Ráðherra vill skoða lög um kynjakvóta Eva Bjarnadóttir skrifar 13. janúar 2014 06:45 Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra fréttablaðið/Vilhelm Iðnaðarráðherra leitar eftir ólíkum sjónarmiðum varðandi lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga. Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu verður fulltrúum úr atvinnulífinu boðið á lokaðan fund í þarnæstu viku til þess að ræða kosti og galla laganna. „Fundurinn er haldinn til þess að leita eftir sjónarmiðum frá atvinnulífinu, bæði þeirra sem eru hlynntir lagasetningunni og þeirra sem hafa talað gegn þeim,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra. Ingvar segir ekki liggja fyrir hvort lögin verði endurskoðuð, en meðal annars verði litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma á fundinum þegar það verði ákveðið. Lögin voru samþykkt á Alþingi árið 2010 af þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum nema Sjálfstæðiflokki. Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, var framsögumaður minnihlutaálits viðskiptanefndar þar sem kom fram skýr andstaða við lagasetninguna. Ekki náðist í Ragnheiði við vinnslu fréttarinnar í gær. Í áliti minnihlutans sagði meðal annars að ekki ætti að koma á jafnrétti með boðum og bönnum, en í stað þess ætti jákvæð hvatning til fyrirtækja að vera ríkari. Þá sagði Ragnheiður Elín í umræðum um lagafrumvarpið: „Þrátt fyrir að vera mikill jafnréttissinni vil ég ekki sjá það að ég fái sæti í stjórn eða þingsæti eða hvað það sem ég er að sækjast eftir eingöngu á grundvelli þess að ég er kona. Mér finnst það vera það sem við í Keflavík kölluðum að vera súkkulaðikleina.“Kristín ÁstgeirsdóttirBreytinga að vænta á árinu Konur eru um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, og hefur hlutfall kvenna hækkað lítillega á síðasta ári, samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að breyting gæti orðið á kynjahlutfalli stjórna á þessu ári þegar mörg félög halda fyrstu aðalfundi sína eftir að lögunum var breytt 1. september síðastliðinn. „Það hefur ýmislegt gerst í þessum málum á undanförnum árum og konum fjölgað töluvert mikið. Það verður kannski á þessu ári sem við sjáum virkilega breytinguna,“ segir Kristín, sem telur skorta skilning á því hversu mikilvægt sé fyrir fyrirtæki að jafna hlut kynjanna. „Þetta hefur jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækja og rekstur.“Guðbjörg Linda RafnsdóttirKonur telja sig vera góða stjórnarmenn „Konur í stjórnum fyrirtækja meta sig almennt á jákvæðari nótum en karlar þegar spurt er um ýmsa þætti sem tengjast stjórnarstörfum,“ segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún rannsakar framkvæmd laga um jafnt kynjahlutfall stjórnum fyrirtækja ásamt þeim Þorgerði Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði og Jóni Snorra Snorrasyni, lektor í viðskiptafræði. Haustið 2012 gerðu KPMG og Háskóli Íslands könnun meðal stjórnarmanna þar sem stjórnarmenn voru beðnir um að meta þætti á borð við ákvarðanatöku, frumkvæði og siðferði. Konur gáfu sjálfum sér hærri einkunnir en karlar í öllum tilvikum. „Það má að minnsta kosti segja að konur hafi fullt sjálfstraust til að takast á við stjórnarstörfin,“ segir Guðbjörg. Könnunin var endurtekin á síðasta ári og er niðurstaðna að vænta fljótlega. Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Iðnaðarráðherra leitar eftir ólíkum sjónarmiðum varðandi lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga. Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu verður fulltrúum úr atvinnulífinu boðið á lokaðan fund í þarnæstu viku til þess að ræða kosti og galla laganna. „Fundurinn er haldinn til þess að leita eftir sjónarmiðum frá atvinnulífinu, bæði þeirra sem eru hlynntir lagasetningunni og þeirra sem hafa talað gegn þeim,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra. Ingvar segir ekki liggja fyrir hvort lögin verði endurskoðuð, en meðal annars verði litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma á fundinum þegar það verði ákveðið. Lögin voru samþykkt á Alþingi árið 2010 af þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum nema Sjálfstæðiflokki. Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, var framsögumaður minnihlutaálits viðskiptanefndar þar sem kom fram skýr andstaða við lagasetninguna. Ekki náðist í Ragnheiði við vinnslu fréttarinnar í gær. Í áliti minnihlutans sagði meðal annars að ekki ætti að koma á jafnrétti með boðum og bönnum, en í stað þess ætti jákvæð hvatning til fyrirtækja að vera ríkari. Þá sagði Ragnheiður Elín í umræðum um lagafrumvarpið: „Þrátt fyrir að vera mikill jafnréttissinni vil ég ekki sjá það að ég fái sæti í stjórn eða þingsæti eða hvað það sem ég er að sækjast eftir eingöngu á grundvelli þess að ég er kona. Mér finnst það vera það sem við í Keflavík kölluðum að vera súkkulaðikleina.“Kristín ÁstgeirsdóttirBreytinga að vænta á árinu Konur eru um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, og hefur hlutfall kvenna hækkað lítillega á síðasta ári, samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að breyting gæti orðið á kynjahlutfalli stjórna á þessu ári þegar mörg félög halda fyrstu aðalfundi sína eftir að lögunum var breytt 1. september síðastliðinn. „Það hefur ýmislegt gerst í þessum málum á undanförnum árum og konum fjölgað töluvert mikið. Það verður kannski á þessu ári sem við sjáum virkilega breytinguna,“ segir Kristín, sem telur skorta skilning á því hversu mikilvægt sé fyrir fyrirtæki að jafna hlut kynjanna. „Þetta hefur jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækja og rekstur.“Guðbjörg Linda RafnsdóttirKonur telja sig vera góða stjórnarmenn „Konur í stjórnum fyrirtækja meta sig almennt á jákvæðari nótum en karlar þegar spurt er um ýmsa þætti sem tengjast stjórnarstörfum,“ segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún rannsakar framkvæmd laga um jafnt kynjahlutfall stjórnum fyrirtækja ásamt þeim Þorgerði Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði og Jóni Snorra Snorrasyni, lektor í viðskiptafræði. Haustið 2012 gerðu KPMG og Háskóli Íslands könnun meðal stjórnarmanna þar sem stjórnarmenn voru beðnir um að meta þætti á borð við ákvarðanatöku, frumkvæði og siðferði. Konur gáfu sjálfum sér hærri einkunnir en karlar í öllum tilvikum. „Það má að minnsta kosti segja að konur hafi fullt sjálfstraust til að takast á við stjórnarstörfin,“ segir Guðbjörg. Könnunin var endurtekin á síðasta ári og er niðurstaðna að vænta fljótlega.
Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira