Vilja breyta lagasetningu um forsjá barna óháð hjúskap Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2014 10:42 Jafnvel þótt foreldrar þekkist lítið þegar barnið fæðist þá er það skuldbinding beggja að taka ábyrgð á barninu, segir Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi. Vísir / Getty „Þetta hlýtur að vera næsta skref sem við horfum til,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, um þá skoðun Haraldar Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokks, að forsjá barns sé sameiginleg óháð hjúskaparstöðu foreldra.Eygló HarðardóttirHaraldur sagði á Alþingi að ekkert réttlæti eða jafnrétti væri í þeirri lagasetningu að ef foreldrar eru ekki í hjúskap eða sambúð þegar barnið fæðist þá fái móðirin sjálfkrafa fullt forræði. Hann sagði lögin hrópandi tímaskekkju sem þurfi að betrumbæta með hagsmuni barna að leiðarljósi enda hljóti markmiðið að vera að barnið hafi jafnan rétt til beggja foreldra sinna. Eygló tekur undir orð Haraldar og fagnar því að karlmenn tjái sig meira um jafnréttismál og beiti sér fyrir jafnrétti á öllum sviðum. „Við sjáum mikla viðhorfsbreytingu hjá ungum karlmönnum. Rannsóknir sýna að ungum karlmönnum í dag finnst mikilvægt að vera umhyggjusamir og góðir feður. Það er hluti af því að vera flottur karl,“ segir Eygló. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og fjölskylduráðgjafi hjá Tengslum, hefur unnið með fjölda foreldra og kynnst öllum gerðum fjölskyldna. Hún segir að með sameiginlegri forsjá beri foreldrar saman ábyrgð. „Aðalatriðið er réttur barnsins til ábyrgðar beggja foreldra. Þetta snýst ekki aðeins um að fá að hitta foreldri sitt og eiga gæðasamvistir, heldur þurfa báðir foreldrar að axla ábyrgð. Með því er tilfinningasambandið ræktað um leið.“ Sigrún JúlíusdóttirSigrún segir það hvatningu til foreldra að axla ábyrgð með því að hafa lögbundinn rétt. „Það hvetur báða foreldra til að leggja sitt af mörkum og þá er líka hagur barnsins tryggður. Jafnvel þótt foreldrarnir þekkist lítið og ekki sé um fast samband að ræða þá er það skuldbinding að eignast barn. Þótt þú hafir ekki valið eitthvað þá þarftu samt að bera ábyrgð á því.“ Sigrúnu finnst ekki heppilegt að annað foreldrið, og annað kynið, beri eitt ábyrgð á barni. „Þetta er stór hluti ástæðunnar fyrir bágri stöðu einstæðra mæðra. Ég tel að breyting á þessari lagasetningu myndi jafna þeirra hlut.“ Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
„Þetta hlýtur að vera næsta skref sem við horfum til,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, um þá skoðun Haraldar Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokks, að forsjá barns sé sameiginleg óháð hjúskaparstöðu foreldra.Eygló HarðardóttirHaraldur sagði á Alþingi að ekkert réttlæti eða jafnrétti væri í þeirri lagasetningu að ef foreldrar eru ekki í hjúskap eða sambúð þegar barnið fæðist þá fái móðirin sjálfkrafa fullt forræði. Hann sagði lögin hrópandi tímaskekkju sem þurfi að betrumbæta með hagsmuni barna að leiðarljósi enda hljóti markmiðið að vera að barnið hafi jafnan rétt til beggja foreldra sinna. Eygló tekur undir orð Haraldar og fagnar því að karlmenn tjái sig meira um jafnréttismál og beiti sér fyrir jafnrétti á öllum sviðum. „Við sjáum mikla viðhorfsbreytingu hjá ungum karlmönnum. Rannsóknir sýna að ungum karlmönnum í dag finnst mikilvægt að vera umhyggjusamir og góðir feður. Það er hluti af því að vera flottur karl,“ segir Eygló. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og fjölskylduráðgjafi hjá Tengslum, hefur unnið með fjölda foreldra og kynnst öllum gerðum fjölskyldna. Hún segir að með sameiginlegri forsjá beri foreldrar saman ábyrgð. „Aðalatriðið er réttur barnsins til ábyrgðar beggja foreldra. Þetta snýst ekki aðeins um að fá að hitta foreldri sitt og eiga gæðasamvistir, heldur þurfa báðir foreldrar að axla ábyrgð. Með því er tilfinningasambandið ræktað um leið.“ Sigrún JúlíusdóttirSigrún segir það hvatningu til foreldra að axla ábyrgð með því að hafa lögbundinn rétt. „Það hvetur báða foreldra til að leggja sitt af mörkum og þá er líka hagur barnsins tryggður. Jafnvel þótt foreldrarnir þekkist lítið og ekki sé um fast samband að ræða þá er það skuldbinding að eignast barn. Þótt þú hafir ekki valið eitthvað þá þarftu samt að bera ábyrgð á því.“ Sigrúnu finnst ekki heppilegt að annað foreldrið, og annað kynið, beri eitt ábyrgð á barni. „Þetta er stór hluti ástæðunnar fyrir bágri stöðu einstæðra mæðra. Ég tel að breyting á þessari lagasetningu myndi jafna þeirra hlut.“
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent