Innlent

Ekki leitað til erlendra lögregluembætta

Brjánn Jónasson skrifar
Ómögulegt er að segja til um hversu langan tíma þurfi til að ljúka rannsókn á netárás á vef Vodafone segir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn.
Ómögulegt er að segja til um hversu langan tíma þurfi til að ljúka rannsókn á netárás á vef Vodafone segir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn. Fréttablaðið/Anton
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að rannsókn á netárás á vefsíðu Vodafone í desamber í fyrra þar sem tölvuþrjótum tókst að komast yfir persónulegar upplýsingar frá viðskiptavinum fyrirtækisins.

Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsóknina ekki komna á það stig að tilefni hafi verið til að óska eftir samstarfi við erlent lögregluembætti. Líklegt er að tölvuþrjóturinn sé frá Tyrklandi, en það hefur ekki verið staðfest að sögn Friðriks Smára.

Hann segir ómögulegt að segja til um hvenær rannsókninni gæti lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×