Innlent

Enginn flokkur hefur beðið um kjörskrárstofn

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Forsætisráðuneytið mun líta til álitaefna ef beðið verður um afrit kjörskrárstofna.
Forsætisráðuneytið mun líta til álitaefna ef beðið verður um afrit kjörskrárstofna. Fréttablaðið/GVA
Stjórnmálaflokkar og stjórnmálasamtök hafa enn ekki óskað eftir því við forsætisráðuneytið að fá afrit af kjörskrárstofnum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga eins og tíðkast hefur í áratugi.

Eins og fram hefur komið telur Persónuvernd vafa leika á að heimilt sé að afhenda slíkum aðilum kjörskrárstofna sem flokkarnir hafa notað í starfi sínu. „Berist slíkt erindi verður við afgreiðslu þess af hálfu stjórnvalda tekin afstaða til álitaefna sem uppi eru varðandi afhendingu umræddra gagna,“ segir í svari forsætisráðuneytisins til Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×