Hver er Vladimir Pútín? 22. mars 2014 15:00 Vladimir Pútín Vísir/AP Samband við umheiminn Ekki þarf að fara mörgum orðum um það sem er að gerast í Úkraínu þessa dagana.Kosningarnar á Krímskaga um síðustu helgi fóru fram í skugga rússnesks herliðs, sem gefur ærna ástæðu til að tortryggja úrslitin. Engu að síður er Krímskagi nú hluti af Rússlandi en ekki Úkraínu, í trássi við vilja stjórnvalda í Kænugarði. Margir óttast að Krímskagi sé aðeins upphafið – næst taki Pútin til hendinni í öðrum ríkjum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Moldova er oft nefnd og víst er að í nánustu samstarfsríkjum Norðurlanda, Eistlandi, Lettlandi og Litháen er mörgum órótt. Alla vega er á ferðinni óvissuástand í þessum heimshluta sem ekki á sér hliðstæðu frá upplausn Sovétríkjanna og lokum kalda stríðsins. Draumur Kremlverja um einhvers konar endurnýjun Sovétríkjanna birtist heimsbyggðinni ljóslifandi og Pútin er táknmyndin. Gagnrýnendur saka Pútín um endurtekna einræðistilburði sem lýsi sér í því, að hann virði að vettugi kosningalög um leið og hann þaggar niður í þeim sem eru honum ósammála í mikilvægum málefnum. Þrátt fyrir það virðast vinsældir Pútíns í heimalandinu haldast nokkuð stöðugar, þó að hann hafi sætt nokkurri gagnrýni fyrir umdeild lög gegn samkynhneigðum þar sem samkynhneigðum pörum er bannað að ættleiða börn og blátt bann var lagt við því að ræða „óhefðbundin sambönd“ við ungmenni. Þessi lagasetning varð kveikjan að útbreiddri fordæmingu sem lýsti sér meðal annars í því að margir sniðgengu Ólympíuleikana í Sotsjí, sem haldnir voru fyrr á þessu ári. Pútín hefur sætt gagnrýni fyrir meðferð Rússa á pólitískum föngum, en hann hefur aldrei veigrað sér við því að taka umdeildar ákvarðanir, hvort sem þær varða utanríkisstefnu eða innanlandsmál. Alþjóðasamfélagið, og þá sérstaklega vestræn ríki, hafa deilt harðlega á Pútín fyrir stuðning hans við forseta Sýrlands, Bashar al-Assad. Sú gagnrýni reis hæst þegar al-Assad var sagður hafa notað efnavopn gegn uppreisnarmönnum. Þegar Bandaríkin hótuðu að ráðast inn í Sýrland, hafði Pútín milligöngu um samninga á milli Sýrlands og Bandaríkjanna um að stjórn Assads léti efnavopnin af hendi. Í ágúst 2013, veitti Pútin svo uppljóstraranum Edward Snowden pólitískt hæli. Samband Rússlands við Bandaríkin hefur verið stirt í gegnum árin og ekki batnar ástandið.Afreksíþróttamaður og fremsta ljósmyndafyrirsæta í hópi þjóðarleiðtoga Pútin er ófeiminn við að stilla sér upp fyrir framan myndavélar, einkum við íþróttaiðkun, sem gefur honum yfirbragð hreysti og karlmennsku. Hann hefur sérstakan áhuga á bardagaíþróttum, er með svart belti í karate, auk þess sem hann er afreksmaður í júdó. Hann situr gjarnan fyrir ber að ofan, og er líklega fremsta ljósmyndafyrirsæta í hópi þjóðarleiðtoga – tilgangurinn er greinilega að sveipa sig ljóma ofurhetjunnar. Þess á milli gætir hann þess, að ljósmyndarar séu á ferðinni þegar hann rennir sér á skíðum. Pútín er einnig sagður mikill dýravinur, en hann lætur gjarnan mynda sig í bak og fyrir með hundum, hestum og jafnvel tígrisdýrum.Ungur Vladimir Pútín, ásamt þáverandi eiginkonu sinni og dóttur.Vísir/GettyTekur föðurhlutverkinu alvarlega Pútín átti tvo yngri bræður sem létust ungir, en hann ólst upp við fátækt í St. Pétursborg, sem þá var Leníngrad. Pútín og foreldrar hans deildu lítilli íbúð með tveimur öðrum fjölskyldum og meðal bernskuminninga Pútíns er að veiða rottur í stigaganginum heima hjá sér. Fyrrverandi eiginkona Pútíns heitir Lyudmila Shkrebneva, en hún var flugfreyja hjá innanlandsflugfélagi í Rússlandi þegar þau giftu sig. Þau gengu í hjónaband árið 1983 en árið 2013 tilkynntu þau að þau væru að skilja. Þá voru þau stödd á ballettsýningu, La Esmeralda, og blaðamaður nálgaðist þau eftir fyrsta þátt ballettsins. Blaðamaðurinn spurði af hverju forsetahjónin sæjust svo sjaldan saman opinberlega – Pútín svaraði einfaldlega: Það er vegna þess að við erum að skilja. Á heimasíðu Pútíns segir Lyudmila um Pútín. „Það eru fáir feður jafn umhyggjusamir og hann,“ en saman eiga þau tvær dætur, Mariu, fædda 1985 og Katerinu, fædd 1986. Þær hafa haldið sig fjarri sviðsljósi fjölmiðla og sjást sjaldan opinberlega. Þær sóttu háskóla þar í landi undir leyninöfnum. Ekki er vitað hvað þær fást við eða hvar þær búa. