Jöklar eiga í vök að verjast Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 17:00 Breiðamerkurjökull í Jökulsárlóni á það til að brotna upp mjög ört en getur þó stundum gengið fram þótt afkoma hans gefi ekki tilefni til.Fréttablaðið/Heiða „Lengstu skriðjöklarnir styttast mest,“ segir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur. Hlýnun jarðar gerir það að verkum að jöklar eiga í vök að verjast. Því er spáð að jöklar Íslands verði horfnir innan tveggja alda. Fyrst fara skriðjöklarnir og svo meginjöklarnir. Á síðustu öld hvarf einn jökull, Okjökull. „Hann hefur rýrnað svo mikið að hann er kominn niður fyrir tíu prósent af því sem hann var um aldamótin 1900. Nú er einungis eftir smá svellstykki. Það er svo þunnt að það skríður ekki og því er ekki lengur hægt að kalla þetta jökul,“ segir Oddur. Oddur hefur mælt framskrið og hopun skriðjökla síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Jökulsporða var vitjað á 46 mælistöðum síðastliðið sumar. Á nær öllum mælistöðvunum höfðu skriðjöklarnir hopað, mismikið þó. „Hitastigið ræður mestu um afkomu jöklanna, mun meiru en úrkoma. Einn af þeim jöklum sem ég hef fylgst hvað lengst og mest með er Sólheimajökull sem gengur út úr Mýrdalsjökli. Ég hef lært mikið af honum. Hann sýnir mjög skýr viðbrögð við loftslaginu,“ segir Oddur og bætir við að þegar hann setji saman á línurit sumarhitann í Stykkishólmi og sporðabreytingar á Sólheimajökli sé mikil fylgni þar á milli. Sá jökull sem minnkaði mest síðastliðið ár var Heinabergsjökull. Hann hopaði um hátt í kílómetra en ýmislegt getur haft áhrif á mælingarnar. „Vegna þess að undirlag jökla er ekki alls staðar slétt og jafnt koma rykkir í mælinguna þegar jökulsporðurinn liggur fram á hæð eða er í lægð í landslaginu. Einnig eru sumir jöklar huldir einangrandi aurkápu í sporðinn og þá gengur mjög hægt á þá um skeið en að lokum slitnar einangraði ísbunkinn framan af jöklinum og þá styttist jökullinn skyndilega,“ segir Oddur. Hann segir að jöklar sem eru á floti í sporðinn, til dæmis Breiðamerkurjökull í Jökulsárlóni, eigi það til að brotna upp mjög ört en geti þó stundum gengið fram þó að afkoma þeirra gefi ekki tilefni til. Svo eru framhlaupsjöklar eins og Tungnárjökull. Þeir styttast að jafnaði mikið miðað við aðra jökla en svo hlaupa þeir skyndilega fram langar leiðir á örskömmum tíma án þess að menn hafi fundið fullnægjandi skýringu á því háttalagi. Loftslagsmál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
„Lengstu skriðjöklarnir styttast mest,“ segir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur. Hlýnun jarðar gerir það að verkum að jöklar eiga í vök að verjast. Því er spáð að jöklar Íslands verði horfnir innan tveggja alda. Fyrst fara skriðjöklarnir og svo meginjöklarnir. Á síðustu öld hvarf einn jökull, Okjökull. „Hann hefur rýrnað svo mikið að hann er kominn niður fyrir tíu prósent af því sem hann var um aldamótin 1900. Nú er einungis eftir smá svellstykki. Það er svo þunnt að það skríður ekki og því er ekki lengur hægt að kalla þetta jökul,“ segir Oddur. Oddur hefur mælt framskrið og hopun skriðjökla síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Jökulsporða var vitjað á 46 mælistöðum síðastliðið sumar. Á nær öllum mælistöðvunum höfðu skriðjöklarnir hopað, mismikið þó. „Hitastigið ræður mestu um afkomu jöklanna, mun meiru en úrkoma. Einn af þeim jöklum sem ég hef fylgst hvað lengst og mest með er Sólheimajökull sem gengur út úr Mýrdalsjökli. Ég hef lært mikið af honum. Hann sýnir mjög skýr viðbrögð við loftslaginu,“ segir Oddur og bætir við að þegar hann setji saman á línurit sumarhitann í Stykkishólmi og sporðabreytingar á Sólheimajökli sé mikil fylgni þar á milli. Sá jökull sem minnkaði mest síðastliðið ár var Heinabergsjökull. Hann hopaði um hátt í kílómetra en ýmislegt getur haft áhrif á mælingarnar. „Vegna þess að undirlag jökla er ekki alls staðar slétt og jafnt koma rykkir í mælinguna þegar jökulsporðurinn liggur fram á hæð eða er í lægð í landslaginu. Einnig eru sumir jöklar huldir einangrandi aurkápu í sporðinn og þá gengur mjög hægt á þá um skeið en að lokum slitnar einangraði ísbunkinn framan af jöklinum og þá styttist jökullinn skyndilega,“ segir Oddur. Hann segir að jöklar sem eru á floti í sporðinn, til dæmis Breiðamerkurjökull í Jökulsárlóni, eigi það til að brotna upp mjög ört en geti þó stundum gengið fram þó að afkoma þeirra gefi ekki tilefni til. Svo eru framhlaupsjöklar eins og Tungnárjökull. Þeir styttast að jafnaði mikið miðað við aðra jökla en svo hlaupa þeir skyndilega fram langar leiðir á örskömmum tíma án þess að menn hafi fundið fullnægjandi skýringu á því háttalagi.
Loftslagsmál Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira