Ráðherra vill skoða lög um kynjakvóta Eva Bjarnadóttir skrifar 13. janúar 2014 06:45 Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra fréttablaðið/Vilhelm Iðnaðarráðherra leitar eftir ólíkum sjónarmiðum varðandi lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga. Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu verður fulltrúum úr atvinnulífinu boðið á lokaðan fund í þarnæstu viku til þess að ræða kosti og galla laganna. „Fundurinn er haldinn til þess að leita eftir sjónarmiðum frá atvinnulífinu, bæði þeirra sem eru hlynntir lagasetningunni og þeirra sem hafa talað gegn þeim,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra. Ingvar segir ekki liggja fyrir hvort lögin verði endurskoðuð, en meðal annars verði litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma á fundinum þegar það verði ákveðið. Lögin voru samþykkt á Alþingi árið 2010 af þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum nema Sjálfstæðiflokki. Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, var framsögumaður minnihlutaálits viðskiptanefndar þar sem kom fram skýr andstaða við lagasetninguna. Ekki náðist í Ragnheiði við vinnslu fréttarinnar í gær. Í áliti minnihlutans sagði meðal annars að ekki ætti að koma á jafnrétti með boðum og bönnum, en í stað þess ætti jákvæð hvatning til fyrirtækja að vera ríkari. Þá sagði Ragnheiður Elín í umræðum um lagafrumvarpið: „Þrátt fyrir að vera mikill jafnréttissinni vil ég ekki sjá það að ég fái sæti í stjórn eða þingsæti eða hvað það sem ég er að sækjast eftir eingöngu á grundvelli þess að ég er kona. Mér finnst það vera það sem við í Keflavík kölluðum að vera súkkulaðikleina.“Kristín ÁstgeirsdóttirBreytinga að vænta á árinu Konur eru um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, og hefur hlutfall kvenna hækkað lítillega á síðasta ári, samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að breyting gæti orðið á kynjahlutfalli stjórna á þessu ári þegar mörg félög halda fyrstu aðalfundi sína eftir að lögunum var breytt 1. september síðastliðinn. „Það hefur ýmislegt gerst í þessum málum á undanförnum árum og konum fjölgað töluvert mikið. Það verður kannski á þessu ári sem við sjáum virkilega breytinguna,“ segir Kristín, sem telur skorta skilning á því hversu mikilvægt sé fyrir fyrirtæki að jafna hlut kynjanna. „Þetta hefur jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækja og rekstur.“Guðbjörg Linda RafnsdóttirKonur telja sig vera góða stjórnarmenn „Konur í stjórnum fyrirtækja meta sig almennt á jákvæðari nótum en karlar þegar spurt er um ýmsa þætti sem tengjast stjórnarstörfum,“ segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún rannsakar framkvæmd laga um jafnt kynjahlutfall stjórnum fyrirtækja ásamt þeim Þorgerði Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði og Jóni Snorra Snorrasyni, lektor í viðskiptafræði. Haustið 2012 gerðu KPMG og Háskóli Íslands könnun meðal stjórnarmanna þar sem stjórnarmenn voru beðnir um að meta þætti á borð við ákvarðanatöku, frumkvæði og siðferði. Konur gáfu sjálfum sér hærri einkunnir en karlar í öllum tilvikum. „Það má að minnsta kosti segja að konur hafi fullt sjálfstraust til að takast á við stjórnarstörfin,“ segir Guðbjörg. Könnunin var endurtekin á síðasta ári og er niðurstaðna að vænta fljótlega. Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Sjá meira
Iðnaðarráðherra leitar eftir ólíkum sjónarmiðum varðandi lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga. Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu verður fulltrúum úr atvinnulífinu boðið á lokaðan fund í þarnæstu viku til þess að ræða kosti og galla laganna. „Fundurinn er haldinn til þess að leita eftir sjónarmiðum frá atvinnulífinu, bæði þeirra sem eru hlynntir lagasetningunni og þeirra sem hafa talað gegn þeim,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra. Ingvar segir ekki liggja fyrir hvort lögin verði endurskoðuð, en meðal annars verði litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma á fundinum þegar það verði ákveðið. Lögin voru samþykkt á Alþingi árið 2010 af þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum nema Sjálfstæðiflokki. Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, var framsögumaður minnihlutaálits viðskiptanefndar þar sem kom fram skýr andstaða við lagasetninguna. Ekki náðist í Ragnheiði við vinnslu fréttarinnar í gær. Í áliti minnihlutans sagði meðal annars að ekki ætti að koma á jafnrétti með boðum og bönnum, en í stað þess ætti jákvæð hvatning til fyrirtækja að vera ríkari. Þá sagði Ragnheiður Elín í umræðum um lagafrumvarpið: „Þrátt fyrir að vera mikill jafnréttissinni vil ég ekki sjá það að ég fái sæti í stjórn eða þingsæti eða hvað það sem ég er að sækjast eftir eingöngu á grundvelli þess að ég er kona. Mér finnst það vera það sem við í Keflavík kölluðum að vera súkkulaðikleina.“Kristín ÁstgeirsdóttirBreytinga að vænta á árinu Konur eru um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, og hefur hlutfall kvenna hækkað lítillega á síðasta ári, samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að breyting gæti orðið á kynjahlutfalli stjórna á þessu ári þegar mörg félög halda fyrstu aðalfundi sína eftir að lögunum var breytt 1. september síðastliðinn. „Það hefur ýmislegt gerst í þessum málum á undanförnum árum og konum fjölgað töluvert mikið. Það verður kannski á þessu ári sem við sjáum virkilega breytinguna,“ segir Kristín, sem telur skorta skilning á því hversu mikilvægt sé fyrir fyrirtæki að jafna hlut kynjanna. „Þetta hefur jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækja og rekstur.“Guðbjörg Linda RafnsdóttirKonur telja sig vera góða stjórnarmenn „Konur í stjórnum fyrirtækja meta sig almennt á jákvæðari nótum en karlar þegar spurt er um ýmsa þætti sem tengjast stjórnarstörfum,“ segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún rannsakar framkvæmd laga um jafnt kynjahlutfall stjórnum fyrirtækja ásamt þeim Þorgerði Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði og Jóni Snorra Snorrasyni, lektor í viðskiptafræði. Haustið 2012 gerðu KPMG og Háskóli Íslands könnun meðal stjórnarmanna þar sem stjórnarmenn voru beðnir um að meta þætti á borð við ákvarðanatöku, frumkvæði og siðferði. Konur gáfu sjálfum sér hærri einkunnir en karlar í öllum tilvikum. „Það má að minnsta kosti segja að konur hafi fullt sjálfstraust til að takast á við stjórnarstörfin,“ segir Guðbjörg. Könnunin var endurtekin á síðasta ári og er niðurstaðna að vænta fljótlega.
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Sjá meira