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Samband við umheiminn Ekki þarf að fara mörgum orðum um það sem er að gerast í Úkraínu þessa dagana.Kosningarnar á Krímskaga um síðustu helgi fóru fram í skugga rússnesks herliðs, sem gefur ærna ástæðu til að tortryggja úrslitin. Engu að síður er Krímskagi nú hluti af Rússlandi en ekki Úkraínu, í trássi við vilja stjórnvalda í Kænugarði. Margir óttast að Krímskagi sé aðeins upphafið – næst taki Pútin til hendinni í öðrum ríkjum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Moldova er oft nefnd og víst er að í nánustu samstarfsríkjum Norðurlanda, Eistlandi, Lettlandi og Litháen er mörgum órótt. Alla vega er á ferðinni óvissuástand í þessum heimshluta sem ekki á sér hliðstæðu frá upplausn Sovétríkjanna og lokum kalda stríðsins. Draumur Kremlverja um einhvers konar endurnýjun Sovétríkjanna birtist heimsbyggðinni ljóslifandi og Pútin er táknmyndin. Gagnrýnendur saka Pútín um endurtekna einræðistilburði sem lýsi sér í því, að hann virði að vettugi kosningalög um leið og hann þaggar niður í þeim sem eru honum ósammála í mikilvægum málefnum. Þrátt fyrir það virðast vinsældir Pútíns í heimalandinu haldast nokkuð stöðugar, þó að hann hafi sætt nokkurri gagnrýni fyrir umdeild lög gegn samkynhneigðum þar sem samkynhneigðum pörum er bannað að ættleiða börn og blátt bann var lagt við því að ræða „óhefðbundin sambönd“ við ungmenni. Þessi lagasetning varð kveikjan að útbreiddri fordæmingu sem lýsti sér meðal annars í því að margir sniðgengu Ólympíuleikana í Sotsjí, sem haldnir voru fyrr á þessu ári. Pútín hefur sætt gagnrýni fyrir meðferð Rússa á pólitískum föngum, en hann hefur aldrei veigrað sér við því að taka umdeildar ákvarðanir, hvort sem þær varða utanríkisstefnu eða innanlandsmál. Alþjóðasamfélagið, og þá sérstaklega vestræn ríki, hafa deilt harðlega á Pútín fyrir stuðning hans við forseta Sýrlands, Bashar al-Assad. Sú gagnrýni reis hæst þegar al-Assad var sagður hafa notað efnavopn gegn uppreisnarmönnum. Þegar Bandaríkin hótuðu að ráðast inn í Sýrland, hafði Pútín milligöngu um samninga á milli Sýrlands og Bandaríkjanna um að stjórn Assads léti efnavopnin af hendi. Í ágúst 2013, veitti Pútin svo uppljóstraranum Edward Snowden pólitískt hæli. Samband Rússlands við Bandaríkin hefur verið stirt í gegnum árin og ekki batnar ástandið.Afreksíþróttamaður og fremsta ljósmyndafyrirsæta í hópi þjóðarleiðtoga Pútin er ófeiminn við að stilla sér upp fyrir framan myndavélar, einkum við íþróttaiðkun, sem gefur honum yfirbragð hreysti og karlmennsku. Hann hefur sérstakan áhuga á bardagaíþróttum, er með svart belti í karate, auk þess sem hann er afreksmaður í júdó. Hann situr gjarnan fyrir ber að ofan, og er líklega fremsta ljósmyndafyrirsæta í hópi þjóðarleiðtoga – tilgangurinn er greinilega að sveipa sig ljóma ofurhetjunnar. Þess á milli gætir hann þess, að ljósmyndarar séu á ferðinni þegar hann rennir sér á skíðum. Pútín er einnig sagður mikill dýravinur, en hann lætur gjarnan mynda sig í bak og fyrir með hundum, hestum og jafnvel tígrisdýrum.Ungur Vladimir Pútín, ásamt þáverandi eiginkonu sinni og dóttur.Vísir/GettyTekur föðurhlutverkinu alvarlega Pútín átti tvo yngri bræður sem létust ungir, en hann ólst upp við fátækt í St. Pétursborg, sem þá var Leníngrad. Pútín og foreldrar hans deildu lítilli íbúð með tveimur öðrum fjölskyldum og meðal bernskuminninga Pútíns er að veiða rottur í stigaganginum heima hjá sér. Fyrrverandi eiginkona Pútíns heitir Lyudmila Shkrebneva, en hún var flugfreyja hjá innanlandsflugfélagi í Rússlandi þegar þau giftu sig. Þau gengu í hjónaband árið 1983 en árið 2013 tilkynntu þau að þau væru að skilja. Þá voru þau stödd á ballettsýningu, La Esmeralda, og blaðamaður nálgaðist þau eftir fyrsta þátt ballettsins. Blaðamaðurinn spurði af hverju forsetahjónin sæjust svo sjaldan saman opinberlega – Pútín svaraði einfaldlega: Það er vegna þess að við erum að skilja. Á heimasíðu Pútíns segir Lyudmila um Pútín. „Það eru fáir feður jafn umhyggjusamir og hann,“ en saman eiga þau tvær dætur, Mariu, fædda 1985 og Katerinu, fædd 1986. Þær hafa haldið sig fjarri sviðsljósi fjölmiðla og sjást sjaldan opinberlega. Þær sóttu háskóla þar í landi undir leyninöfnum. Ekki er vitað hvað þær fást við eða hvar þær búa.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira