Þurfum að læra að byggja í þéttri byggð Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 15. febrúar 2014 10:00 Auður Sigríður Kristinsdóttir sýnir hvernig molnað hefur úr veggjum í kjallara húss hennar vegna sprenginganna á Lýsisreitnum. VÍSIR/GVA Páll Hjaltason, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir Reykvíkinga skorta þekkingu á því hvernig eigi að byggja í þéttri byggð. Hann kveðst fagna umræðunni um sprengingarnar á Lýsisreitnum þar sem verið er að undirbúa byggingu fjölbýlishúss. „Þar virðast að vísu vera sérstaklega einkennilegar aðstæður. Gömlu húsin sem standa á móhellu á klöppinni sem verið er að sprengja virðast hristast mest.“ Byrjað var að sprengja klöppina þar 6. janúar síðastliðinn en þrátt fyrir að íbúar hefðu fljótlega kvartað yfir því að allt léki á reiðiskjálfi og að munir og hús hefðu skemmst var magn sprengiefnis ekki minnkað um helming fyrr en í þessari viku. Þar með má gera ráð fyrir að sprengingum ljúki ekki um næstu mánaðamót eins og áætlað var. „Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur fylgst vel með verkinu frá upphafi og viðkomandi verktaki sprengir oftast undir 30 prósentum af leyfilegu hámarki í verkefnum sínum. Það þarf hins vegar að vakta þessa staði hvern fyrir sig og tryggja að svona gerist ekki aftur eins og á Lýsisreitnum þar sem aðstæður virðast magna upp sprengikraftinn,“ segir Páll. Hann tekur fram að þörf sé á skýrari verklagsreglum. „Við höfum verið að ræða þessi mál. Skoða þarf hvort gefa eigi byggingarfulltrúa skýrari og meiri heimildir um þessa hluti. Við þurfum að læra að byggja inni í byggð þannig að sem minnst röskun verði. Það er viðbúið að upp komi atriði sem færa þarf til betri vegar þegar farið verður að byggja í Kvosinni og á Laugaveginum. Ég óttast að þrýstingur um að verkinu verði lokið sem fyrst fari ekki saman við hagsmuni umhverfisins.“ Íbúar í nágrenni við Lýsisreitinn vilja bætur vegna meintra skemmda á eigum sínum. Þeir segjast hafa fengið þær upplýsingar að verktakinn hafi sprengt innan viðmiðunarmarka og þess vegna fáist bætur ekki greiddar. „Ég er dálítið hissa á þessari afstöðu tryggingafélaganna,“ segir Páll. Hverfisráð Vesturbæjar segir framkvæmdir eiga að ganga betur en svo að íbúar séu óöruggir með rétt sinn. Umboðsmaður borgarbúa, Ingi B. Poulsen, segir að ekki hafi verið leitað til sín vegna málsins. „Það er eitt af verkefnum umboðsmanns borgarbúa að leiðbeina þeim um réttarstöðu sína í þeim tilvikum þegar þeir telja að Reykjavíkurborg hafi brotið á þeim rétt með einhverjum hætti. Þá er það jafnframt hlutverk hans að hafa eftirlit með stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og getur hann tekið einstaka þætti hennar til rannsóknar.“ Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Páll Hjaltason, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir Reykvíkinga skorta þekkingu á því hvernig eigi að byggja í þéttri byggð. Hann kveðst fagna umræðunni um sprengingarnar á Lýsisreitnum þar sem verið er að undirbúa byggingu fjölbýlishúss. „Þar virðast að vísu vera sérstaklega einkennilegar aðstæður. Gömlu húsin sem standa á móhellu á klöppinni sem verið er að sprengja virðast hristast mest.“ Byrjað var að sprengja klöppina þar 6. janúar síðastliðinn en þrátt fyrir að íbúar hefðu fljótlega kvartað yfir því að allt léki á reiðiskjálfi og að munir og hús hefðu skemmst var magn sprengiefnis ekki minnkað um helming fyrr en í þessari viku. Þar með má gera ráð fyrir að sprengingum ljúki ekki um næstu mánaðamót eins og áætlað var. „Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur fylgst vel með verkinu frá upphafi og viðkomandi verktaki sprengir oftast undir 30 prósentum af leyfilegu hámarki í verkefnum sínum. Það þarf hins vegar að vakta þessa staði hvern fyrir sig og tryggja að svona gerist ekki aftur eins og á Lýsisreitnum þar sem aðstæður virðast magna upp sprengikraftinn,“ segir Páll. Hann tekur fram að þörf sé á skýrari verklagsreglum. „Við höfum verið að ræða þessi mál. Skoða þarf hvort gefa eigi byggingarfulltrúa skýrari og meiri heimildir um þessa hluti. Við þurfum að læra að byggja inni í byggð þannig að sem minnst röskun verði. Það er viðbúið að upp komi atriði sem færa þarf til betri vegar þegar farið verður að byggja í Kvosinni og á Laugaveginum. Ég óttast að þrýstingur um að verkinu verði lokið sem fyrst fari ekki saman við hagsmuni umhverfisins.“ Íbúar í nágrenni við Lýsisreitinn vilja bætur vegna meintra skemmda á eigum sínum. Þeir segjast hafa fengið þær upplýsingar að verktakinn hafi sprengt innan viðmiðunarmarka og þess vegna fáist bætur ekki greiddar. „Ég er dálítið hissa á þessari afstöðu tryggingafélaganna,“ segir Páll. Hverfisráð Vesturbæjar segir framkvæmdir eiga að ganga betur en svo að íbúar séu óöruggir með rétt sinn. Umboðsmaður borgarbúa, Ingi B. Poulsen, segir að ekki hafi verið leitað til sín vegna málsins. „Það er eitt af verkefnum umboðsmanns borgarbúa að leiðbeina þeim um réttarstöðu sína í þeim tilvikum þegar þeir telja að Reykjavíkurborg hafi brotið á þeim rétt með einhverjum hætti. Þá er það jafnframt hlutverk hans að hafa eftirlit með stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og getur hann tekið einstaka þætti hennar til rannsóknar.“
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira