Freyr: Líka búin að vinna svo marga litla sigra á leiðinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2014 07:30 Freyr Alexandersson fagnar góðum úrslitum ásamt Hallberu Gíslasdóttur. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson „Ég er mjög sáttur. Þetta er frábær árangur og svo erum við búin að vinna svo marga litla sigra á leiðinni sem eru ekki síður mikilvægir,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrði stelpunum okkar til sigurs gegn Svíþjóð í leiknum um þriðja sæti á Algarve-mótinu í gær og vann því til bronsverðlauna í sinni fyrstu ferð á þetta sterka mót sem þjálfari. „Það sem ég tek fyrst og fremst með okkur út úr þessu móti er að við náðum tökum á leikfræðilegum atriðum eins og hápressunni sem er búin að skila okkur gríðarlega miklu. Við náðum einnig tökum á sóknarleiknum og héldum boltanum betur. Þá lesum við veikleika andstæðinga okkar betur og nýtum okkur þá, sem ég er mjög ánægður með. Svo er alltaf í þessu liði þessi íslenska geðveiki og samkennd sem er svo gaman að vera hluti af,“ segir Freyr. Hann fór inn í mótið með mjög markvissar hugmynd um hvað hann vildi gera. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fyrsta leik sagðist hann líta á riðlakeppnina sem þrjú verkefni. Eins ætlaði hann að gefa fleiri leikmönnum tækifæri sem hann og gerði. „Í fljótu bragði held ég að allt sem við lögðum upp með hafi heppnast. Öll þau markmið sem við settum okkur gengu eftir og svo bættum við ofan á það. Þessi árangur sem við náum er ekki það sem við einbeittum okkur að. Hann er bara risabónus,“ segir Freyr sem hóf ferilinn sem landsliðsþjálfari með vondu tapi gegn Sviss eftir að vera með liðið í stuttan tíma. „Sviss-leikinn upplifði ég sem erfitt verkefni, ég get alveg viðurkennt það. Það var búið að vera langt ár hjá stelpunum og í raun alveg ómarktækt enda mikið gengið á. Við þjálfarateymið vitum alveg hvert við ætlum með hópinn og trúum að það sem við erum að gera sé rétt.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
„Ég er mjög sáttur. Þetta er frábær árangur og svo erum við búin að vinna svo marga litla sigra á leiðinni sem eru ekki síður mikilvægir,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrði stelpunum okkar til sigurs gegn Svíþjóð í leiknum um þriðja sæti á Algarve-mótinu í gær og vann því til bronsverðlauna í sinni fyrstu ferð á þetta sterka mót sem þjálfari. „Það sem ég tek fyrst og fremst með okkur út úr þessu móti er að við náðum tökum á leikfræðilegum atriðum eins og hápressunni sem er búin að skila okkur gríðarlega miklu. Við náðum einnig tökum á sóknarleiknum og héldum boltanum betur. Þá lesum við veikleika andstæðinga okkar betur og nýtum okkur þá, sem ég er mjög ánægður með. Svo er alltaf í þessu liði þessi íslenska geðveiki og samkennd sem er svo gaman að vera hluti af,“ segir Freyr. Hann fór inn í mótið með mjög markvissar hugmynd um hvað hann vildi gera. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fyrsta leik sagðist hann líta á riðlakeppnina sem þrjú verkefni. Eins ætlaði hann að gefa fleiri leikmönnum tækifæri sem hann og gerði. „Í fljótu bragði held ég að allt sem við lögðum upp með hafi heppnast. Öll þau markmið sem við settum okkur gengu eftir og svo bættum við ofan á það. Þessi árangur sem við náum er ekki það sem við einbeittum okkur að. Hann er bara risabónus,“ segir Freyr sem hóf ferilinn sem landsliðsþjálfari með vondu tapi gegn Sviss eftir að vera með liðið í stuttan tíma. „Sviss-leikinn upplifði ég sem erfitt verkefni, ég get alveg viðurkennt það. Það var búið að vera langt ár hjá stelpunum og í raun alveg ómarktækt enda mikið gengið á. Við þjálfarateymið vitum alveg hvert við ætlum með hópinn og trúum að það sem við erum að gera sé rétt.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn