið með kynslóðaskiptunum. „Ef menn spyrja Færeyingana og Norðmennina þá segja þeir allir að ef við ætlum að byggja upp sjókvíaeldi á Íslandi þá verði öll greinin að gera það með kynslóðaskiptu eldi – annars getum við bara gleymt þessu. Þeir segja að annars munum við sýkja hverjir aðra og setja okkur á hausinn,“ segir Höskuldur. Orri Vigfússon, formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins, gagnrýnir frumvarpið og stöðuna í fiskeldismálum harðlega eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag. „Ég hef séð þetta sama frá Orra nokkrum sinnum. Hann skeytir ekkert um þótt búið sé að afsanna það áður,“ segir Höskuldur, sem kveður þó sannleikskorn hjá Orra í því að rannsóknir skorti. Á því strandi einmitt leyfisveitingar en að fyrirtæki á Vestfjörðum muni kosta rannsóknir á vegum Hafrannsóknarstofnunar á næstu mánuðum Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
„Við höfum ekki náð að fá hið opinbera til að skilja mikilvægi þess að hafa fiskeldi kynslóðabundið,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðalax og formaður Landssambands fiskeldisstöðva. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á þriðjudag liggur nú fyrir Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi. Breytingunum er ætlað að einfalda stjórnsýslu og eftirlit með greininni. Fjarðalax hefur í umsögn til Alþingis gert athugasemd við að í frumvarpinu sé ekki mælt fyrir um svokölluð kynslóðaskipti í fiskeldi. Þá eru eldissvæði skilgreind og ekki fleiri en ein eldiseining á hverju svæði. Höskuldur segir Fjarðalax hafa samtals 4.500 tonna fiskeldisleyfi í Tálknafirði, Arnarfirði og Patreksfirði en hvíla ávallt hvern stað í sex til átta mánuði að lágmarki.Ný leyfi gefin út þvert á módelið „Þar er allt tæmt og sótthreinsað og botninn vaktaður. Þetta er afar mikilvægt, sérstaklega út af laxalúsinni. Ef hún hefur á annað borð skotið sér niður í eldinu þá finnur hún sér ekki annan hýsil þegar svæðið er hvílt. Þetta á líka við um smitsjúkdóma,“ útskýrir Höskuldur sem kveður tvö önnur fyrirtæki, Arnarlax og Dýrfisk, á leiðinni með eldi í Arnarfjörð. „Það eru gefin út leyfi sem ganga þvert á okkar eldismódel. Það þýðir að þegar við ætlum að hvíla Arnarfjörð getur annað fyrirtæki verið að byggja þar upp. Þá hafa verið búnar til kjöraðstæður fyrir óværuna – hvort sem það er lús eða sjúkdómur eða hvort tveggja.“Vísar gagnrýni Orra Vigfússonar á bug Höskuldur segir meginathugasemd Fjarðalax við áðurnefnt frumvarp snúast um að fá hið opinbera til að virða eldismódelið með kynslóðaskiptunum. „Ef menn spyrja Færeyingana og Norðmennina þá segja þeir allir að ef við ætlum að byggja upp sjókvíaeldi á Íslandi þá verði öll greinin að gera það með kynslóðaskiptu eldi – annars getum við bara gleymt þessu. Þeir segja að annars munum við sýkja hverjir aðra og setja okkur á hausinn,“ segir Höskuldur. Orri Vigfússon, formaður Norður-Atlantshafslaxasjóðsins, gagnrýnir frumvarpið og stöðuna í fiskeldismálum harðlega eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag. „Ég hef séð þetta sama frá Orra nokkrum sinnum. Hann skeytir ekkert um þótt búið sé að afsanna það áður,“ segir Höskuldur, sem kveður þó sannleikskorn hjá Orra í því að rannsóknir skorti. Á því strandi einmitt leyfisveitingar en að fyrirtæki á Vestfjörðum muni kosta rannsóknir á vegum Hafrannsóknarstofnunar á næstu mánuðum
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira