Erlent

Tugir mótmælenda særðust í sprengingum

Suthep Thaugsuban, leiðtogi mótmælenda, tekur við seðli frá einum stuðningsmanna sinna.
Suthep Thaugsuban, leiðtogi mótmælenda, tekur við seðli frá einum stuðningsmanna sinna. Vísir/AP
Að minnsta kosti 28 manns særðust þegar tvær sprengingar urðu í Bangkok, höfuðborg Taílands, í gær. Sprengjurnar sprungu skammt frá minnismerki í norðanverðri borginni, þar sem stjórnarandstæðingar hafa hreiðrað um sig til mótmæla síðustu vikurnar.

Aukin harka hefur færst í mótmælin eftir því sem nær dregur kosningum, sem stjórnin hefur boðað til 2. febrúar.

Mótmælendur krefjast þess að stjórnin segi af sér, en bráðabirgðastjórn fái það hlutverk að gera endurbætur á stjórnkerfinu áður en boðað verði til kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×