Tónlistarmenn heimsóttir Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 2. mars 2014 15:00 Addi Intro Beats og Guðni Impulze stjórna þættinum Á bak við borðin. Jóhann K. Jóhannsson Tónlistarmennirnir Addi Intro Beats og Guðni Impulze eða Ársæll Þór Ingvason og Guðni Einarsson sjá um þáttinn Á bak við borðin sem sýndur er á Vísi og Popp Tíví. Í þáttunum heimsækja þeir bæði þekkta og óþekkta tónlistarmenn í stúdíóin þeirra, grennslast fyrir um vinnuferli þeirra og hvernig þeir búa til músík. „Hugmyndin á bak við þættina er sú að sýna fram á að það getur hver sem er búið til tónlist, það þarf ekki að vera eitthvert stórt nafn eða að eiga bestu græjurnar til að geta gert eitthvað. Ef fólk er með góða hugmynd, kemst í fartölvu og getur hlaðið niður tónlistarforritum ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að það geti búið til flotta tónlist,“ segir Addi Intro Beats. Hann segir þáttinn vera fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á öllu því sem viðkemur tónlist og græjum. „Þættirnir eru mjög fjölbreyttir, við erum að fjalla um allt frá byrjendum í tónlist til Gusgus. Fólkið sem er í þáttunum er ekkert endilega fólk sem allir kannast við eða hefur mikið verið fjallað um. Það er þekkt í ákveðnum senum og þeir sem eru tengdir inn í senurnar vita hvert það er. Við erum að reyna að sýna fólk sem hefur fengið minni athygli en á hana skilið samt sem áður.“ Adda Intro Beats finnst vanta meiri umræður um tónlistarfólk hér heima. „Það er alltaf verið að tala um sömu tónlistarmennina og sömu böndin ár eftir ár. Það er alltaf sama fólkið sem fær styrki og umfjöllun en það er til fullt af fólki sem er að gera góða hluti en fær ekki umfjöllun af því að færri tengja við það. Hugmyndin að þáttunum sprettur út frá því að ég var að skoða myndbönd á netinu af listamönnum sem ég lít upp til. Mér finnst mjög áhugavert að sjá inn í stúdíóin þeirra og fylgjast með þeim í raunveruleikanum en ekki bara í hefðbundnum viðtölum. Ég reyni að ná viðmælendum Á bak við borðin á persónulegu nóturnar.“ Þættirnir eru gerðir í samstarfi við stúdíóið Hljóðheima sem Guðni Impulze rekur. „Hljóðheimar eru með ýmiss konar námskeið þar sem kennt er að semja tónlist. Þessi námskeið eru góð fyrir þá sem vilja bæta við tónlistina sína eða læra eitthvað um tónlist án þess að fara í langt og dýrt nám.“Þættina má nálgast á Vísir Sjónvarp undir flokknum Hljóðheimar. Hljóðheimar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Tónlistarmennirnir Addi Intro Beats og Guðni Impulze eða Ársæll Þór Ingvason og Guðni Einarsson sjá um þáttinn Á bak við borðin sem sýndur er á Vísi og Popp Tíví. Í þáttunum heimsækja þeir bæði þekkta og óþekkta tónlistarmenn í stúdíóin þeirra, grennslast fyrir um vinnuferli þeirra og hvernig þeir búa til músík. „Hugmyndin á bak við þættina er sú að sýna fram á að það getur hver sem er búið til tónlist, það þarf ekki að vera eitthvert stórt nafn eða að eiga bestu græjurnar til að geta gert eitthvað. Ef fólk er með góða hugmynd, kemst í fartölvu og getur hlaðið niður tónlistarforritum ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að það geti búið til flotta tónlist,“ segir Addi Intro Beats. Hann segir þáttinn vera fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á öllu því sem viðkemur tónlist og græjum. „Þættirnir eru mjög fjölbreyttir, við erum að fjalla um allt frá byrjendum í tónlist til Gusgus. Fólkið sem er í þáttunum er ekkert endilega fólk sem allir kannast við eða hefur mikið verið fjallað um. Það er þekkt í ákveðnum senum og þeir sem eru tengdir inn í senurnar vita hvert það er. Við erum að reyna að sýna fólk sem hefur fengið minni athygli en á hana skilið samt sem áður.“ Adda Intro Beats finnst vanta meiri umræður um tónlistarfólk hér heima. „Það er alltaf verið að tala um sömu tónlistarmennina og sömu böndin ár eftir ár. Það er alltaf sama fólkið sem fær styrki og umfjöllun en það er til fullt af fólki sem er að gera góða hluti en fær ekki umfjöllun af því að færri tengja við það. Hugmyndin að þáttunum sprettur út frá því að ég var að skoða myndbönd á netinu af listamönnum sem ég lít upp til. Mér finnst mjög áhugavert að sjá inn í stúdíóin þeirra og fylgjast með þeim í raunveruleikanum en ekki bara í hefðbundnum viðtölum. Ég reyni að ná viðmælendum Á bak við borðin á persónulegu nóturnar.“ Þættirnir eru gerðir í samstarfi við stúdíóið Hljóðheima sem Guðni Impulze rekur. „Hljóðheimar eru með ýmiss konar námskeið þar sem kennt er að semja tónlist. Þessi námskeið eru góð fyrir þá sem vilja bæta við tónlistina sína eða læra eitthvað um tónlist án þess að fara í langt og dýrt nám.“Þættina má nálgast á Vísir Sjónvarp undir flokknum Hljóðheimar.
Hljóðheimar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira