Vilja Latabæ til Kína Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. janúar 2014 12:00 Hér stillir hluti af þeim 30 börnum, sem stigu á svið með Latabæ, sér upp með Íþróttaálfinum og Sollu stirðu. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og kynningarmála hjá Latabæ, staðfestir að áhugi sé fyrir því á annarri stærstu sjónvarpstöð í Kína, Beijing TV, að taka Latabæ til sýninga þar í landi. Ljóst er að áhorfendahópurinn myndi stækka verulega ef af því yrði, en stöðin nær til yfir 300 milljón manna. „Þetta kom allt þannig til að það var starfsmaður frá Beijing TV á Íslandi að kynna sér land og þjóð. Hann kom í heimsókn í Latabæ og leist vel á. Þannig bauð hann okkur að taka þátt í nýárshátíð sem þeir sýna árlega og þaðan fór boltinn að rúlla,“ útskýrir Hallgrímur. „Þeir hafa áhuga á efninu, en það er ekkert í hendi, það þarf oft að laga efnið að kínverskum áhorfendum,“ segir hann og bætir við:Íþróttaálfurinn og Solla á sviðinu í Peking.„Það er hægara sagt en gert að fá svona nokkuð í gegn í Kína, enda þarf allt erlent efni að fá samþykki hjá miðstýrðri ríkisstjórn. Utanríkisráðuneytið hefur verið okkur gífurlega hjálpsamt í þessum efnum.“ Sex manna teymi frá Latabæ fór til Kína fyrr í þessum mánuði í þeim tilgangi að taka upp atriði í nýársþætti kínverska sjónvarpsins. „Þetta er svona nýárshátíð Beijing TV sem er önnur stærsta stöð Kína,“ segir Hallgrímur, sem var með í för. „Það var mikil umfjöllun um Ísland í þessum þætti en hundruð milljóna Kínverja munu ná þessari útsendingu,“ segir Hallgrímur jafnframt. Kínversku áramótin eru haldin hátíðleg í lok janúar. „Í okkar atriði léku Solla stirða og Íþróttaálfurinn, og um það bil þrjátíu börn af svæðinu,“ segir Hallgrímur, og bætir við að það hafi verið mikið af flottum atriðum í þættinum. „Frá Bretlandi kom James Blunt og tók lagið, svo dæmi sé tekið,“ útskýrir hann og segir teymið frá Latabæ ekki hafa fengið sæti í áhorfendasalnum, svo mikið hafi verið af fólki. „Þetta var ótrúlega flott. Allir í salnum tóku þátt í atriðinu og svo kom Ragnar Baldursson diplómat og talaði um Ísland – þetta var gríðarleg landkynning,“ segir Hallgrímur.Tina Lang, Hallgrímur Kristinsson, Chloe Lang, James Royce Edwards, Guðmundur Magnason og Hrefna Björk Sverrisdóttir.Íþróttaálfurinn og Solla stirða með kínverskum túlkum sem fylgdu þeim hvert fótmál. Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og kynningarmála hjá Latabæ, staðfestir að áhugi sé fyrir því á annarri stærstu sjónvarpstöð í Kína, Beijing TV, að taka Latabæ til sýninga þar í landi. Ljóst er að áhorfendahópurinn myndi stækka verulega ef af því yrði, en stöðin nær til yfir 300 milljón manna. „Þetta kom allt þannig til að það var starfsmaður frá Beijing TV á Íslandi að kynna sér land og þjóð. Hann kom í heimsókn í Latabæ og leist vel á. Þannig bauð hann okkur að taka þátt í nýárshátíð sem þeir sýna árlega og þaðan fór boltinn að rúlla,“ útskýrir Hallgrímur. „Þeir hafa áhuga á efninu, en það er ekkert í hendi, það þarf oft að laga efnið að kínverskum áhorfendum,“ segir hann og bætir við:Íþróttaálfurinn og Solla á sviðinu í Peking.„Það er hægara sagt en gert að fá svona nokkuð í gegn í Kína, enda þarf allt erlent efni að fá samþykki hjá miðstýrðri ríkisstjórn. Utanríkisráðuneytið hefur verið okkur gífurlega hjálpsamt í þessum efnum.“ Sex manna teymi frá Latabæ fór til Kína fyrr í þessum mánuði í þeim tilgangi að taka upp atriði í nýársþætti kínverska sjónvarpsins. „Þetta er svona nýárshátíð Beijing TV sem er önnur stærsta stöð Kína,“ segir Hallgrímur, sem var með í för. „Það var mikil umfjöllun um Ísland í þessum þætti en hundruð milljóna Kínverja munu ná þessari útsendingu,“ segir Hallgrímur jafnframt. Kínversku áramótin eru haldin hátíðleg í lok janúar. „Í okkar atriði léku Solla stirða og Íþróttaálfurinn, og um það bil þrjátíu börn af svæðinu,“ segir Hallgrímur, og bætir við að það hafi verið mikið af flottum atriðum í þættinum. „Frá Bretlandi kom James Blunt og tók lagið, svo dæmi sé tekið,“ útskýrir hann og segir teymið frá Latabæ ekki hafa fengið sæti í áhorfendasalnum, svo mikið hafi verið af fólki. „Þetta var ótrúlega flott. Allir í salnum tóku þátt í atriðinu og svo kom Ragnar Baldursson diplómat og talaði um Ísland – þetta var gríðarleg landkynning,“ segir Hallgrímur.Tina Lang, Hallgrímur Kristinsson, Chloe Lang, James Royce Edwards, Guðmundur Magnason og Hrefna Björk Sverrisdóttir.Íþróttaálfurinn og Solla stirða með kínverskum túlkum sem fylgdu þeim hvert fótmál.
Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira