Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Snærós Sindradóttir skrifar 2. maí 2014 08:00 Flugstjóri með fimmtán ára starfsreynslu hefur ríflega milljón krónur í föst laun á mánuði. Mynd/HAG Flugmenn hjá Icelandair vilja margfalt meiri hækkun en samið hefur verið um á almennum markaði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa hafnað samningi með almennri launahækkun upp á 2,8 prósent sem gildir til eins árs. Samkvæmt kjarasamningum Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) við Icelandair hefur flugstjóri með fimmtán ára starfsreynslu ríflega milljón krónur í föst laun á mánuði. Byrjunarlaun nýs flugmanns hjá fyrirtækinu eru um hálf milljón króna á mánuði. Boðað hefur verið til tólf tíma verkfalls hjá félaginu þann 9. maí næstkomandi. „Við erum ekki partur af ASÍ og erum ekki skuldbundnir af því,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA. Samningaviðræður hafa farið fram síðastliðnar vikur en ekki hefur þokast í átt að samkomulagi. „Það hefur ekkert gengið. Þetta snýst ekki bara um launaprósentur heldur kjarasamninginn í heild sinni,“ segir Hafsteinn. Enginn flugmaður greiddi atkvæði gegn verkfalli. Í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag sagði Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, flugmenn ekki vera að loka landinu því farþegar gætu enn ferðast með öðrum flugfélögum hingað til lands. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ummælin hafa vakið furðu hjá starfsfólki Icelandair. „Við trúum því ekki að formaðurinn mæli fyrir munn allra flugmanna þegar hann hvetur fólk til þess að beina viðskiptum sínum til samkeppnisaðila.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að verkfall muni hafa verulega neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustunnar. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum boðuðu verkfallsaðgerðum. Við erum að áætla að tapaðar gjaldeyristekjur séu milljarður á dag á þessum árstíma. Hver einasta klukkustund í þessari óvissu hefur mikil áhrif.“ Tengdar fréttir Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Sjá meira
Flugmenn hjá Icelandair vilja margfalt meiri hækkun en samið hefur verið um á almennum markaði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa hafnað samningi með almennri launahækkun upp á 2,8 prósent sem gildir til eins árs. Samkvæmt kjarasamningum Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) við Icelandair hefur flugstjóri með fimmtán ára starfsreynslu ríflega milljón krónur í föst laun á mánuði. Byrjunarlaun nýs flugmanns hjá fyrirtækinu eru um hálf milljón króna á mánuði. Boðað hefur verið til tólf tíma verkfalls hjá félaginu þann 9. maí næstkomandi. „Við erum ekki partur af ASÍ og erum ekki skuldbundnir af því,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA. Samningaviðræður hafa farið fram síðastliðnar vikur en ekki hefur þokast í átt að samkomulagi. „Það hefur ekkert gengið. Þetta snýst ekki bara um launaprósentur heldur kjarasamninginn í heild sinni,“ segir Hafsteinn. Enginn flugmaður greiddi atkvæði gegn verkfalli. Í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag sagði Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, flugmenn ekki vera að loka landinu því farþegar gætu enn ferðast með öðrum flugfélögum hingað til lands. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ummælin hafa vakið furðu hjá starfsfólki Icelandair. „Við trúum því ekki að formaðurinn mæli fyrir munn allra flugmanna þegar hann hvetur fólk til þess að beina viðskiptum sínum til samkeppnisaðila.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að verkfall muni hafa verulega neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustunnar. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum boðuðu verkfallsaðgerðum. Við erum að áætla að tapaðar gjaldeyristekjur séu milljarður á dag á þessum árstíma. Hver einasta klukkustund í þessari óvissu hefur mikil áhrif.“
Tengdar fréttir Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Sjá meira
Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08
Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38