Stjórnmálaflokkar fá kjörskrár áfram þótt engin heimild sé í lögum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. apríl 2014 07:00 Stjórnmálaflokkar sem bjóða fram og þess óska fá afhenta kjörskrárstofna í aðdraganda kosninga samkvæmt hefð. Fréttablaðið/Pjetur Persónuvernd segir vafa leika á því hvort Þjóðskrá Íslands sé heimilt að afhenda afrit kjörskrárstofna til stjórnmálaflokka. Í bréfi til Persónuverndar segir Þjóðskrá að innanríkisráðuneytið hafi falið stofnuninni að afhenda stjórnmálaflokkum afrit af kjörskrárstofnum fyrir alþingiskosningar auk lista og límmiða um tiltekna hópa kjósenda, til dæmis þá sem kjósa í fyrsta sinn. Þar komi fram lögheimili, kyn, nafn og kennitala einstaklinga með kosningarrétt. Þjóðskrá telji engin ákvæði í lögum heimila afhendingu kjörskrárstofna til annarra en sveitarstjórna. Auk þess sem afhendingin eigi sér ekki lagastoð samræmist hún ekki tilgangi kjörskrárstofna. Kjósendur njóti mögulega ekki verndar samkvæmt reglum um bannskrá þegar stjórnmálaflokkarnir noti kjörskrárstofnana sem úthringilista.Löng hefð og jafnræði með framboðum Innanríkisráðuneytið segir í svarbréfi til Persónuverndar að í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra hafi forsætisráðuneytið óskað eftir að innanríkisráðuneytið fæli Þjóðskrá, samkvæmt hefð, að afhenda stjórnmálasamtökum kjörskrárstofnana. Um lögmæti afhendingarinnar segir innanríkisráðuneytið að áratugum saman hafi tíðkast að afhenda stjórnmálasamtökum sem hyggist bjóða fram afrit kjörskrárstofna. „Þó ekki sé kveðið á um þessa afhendingu með skýrum hætti í kosningalöggjöfinni byggir hún á langri og ríkri hefð í samskiptum stjórnarráðsins og stjórnmálasamtaka sem hyggjast bjóða fram og hefur þar verið gætt fyllsta jafnræðis milli framboðsaðila,“ segir ráðuneytið sem kveður það „í þágu lýðræðisins að auðvelda þeim sem bjóða sig fram í kosningum að ná eyrum kjósenda“.Ná ekki lagaheimild fyrir kosningar Innanríkisráðuneytið bætir við að í ljósi efasemda Þjóðskrár Íslands muni ráðuneytið kanna við endurskoðun kosningalöggjafarinnar hvort þurfi að kveða á um það með skýrum hætti að afhending gagnanna sé heimil. Því verði þó ekki lokið fyrir sveitarstjórnarkosningar 31. maí. „Ráðuneytið gerir því ráð fyrir því að framboðsaðilum við sveitarstjórnarkosningar verði að öllu óbreyttu afhent umrædd gögn með sama hætti og verið hefur, komi fram beiðni um slíkt.“ Persónuvernd segir hvergi í lögum vikið að afhendingu kjörskrárstofna til annarra en sveitarstjórna. „Í ljósi þess að slíkt ákvæði skortir telur Persónuvernd vafa leika á um að miðlunin sé heimil. Kosningar 2014 fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Persónuvernd segir vafa leika á því hvort Þjóðskrá Íslands sé heimilt að afhenda afrit kjörskrárstofna til stjórnmálaflokka. Í bréfi til Persónuverndar segir Þjóðskrá að innanríkisráðuneytið hafi falið stofnuninni að afhenda stjórnmálaflokkum afrit af kjörskrárstofnum fyrir alþingiskosningar auk lista og límmiða um tiltekna hópa kjósenda, til dæmis þá sem kjósa í fyrsta sinn. Þar komi fram lögheimili, kyn, nafn og kennitala einstaklinga með kosningarrétt. Þjóðskrá telji engin ákvæði í lögum heimila afhendingu kjörskrárstofna til annarra en sveitarstjórna. Auk þess sem afhendingin eigi sér ekki lagastoð samræmist hún ekki tilgangi kjörskrárstofna. Kjósendur njóti mögulega ekki verndar samkvæmt reglum um bannskrá þegar stjórnmálaflokkarnir noti kjörskrárstofnana sem úthringilista.Löng hefð og jafnræði með framboðum Innanríkisráðuneytið segir í svarbréfi til Persónuverndar að í aðdraganda alþingiskosninganna í fyrra hafi forsætisráðuneytið óskað eftir að innanríkisráðuneytið fæli Þjóðskrá, samkvæmt hefð, að afhenda stjórnmálasamtökum kjörskrárstofnana. Um lögmæti afhendingarinnar segir innanríkisráðuneytið að áratugum saman hafi tíðkast að afhenda stjórnmálasamtökum sem hyggist bjóða fram afrit kjörskrárstofna. „Þó ekki sé kveðið á um þessa afhendingu með skýrum hætti í kosningalöggjöfinni byggir hún á langri og ríkri hefð í samskiptum stjórnarráðsins og stjórnmálasamtaka sem hyggjast bjóða fram og hefur þar verið gætt fyllsta jafnræðis milli framboðsaðila,“ segir ráðuneytið sem kveður það „í þágu lýðræðisins að auðvelda þeim sem bjóða sig fram í kosningum að ná eyrum kjósenda“.Ná ekki lagaheimild fyrir kosningar Innanríkisráðuneytið bætir við að í ljósi efasemda Þjóðskrár Íslands muni ráðuneytið kanna við endurskoðun kosningalöggjafarinnar hvort þurfi að kveða á um það með skýrum hætti að afhending gagnanna sé heimil. Því verði þó ekki lokið fyrir sveitarstjórnarkosningar 31. maí. „Ráðuneytið gerir því ráð fyrir því að framboðsaðilum við sveitarstjórnarkosningar verði að öllu óbreyttu afhent umrædd gögn með sama hætti og verið hefur, komi fram beiðni um slíkt.“ Persónuvernd segir hvergi í lögum vikið að afhendingu kjörskrárstofna til annarra en sveitarstjórna. „Í ljósi þess að slíkt ákvæði skortir telur Persónuvernd vafa leika á um að miðlunin sé heimil.
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira